Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Hluturinn í Borgun rauk upp stuttu eftir yfirtöku ríkisins n 63% hlutur Íslandsbanka margfalt verðmætari en nemur bókfærðu virði n Kröfuhafar framseldu bankann nokkrum dögum fyrir sölu Hefur þrefaldast í virði Landsbankinn seldi 31,2% hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 á tæpa 2,2 milljarða króna. Eignarhaldsfélagið Borgun slf., sem er meðal annars í eigu Stálskipa, Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Óskars Veturliða Sigurðssonar, fjárfestis og stjórnarmanns í Borgun, keypti þá 24,96% hlut í greiðslumiðlunarfyrirtæk- inu. Hin 6,24% fóru til BPS ehf. sem er í eigu tólf æðstu stjórnenda Borgunar. Starfsmennirnir greiddu 437 milljónir króna fyrir eignarhlutinn en hann er í dag metinn á 1,2 til 1,6 milljarða króna. Samkvæmt nýju virðismati KPMG er greiðslumiðlunarfyrirtækið nú metið á 19 til 26 milljarða króna. Eignarhaldsfélagið Borgun á í dag 29,38% í fyrirtækinu og nemur virði eignarhlutarins því 5,6 til 7,6 milljörðum króna. Eigendur félagsins greiddu 1,7 milljarða fyrir 24,96% í nóvember 2014. Eignarhluturinn sem Landsbankinn seldi í nóvember 2014 er nú metinn á 5,9 til 8,1 milljarð króna. 20. janúar 2016 Morgunblaðið greinir frá því að yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe geti fært Borgun og samkeppnisaðilanum Valitor vel á annan tug milljarða króna. Þann sama dag segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að fyrirtækið hafi ekki getað séð fyrir milljarða hagnað Borgunar vegna Visa Europe. DV greinir frá því að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um viðbótargreiðslur frá fjárfestahópnum vegna Visa Europe þegar bankinn seldi 31,2%. 26. jan. 2016 Steinþór Pálsson mætir mótmælendum, í anddyri höfuðstöðva bankans, sem gagnrýndu söluferli Borgunar. 27. jan. 2016 Fulltrúar Bankasýslu ríkisins svara spurningum fjárlaganefndar Alþingis um söluna á Borgun. 29. jan. 2016 DV greinir frá því að stjórnendur Íslands- banka höfðu engar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluand- virði Visa Europe í júní 2014 þegar bank- inn hafnaði tilboði fjárfestahópsins. 5. feb. 2016 Morgunblaðið greinir frá virðismati KPMG þar sem greiðslumiðlunarfyrir- tækið er metið á 19 til 26 milljarða króna. Hluturinn sem Landsbankinn seldi hefur þrefaldast í virði. 8. feb. 2016 Borgun sendir frá sér yfirlýsingu um að Landsbankinn hafi árið 2014 haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á fyrir- tækinu. JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is „Hafði aðgang að öllum gögnum“ Stjórnendur Borgunar fullyrða að Landsbankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á 31,2% hlut bankans í greiðslumiðlun- arfyrirtækinu. Í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem var send út í gær, mánudag, í kjölfar stjórnarfundar fyrirtækisins á sunnudag, segir að bankinn hafi fengið fullan aðgang að „ítarlegum upplýsingum um Borgun og rekstur félagsins“. Sérstakt gagna- herbergi hafi verið útbúið og upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe, og valréttarákvæaði milli Visa Inc. og Visa Europe, legið fyrir. „Borgun bjó aldrei yfir upplýsingum um hvort, hvenær né á hvaða verði Visa Europe yrði selt, fyrr en salan var gerð opinber þann 2. nóvember 2015. Vænt hlutdeild Borgunar í söluandvirði á VISA Europe varð ekki ljós fyrr en 21. desember sama ár. Fyrir þann tíma hafði Borgun engar forsendur til þess að meta eignarhlut sinn í Visa Europe á annan hátt en gert var,“ segir í yfirlýsingunni. festingar bankans í dótturfélögum séu bókfærðar á kostnaðarverði. Er bókfært virði þessara eigna ekki leiðrétt nema þá aðeins að það liggi fyrir upplýsingar um að markaðs- verðmæti þeirra hafi lækkað frá upp- haflegu kostnaðarverði. Þrátt fyrir að bókfært virði eignarhlutarins í Borgun sé ekki sér- staklega sundurliðað í reikningum Íslandsbanka þá má því ljóst vera að markaðsverðmæti hans er sem fyrr segir margfalt meira en Borg- un er metin á í reikningum bankans. Hluturinn mun hins vegar ekki hafa beina verðmætaaukningu í för með sér fyrir bankann – og þar með rík- issjóð sem eiganda – nema þegar og ef hann verður seldur og hægt verð- ur að bókfæra hagnað við slíka sölu. Þær milljarðatekjur sem renna til Borgunar við sölu á Visa Europe ættu aftur á móti færa Íslandsbanka strax verulegan fjárhagslegan ávinning í formi hlutdeildar í bættri afkomu og mögulega hærri arðgreiðslum frá Borgun. n BPS - 5% 950 milljónir– 1,3 milljarðar króna. Aðrir (41) - 2,15% 408 milljónir– 560 milljónir króna. Íslandsbanki 63,47% 12–16,5 milljarðar króna. Eignarhaldsf. Borgun slf. 29,38% 5,6–7,6 milljarðar króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.