Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Þrjú frumvörp í gegn Andstæðingar Sanders hafa fullyrt að hann hafi aldrei á ferli sínum komið frumvarpi í gegnum þingið. Þetta er ekki rétt. Árin 2006, 2013 og 2014 urðu laga- frumvörp sem hann lagði fram að lögum. Hann var að auki með- flutningsmaður yfir 200 frum- varpa sem orðið hafa að lögum. Vissir þú þetta um Bernie Sanders? „Lýðræðislegur sósíalisti“ Sanders leggur mikla áherslu á stéttabaráttu. Hann talar gegn misskiptingu og kúgun og heggur sérstaklega til þeirra ríkustu. Auðsöfnun þeirra valdi því að miðstéttin eigi ekki fyrir reikningum. Bilið milli ríkra og fátækra hafi aldrei verið meira. Hann vill að háskólamenntun verði ókeypis og að allir hafi aðgang að ókeypis heilbrigðisþjónustu. Þá vill hann taka betur á móti innflytjendum og hefur beitt sér fyrir umhverfismálum. Hann kallar sig lýðræðis- legan sósíalista. Yrði sá elsti Sanders verður 75 ára í nóv- ember. Ronald Reagan er sá Bandaríkjaforseti sem elstur hefur verið kjörinn forseti. Hann var 73 ára. Þannig yrði Sanders elsti kjörni forseti í sögu lands- ins. Þess má reyndar geta að Hillary Clinton verður 69 ára þegar kjördagur rennur upp. Fyrsti gyðingurinn Sanders verður fyrsti gyðingurinn í embætti for- seta Bandaríkjanna, nái hann kjöri. Gyðingur hefur heldur ekki gegnt stöðu varaforseta. Eini gyðingurinn sem fram að þessu hefur látið að sér kveða í forsetakosningum er Joe Lieberman, varaforseta- efni Al Gore árið 2000. Kaus gegn Íraksstríðinu Sanders hefur talað fyrir því að dregið verði úr fjárútlátum til hernaðar og peningunum þess í stað varið í heilbrigðisþjónustu. Sanders kaus á sínum tíma gegn innrás í Írak og hefur sagt að stríðið sé ein verstu mistök í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Slakur námsmaður Deildarforseti hjá University of Chicago, þar sem Sanders var virkur að- gerðasinni, lagði eitt sinn til að hann tæki sér hlé frá námi. Sanders segist hafa verið slakur námsmaður og að hann hafi lært meira á skólalóðinni en hann gerði í kennslustofunni. Vill meðalveginn „ Byssur í Vermont eru ekki það sama og byssur í Chicago eða í Los Angeles,“ hefur Sanders sagt um byssueign. Í Vermont séu þær notaðar til veiða á meðan þær séu í Chicago notaðar af ungmennum sem drepa önnur ungmenni – eða til að skjóta lög- reglumenn. Hann vill að mæst sé á miðri leið þegar kemur að deilunni um skotvopnaeign. Maður verka- lýðsfélaganna Sé horft er til áranna 2009–2014 eru verkalýðsfélög í átta af níu efstu sætunum hvað bakhjarla Sanders varðar. Sheet Metal Work ers, samtök verkafólks í málm- þynnuiðnaði lögðu mest af mörkum, 27.500 dollara. Afglæpavæðing Sanders er hlynntur afglæpavæðingu fíkni- efna og hefur gefið út yfirlýsingu um lögleiðingu kannabis. Góður ræðumaður Sanders hefur vakið athygli fyrir öflugar ræður og góða fram- setningu. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því, eftir fyrstu kapp- ræður frambjóðenda demókrata, að Bernie Sanders hafi minnst allra tafsað á orðun- um, eða mismælt sig. Einn frambjóð- andi, Lincoln Chafee, tafsaði reyndar lítið eitt minna, en það var vegna þess að hann talaði miklu skemur. Nýtur meiri stuðnings en Obama Í september höfðu 650 þúsund bandarískir ríkisborgarar lagt kosningaherferð Bernie Sanders lið. Það eru tvöfalt fleiri stuðningsaðilar en Barack Obama Bandaríkjaforseti hafði á sama tímapunkti 2007, áður en hann hlaut kjör. Sósíalistinn Bernie Sanders hefur sótt mjög á Hillary Clinton í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sanders, sem kaus gegn Íraksstríðinu og talar fyrir ókeypis heilbrigðisþjónustu og snarhækkuðum lágmarkslaunum, nýtur yfirburðafylgis þegar kemur að yngri kjósendunum. Hillary hefur enn yfirhöndina í flestum skoðanakönnunum en Sanders virðist ætla að gera alvöru atlögu að því að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Hér eru nokkrar staðreyndir um þennan óvænta keppinaut Hillary. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.