Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 8

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 8
í Reykjavík Ljósm. Alda Lóa Norsku Stil ullarnærfötin Þeim verður ekki kalt allan daginn. Dæml um verð: Stærð 4-6-8 10-12 Buxur einf. fóðr.* 1.676- 1.832- 1.754- 2.008- Bolir einf. fóðr.* 1.842- 2.052- 1.974- 2.163- * fóðruð með mjuku Dacron efni. Ií vennaframboðskonur lögðu upp fyrir 11 árum, blésu í lúðra og buðu fram til borgarstjórnar í Reykjavík. Þær vöktu athygli í kosninga- baráttunni, þær kynntu mál sín öðruvísi, létu fyrir sér fara á götum úti og voru ferskar og skýrmæltar í fjölmiðlum. Þær ollu umtali, bæði já- kvæðu og neikvæðu. Reynt var að klekkja á þeim með því að vísa til þekkingar- og reynsluleysis og karlarnir not- uðu lítillækkunarleiðina — skopmyndir og glott - stöðugt. Málefnin sem áhersla var lögð á í upphafi snerust fyrst og fremst um velferðarmál. „Betri borg fyrir alla börn, konur og karla“. Af litlum efnum og mikilli elju var ráðist til atlögu við karlveldi stjórnmálanna. Hugtakið „FEMÍNISMI” (kvenfrelsi) var kynnt borgarbúum. Það að konur hefðu annað sjónarhorn og byggju yfir sérstakri reynslu og lífsskoðun var gert heyrinkunnugt og rökstutt daga og næt- ur. Athygli var vakin á því að þessi sjón- armið hefðu ekki ráðið gjörðum karl- anna. En það var ekki bara hugmynda- fræðin sem var kynnt, útfærslur kvenna á borgarrekstri voru líka kynntar. Málin voru svo sannarlega ekki gripin úr lausu lofti og hópar kvenna höfðu legið yfir málaflokkunum og mótað skoðanir, álit og stefnur. Framganga kvennanna vakti athygli. Málfar þeirra var skiljanlegt og þær voru ferskar. Árangur stritsins, og um leið skemmtileg kosningabarátta gerði það að verkum að . . . % borgarbúa studdu Kvennaframboðið í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðrún Jónsdóttir, efstu konur á lista, tóku sæti í borgarstjórn — og um leið fjöldi annarra kvenna í hinum ýmsu nefndum og ráð- um borgarinnar. Þetta var árið 1982. Árið 1986 buðu konur enn fram sérstakan lista og enn aftur árið 1990. Ingibjörg Sólrún, Guðrún Jónsdóttir, Elín G. Ólafsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir hafa á þess- um árum vermt sæti í borgarstjórn, í nafni Kvennaframboðs og Kvennalista, en margar aðrar konur hafa tekið sæti sem varakonur og málsvarar í sérstökum málaflokkum. Kosningar 1994 Enn á ný er blásið í kosningalúðra og enn ætla konur að bjóða sig fram til stjórnar á borgarmálum. Við kvennalistakonur er- um jafn sannfærðar og áður um að sjón- arhorn og sjónarmið kvenna skuli öðlast meira vægi. Steinsteypupólitík og hags- munagæsla fyrirtækja og peningakarla verður að víkja fyrir skynsamlegri og hag- sýnni sjónarmiðum. Á þrengingatímum er hagsmunagæslan enn siðlausari og sýnilega óréttlátari en þegar meira er til skipt- anna. Velferðar- og fé- lagsmál eru áfram aðal- áherslumál Kvennalist- ans: Leikskólar fyrir öll börn, heilsdagsskóli fyrir alla, uppbyggilegt og þroskandi umhverfi fyrir unglinga, almenn- ingssamgöngur í stað mengandi og stór- hættulegs bílaflota, átak í atvinnumálum kvenna, atvinnutæki- færi fyrir alla vinnu- færa, tryggar aðstæður aldraðra og umönnun samkvæmt þörfum hvers og eins. Hug- myndirnar vantar ekki, útfærslurnar skortir ekki og kvennafansinn er til í að sjá um framkvæmdina - fái hann tæki- færi. Við erum reynslunni ríkari Kvennalistakonur búa yfir enn meiri þekkingu og reynslu en áður, utan og innan stjórnkerfis borgarinnar. Þær hafa safnað í sarpinn, vegið og metið, og vita að þær ráða við stjórn borgarinnar. Og þörfin er sú sama og áður. I rúman ára- tug hafa þær verið í nokkurs konar gæslu- hlutverki um hagsmunamál kvenna og barna í borgarstjórn, borgarráði og mörg- um nefndum. Það er löngu tímabært að þær ráði ráðunum! Hólmfríður Garðarsdóttir situr í stjórn Þróunarsamvinnust. Islands fyrir Kvennalistann Eitiveldi er engum hollt. í REYKJAVÍK ! Margt, ótal margt, hefúr verið rætt og ritað um hvernig helst megi fella meirihluta Sjálfstæð- isflokksins í borginni. Verk sem löngu er tímabært því einveldi er engum hollt til langframa, allra síst stjórnvöldum. Kvennalistakonur hafa rætt alla nröguleika og skoðað ýmsa kosti. Fýsilegasti kosturinn, og sá sem kvennalistakonur telja raunhæfan til árangurs, er ekki sameiginlegt framboð heldur sameig- inlegur málefnagrundvöllur. I því felst að þau stjórnmálasamtök, sem t.d. eru nú í minnhluta í borgarstjórn, taki sameiginlega afstöðu til einstakra mála og vinni sameiginlega að settum markmiðum, nái þau meirihluta í borginni. Allar aðrar hugmyndir virðast kvennalistakonum ó- eða illframkvæmanlegar og bjóða upp á valdabaráttu og erfiðleika. Sameiginleg baráttunrál þjappa hópum saman en leyfa um leið hverj- um og einum að njóta sín.

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.