Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Nose & Blows blautklútarnir hjálpa til við að hreinsa lítil og viðkvæm nefgöng á mildan hátt. Þeir vernda húðina gegn roða, ertingu og þurrki sem myndast þegar oft þarf að snýta og innihalda rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentól & eucalyptus til þess að auðvelda öndun. Enginn rauður nebbi lengur! Er litli nEbbinn díbblaður? Fæst í apótEkum um land allt Sterkir strákar og valdalausar stelpur Tónlistarmyndband nemenda Verslunarskólans fer fyrir brjóstið á jafnréttissinnum M yndband nemenda í Versl- unarskóla Íslands, sem gefið var út í síðustu viku í tilefni af nemendamóti skólans, hefur vakið tals- verða athygli á netmiðlum. Lagið heitir Take you there, og bæði titill og myndefni kallast óneitanlega á við nýlegan smell Íslandsvinarins Justins Bieber. Í myndbandi Justins sést hann kela fáklæddur við unga snót, og fólk kippti sér ekkert verulega upp við það, hins vegar hefur svipað mynd- mál með íslenskum ungmennum í aðalhlutverkum vakið athygli á sam- félagsmiðlum. Stelpurnar augnakonfekt Emil Ortiz er einn þeirra sem birtu myndbandið á Facebook og hvatti hann fólk til að horfa á myndbandið, sérstaklega ef það hefði efasemdir um áhrif bandarískra miðla og af- þreyingarefnis á íslenska æsku. „Það fyrsta sem ég hugsaði var, af hverju eru þeir að syngja á ensku? Svo fór ég að spá í hversu mikið þessi Versló myndbönd eru búin að breytast með árunum.“ Emil útskrifaðist úr MH í fyrra og finnst athyglisvert að skoða muninn á efni sem nemendur skól- anna tveggja senda frá sér. „Í mynd- böndum frá MH sérðu að stelpur og strákar hafa jafn mikilvæg hlutverk, en í þessu nýja Versló myndbandi eru stelpurnar bara augnakonfekt.“ Þetta tekur Hanna Björg Vil- hjálmsdóttir undir, en hún er kynja- fræðikennari í Borgarholtsskóla. „Í myndbandinu birtast stelpurnar í valdalausri stöðu, þær eru sýndar kynferðislega og lítið klæddar. Á meðan eru strákarnir ger- endur, í valdastöðu. Þeir eru meira klæddir. Þeirra kynþokki felst í styrk og valdi, á meðan kynþokki stelpn- anna felst í valdaleysi og klæðaleysi. Þarna er verið að styðja hefðbund- in valdatengsl í samfélaginu. Skortur á gerenda færni er „normaliseraður“ hjá stelpum, þeim er kennt að bera meiri virðingu fyrir körlum en sjálf- um sér. Svona efni ýtir undir hlut- gervingu kvenna – stelpurnar halda áfram að skilgreina sig eftir kynþokka fyrst og fremst – því menningin gerir það. Karlar hafa meira frelsi til að gera – konur til að vera.“ Nemendur ræða um markvissar aðgerðir Það er hópurinn 12.00 sem er ábyrgur fyrir myndbandinu, en hann er á meðal fjölmargra nefnda sem starfa á vegum Nemendafélags Verslunarskóla Íslands. Að sögn Styrmis Elís Ingólfsson- ar, forseta NFVÍ, er hlutverk nefndarinnar að búa til tón- listarmyndbönd og grínþætti, en nefndina skipa nokkrir strákar. Styrmir segir NFVÍ starfa eftir jafnréttisstefnu og að reynt sé að leggja áherslu á að í nefndum þess sitji einstak- lingar af báðum kynjum. „Í gegnum árin hafa verið fleiri strák- ar í þessari nefnd en stelpur. Eftir áramót urðu breytingar og núna eru bara strákar í nefndinni. Til saman- burðar má nefna að núna sitja ein- göngu stelpur í nefndinni sem sér um skólablaðið. Við erum meðvituð um þetta og höfum þá stefnu að jafna kynjahlutföllin. Við vinnum eftir jafn- réttislögum innan skólans og höfum haldið málfundi þar sem kynjamál hafa verið rædd.“ Styrmir segir að hingað til hafi ekki verið teknar upp markvissar aðgerðir til að jafna hlut kynja í nefndum. „Við höfum rætt um hvort þurfi að gera það, bæði í skólanum og okkar á milli í hópum á netinu. Það hafa samt verið jákvæðar breytingar í þessum efnum og al- menn vitundarvakning meðal nem- enda, sérstaklega á síðasta ári.“ Nemendum og stjórnendum ber ekki saman Formaður 12.00 nefndarinnar, Ari Friðfinnsson, segir að tilgangurinn með myndbandinu hafi verið að gera grín að myndbandi Justins Bieber sem ber sama titil. „Það var alls ekki meiningin að þetta kæmi illa við neinn. Ég skil þó að þetta hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum, eins og komið hef- ur fram á netinu. Eftir að umræðan fór af stað settum við 18+ merkingu við myndbandið á Youtube,“ segir hann en nemendur skólans eru al- mennt á aldrinum 16–20 ára. Ari seg- ir fólk hafa brugðist vel við laginu. „Enda er þetta gott lag. Enginn hef- ur sagt neitt beint við okkur, en við vitum af umræðum á netinu. Pæl- ingin var að gera algjöra eftirlíkingu af myndbandi Justins Bieber, en alls ekki að það yrði niðrandi fyrir stelp- ur. Við munum spá í þetta í framtíð- inni, það er á hreinu.“ Ari segir að myndbandið hafi farið hina vana- legu leið ritskoðunar innan skólans eins og annað útgefið efni, og engar athugasemdir hafi verið gerðar. Þar ber honum og aðstoðarskóla- stjóra Versló, Þorkeli H. Diego, ekki saman. Þorkell segir að í þetta skiptið hafi nemendur farið alfarið framhjá stjórnendum og gefið myndbandið út ósamþykkt. „Við lítum ekki á þetta sem myndband á vegum skólans.“ Þorkell segir að í Versló sé boðið upp á valáfanga í kynjafræði og að reglu- lega séu fengnir fyrirlesarar til að fjalla um birtingarmyndir kynjanna í útgáfu og efni sem nemendur vinna að. „Gauramenning hefur verið áberandi í þessu efni, og það mund- um við vilja sjá breytast svo að eðli- legra jafnvægi milli kynjanna verði ríkjandi. Skólayfirvöld eru að skoða hvort og hvernig þau muni bregðast við útgáfu þessa myndbands. Síð- asta vika var lögð undir árshátíð svo að við erum að sjá þetta fyrst núna og viljum setjast yfir þetta og heyra hvað nemendum gekk til.“ n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Fötum fækkað Lagið og myndbandið er gert af 12.00 nefndinni í Versló. Kelerí Skjáskot úr myndbandinu. Ernesto Emil Ortiz Hvetur fólk til að skoða myndbandið gagnrýnum augum. ÞORmaR VigNiR guNNaRSSON Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Kennari í Borgarholtsskóla. Styrmir Elí ingólfsson Forseti NFVÍ. ari Friðfinnsson Formaður 12.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.