Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Síða 4

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Síða 4
5amtök um kvennalista hafa slitið bamsskónum, Ijúfsár etskan er að baki og unglingsárin gengin i garð. Þau geta verið erfið en eru þó ofi sá tínii þar sem mesturþroskinn fer firam og tniklar breytingar eiga sér stað. Tilþess að rœða askuna, nútíð ogframtíð Kvennalistans og kvennabaráttuna höfum við fengið nokkrar „ eldri ” kvennalista- konur l spjall. Þessar konur þekkja flestir sem fylgst hafa með Kvennalistanum l gegnum árin. Allar hafa þar staðið í fremstu röð; Guðrún Agnarsdóttir, Maria Jóhanna Lárusdóttir (þekkt undir nafninu Hanna Maja), Guðrún Halldórs- dóttir, Kristln Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Við höfum heyrt að á fyrstu árum Kvennalist- ans, og sérstaklega í blábyrjun, hafi mikið lífog fijór einkennt statfið. Hvað er ykkur minnis- stœðast fráþessum árumi Guðrún Agnarsdóttir er fyrst til að svara. „Ef ég lít um öxl þá var það þessi smitandi blanda af löngun, tilhlökkun, kvíða og ein- kennilegum óskilgreindum samnefnara sem tengdi allar þessar konur í leitinni að hinu óþekkta. Allt í einu var ég komin í hóp þar sem ég fann að við vorum á réttri leið en vissum ekki nákvæmlega hvert við vorum að fara eða hvernig við myndum komast á leiðarenda. Þessu fylgir ákveðin hætta og hún tengdi okkur sterkum böndum. Við þurftum að treysta hver annarri og trúnaður og vinátta myndaðist af sjálfu sér. Svo eru auðvitað ótal skemmtilegar sögur sem tengjast þessu . . .“ Hanna Maja: .Ævintýrið mikla byrjaði auðvitað í Kvennaframboðinu. Haustið eftir bæjarstjórnarkosningarnar héldum við ráð- stefnu í Ölfusborgum og okkur Helgu Thorberg var falið að tala um hugsanlegt framboð til Alþingis ásamt Ingibjörgu Sól- rúnu sem átti að tala gegn því. Við vorum nýkomnar úr kosningabaráttu sem var alltaf hugsuð sem sérstök aðgerð til að vekja athygli á sérstöðu kvenna og hrista upp í pólitíkinni. Alþingisframboð haíði ekkert verið á dagskrá nema þá í hálfkæringi svo ég tók þetta verk- efni mátulega alvarlega en varð eftirá alveg gallhörð á því að bjóða fram. Hugmyndinni óx síðan fylgi þegar á leið þrátt fyrir rnikla togstreitu í Kvennaframboðinu og víðar. Þau átök voru erfið en urðu okkur mjög jákvætt veganesti inn í landsmálabaráttuna því í um- ræðunni var tekist á um grundvallaratriði í hugmyndafræði okkar sem stjórnmálaafls. Það þurfti að skoða öll mál upp á nýtt, hverri hindruninni af annarri var rutt úr vegi og allt var hægt.“ Ílífsháska Kristfn: „Fyrstu kynni mín af Kvennalistan- um voru á stóra fundinum á Hótel Borg í febrúar '83 þegar ákveðið var að bjóða fram til Alþingis. Næsta dag var hringt í mig og ég boðuð á Hótel Vík til að ræða það hvort við ættum ekki að bjóða fram á Reykjanesinu. Við héldum svo fyrsta fúndinn í Mosfellsbæ, sællar minningar, því við sátum þar eiginlega einar, konurnar sem boðuðu til fundarins, enda veðrið alveg brjálað og það kviknaði t.d. í bíl sem fauk þarna útaf í hvassviðrinu. Það eftirminnilegasta frá þessum tíma er samt ekki bundið við einstaka atburði heldur háskann sem í þessu fólst. Við segjum auðvit- að núna að við höfúm verið alveg sannfærðar um að þetta hafi verið rétt. En guð minn góður, ekki var ég viss um það þá. Ég viður- kenni það fúslega, ég var alveg skíthrædd. Allt var nýtt; fyrsti opni fundurinn, fyrsti vinnustaðafúndurinn, fyrsta beina útsending- in í útvarpi, og svo í sjónvarpinu. Maður var þarna í lífsháska í margar vikur. Og ég tala nú ekki um að enda svo inni á þingi. En það er þroskandi að lenda í svona því þá er ann- aðhvort að standa sig eða ekki. Og ég efaðist aldrei um málstaðinn." Herinn og harðfiskurinn Guðrún Halldótsdóttir: „Ég var nú í Kvenna- framboðinu og það var hún Helga Jóhanns- dóttir sem fékk mig til að koma þangað. Ég sannfærðist strax og farið var að ræða um að við ættum að bjóða fram til þings að þetta væri rétta leiðin. Auðvitað vitum við að það gengu konur úr skaftinu þegar Kvennalistinn óx útúr Kvennaframboðinu. Mér er t.d. minnisstætt þegar ég fór í fyrsta skipti í út- varpsviðtal - í fyrsta skipti sem kona frá okk- ur fór í útvarpið held ég - og var spurð um viðhorf okkar til hersins. Ég sagði eins og

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.