Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 6

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 6
Á þessu höfðum við mikla trú. Ég veit ekki alveg hvort við höfúm það lengur og ég held að orsökin sé meðal annars sú að við höfúm verið heldur ragar við að gera upp mistök okkar. Við höfum verið uppteknar við að halda í ímynd góðu, samviskusömu, heiðar- legu konunnar. Það er mjög ríkt í uppeldi okkar að standa sig vel, vera alltaf til fyrir- myndar og við viljum ógjarnan brjóta skarð í þennan glæsta hreinleikamúr.“ G.H. „Þessi hreinleikadilla hefúr nú alltaf farið í taugarnar á mér!“ Þ. „Já, já, en hún var samt nauðsynleg í upphafi; að við hefðum þessa ofúrtrú. En við höfúm samt ver- ið alltof duglegar að sópa undir teppið. Við erum stundum að end- urtaká mistök af ótta við að særa einhverjar eða brjóta ímyndina út á við. Stund- um notum við sem rök; „já en við sögðum þetta fyrir fimm ár- um.“ Við ættum ekki að vera hræddar við að standa upp og segja „og hvað með það, það eru fimm ár síðan!“ G.H. „Við óttumst líka að utanaðkomandi aðilar komi og hendi ágreining okkar á lofti, kjamsandi, og „ . . . aha, það er óeining í Kvennalistanum“. Um slíkan útúrsnúning eru mörg dæmi - þegar aðeins er um eðlileg skoð- anaskipti að ræða.“ Þorum viS þá ekki lengur aí takast á um hug- myndir eSa erum við búnar að afgreiSa þetta allt’ G.A „Við mætum ekki eins dyggilega á fundi og áður til þess að takast á um hug- myndir. Það er ekki það að við veigrum okkur við því. Reynslan hefur leitt okkur í alls kyns önnur félagsstörf sem kvennalistakonur. Þannig höfum við líka haft óbein áhrif og hugmyndafræðin breiðist út. Áður en vuTvit- um af er tíminn runninn manni úr greipum og við erum líka búnar að koma okkur upp erindrekahópi sem við treystum svolítið á.“ Þ. „Ég ansa því ekki að tímaleysi hrjái okk- ur. Þegar ég var í Kvennaframboðinu átti ég börn á hverju ári, var með fúllt hús af börnum og alltaf hafði ég tíma. Þá fór maður á hverju kvöldi og var fram á nótt af því erindi manns var nógu bfynt og - við skulum ekki gleyma því - það var svo asskoti gaman." „Ég er sammála Þórhildi, þetta er ekki spurning um tímaskort. Hér áður fyrr varð ég að standa fyrir mínu máli sjálf, þá voru engar þingkonur til þess. Nú hef ég minn erindrekahóp og þarf ekki lengur að svara knýjandi spurningum sjálf. Þær sem eru núna í forsvari fyrir okkur sjá um að svara.“ Þ. „Ég held ekki að hugmyndirnar hafi úr- elst, frekar að við höfum ekki megnað að endurnýja hugmynd- irnar á þann hátt að það knýi mann til svara, til þátttöku. Ég er voðalega ánægð þeg- ar ég sé einhvern er- indreka minn, eins og þið kallið það, standa sig vel á opinberum vettvangi og ánægð að hafa kvennalistakonur hér og þar.“ Nýjar konur - nýir tímar HaftS þiS ekki bara allt aSra sýn á Kvennalistann en margar aSrar nýrri konur í Kvennalistanum? Þ. „Það getur vel verið og það er mjög gleðilegt að nýjar konur taki við.“ Einhver skýtur inní: „Gerjunin er sko aldeilis til staðar og það drífur að nýjar konur á alla fundi.“ K. „Þetta er auðvitað partur af því sem ég nefndi í upphafi þegar við fundum allar svo fyrir því sem ég kalla háska. Það kallaði á okk- ur alveg stöðugt að hittast og ræða hugmynd- irnar og styðja hver aðra í því hvernig við ætt- um að svara öllu áreitinu; „hvað meiniði með þessu og hvernig ætliði að framkvæma hitt?“ Nú erum við auðvitað margbúnar að fara yfir þetta allt og skilgreina og við vitum að okkar konur í fulltrúahlutverkunum svara þessu. Við höfúm líka stefnuskrána, ótal greinar og þykkar möppur með þingmálum og upplýs- ingum um allt sem við höfum gert. Okkur finnst kannski meira og minna búið að af- greiða þetta og það dregur auðvitað úr þörf- inni hjá okkur sjálfum til að vera alltaf á staðnum." G.A. „En er þetta ekki að vissu leyti boð- hlaup; konur koma og fara. Er ekki eðlilegt að konur sem hafa starfað lengi fari um hríð, fái að endurnýja sig áður en þær koma aftur. Það koma líka alltaf nýjar!" Þ. „Þú segir boðhlaup - ég er ekkert nógu ánægð með það eitt og sér að ungar konur taki við, þær verða líka að finna aðrar leiðir en við, þær mega ekki bara taka við keflinu og taka næsta sprett. Ég held að við hefð- um allar vilj- að sjá meiri árangur. Fólk er kannski orðið svolítið ónæmt fyrir okkur, farið að taka okkur eins og staðreynd, við erum kannski hættar að koma á óvart. Flestir eru sammála um að það hafi verið gagn að okkur og endilega ekki að hætta og allt það. En get- uni við leyft okkur að hætta að vekja fjaðra- fok? Það má vel vera að ég sé bara æsingamann- eskja en þann dag sem ég finn lykt af fjaðra- foki verður ekki spurning um hvar ég verð næstu kvöld. Við þurfum að knýja betur á, eða annars staðar, það er búið að ganga svo vel frá framdyrunum að höggin heyrast ekki vel þar. Þurfum við ekki að finna bakdyrnar eða athuga hvort kjallaradyrnar eru opnar eða kannski risglugginn? Mér sýnist ýmis teikn á lofti um það að konur séu að því - e.t.v. er nýtt áhlaup í vændum. Skildi engan undra!“ Framundan ??? Kvennalistakonur hafa þá ekki lokiS œtlunar- verki sínu, eSa hvaS? Hvar stöndum viS núna? G.H. „Við megum ekki gleyma því að við komum inn sem tímabundið afl - ætluðum aldrei að verða stofnun, í því felst hættan á stöðnun.“ G.A. „Við erum búnar að tala mikið hver við aðra, við ættum kannski að snúa umræð- unni meira að körlunum!" K. „Það er kominn tími til að rífa upp nýja hugmyndafræðiumræðu. Við megum aldrei líta svo á að við séum búnar að finna upp sannleikann, og það var ekki meiningin í upp- hafi. Þess vegna held ég að það sé mjög bfynt að kvennalistakonur, hvar svo sem þær eru, endurmeti þetta allt saman. Skoði gömlu hug- myndirnar, athugi hvort ekki séu nýir fletir og jafnvel ný vinnu- brögð og nýjar að- ferðir og í guð- anna bænum að banka fastar á allar dyr. Hér látum við staðar numið og þökk- um þessum hressu, hugmyndaríku og reyndu konum fyrir spjallið. Ef vel ætti að vera þyrfti annað opnuviðtal til að skilgreina stöðuna nákvæmlega eins og hún er nú. Eitt er víst - verkefnin eru ærin, hvort sem það er innan eða utan „kerfisins“. Nú er um að gera að láta ekki deigan síga. „Það er náttúrlega kominn tími til að við fáum að ráða - og þó fyrr hefði verið“ . . . þær eru komnar á flug í framhaldið! Steinunn V. Óskarsdóttir sagnfræðingur Guðrún Ögmundsdóttir borgarfúlltrúi Kvennalistans í Reykjavík Lopi - hnotulopi 3ja þráða plötulopi. 10 sauðalitir. Gulir, rauðir, bláir, grænir og fjólubláir litir. Sölustaðir: Allt verslunin - lopi - Drafnarfelli 6, R. Handprjónasamband íslands - lopi og hnotulopi - Skólavörðustíg 19, R Hof, verslunin - lopi og hnotulopi - Ingólfsstræti 1, R RammaoerDin - hnotulopi - Hafnarstræti 19, R HannyrðabúDin - 2ja og 3ja þráða plötulopi - einnig country hnotulopi - Strandgötu 11, Hafnarfirði. íslensk ull - iopi - Þingholtsstræti 30, R. Steinaríki - lopi - country - Lækjargötu 30, R. Sendum o> Lopi ullarsalan - heildsala smásala - sími 30581 - Reykjavík | ____________________________________________I Til þeirra sem huga á þátttöku í Nordisk forum SÆNSKA OG FINNSKA FYRIR FERÐAFÓLK: Með sérstakri áherslu á finnskt samfélag og finnska sögu. Tekið er mið af því að vænta má að næsta ár muni íslendingar fjölmenna til Abo í Finnlandi á norrænt kvennaþing. Hafið samband við Námsflokka Reykjavfkur hið fyrsta. Námsflokkar Reykjavíkui; Fríkirkjuvegi 1,101 Reykjavík, Sími 12992 - 14106

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.