Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Síða 9
Meðlag
og
mæðra-
laun
Ríkisstjórnin þurfti að losa rík-
issjóð undan þungum bagga.
Nei, ekki jeppakaupum heldur
mæðralaunum. Mæðralaun eru
greidd einstæðum mæðrum til
að hjálpa þeim að tóra og voru
í lok ársins 1992 tæpar 5000
kr. á mánuði til einstæðrar
móður með eitt barn en eru nú
1000 kr.
Ríkisstjórnin ákvað að
lækka mæðralaun en til að
skerða ekki hlut mæðra og
barna var ákveðið að hækka
meðlag. Hækkun meðlagsins
nam þó ekki alveg þeirri upp-
hæð sem mæðralaunin lækk-
uðu um - en hvern munar um
1000 kall á mánuði!
Nú er liðið nær ár frá þess-
um breytingum. Hefur þú
kynnt þér árangurinn?
Vissir þú...?
’ að eftir að barnameðlag var
hækkað og mæðralaun lækkuð
hefur einstæð móðir með eitt
barn 12.000 krónum minna til
framfærslu á ári og einstæð
móðir með þrjú börn 35.000
krónum minna?
' að við sömu breytingar fær
kona sem er í sambúð og fær
meðlag með einu barni 33.000
krónum meira á ári og eigi
hún þrjú börn aukast tekjur
hennar um 99.000 krónur?
* að skuldir meðlagsgreiðenda
við ríkið hafa aukist um rúm-
lega 645 milljónir eftir hækk-
un meðlags um síðustu ára-
mót?
að á tímabilinu janúar til
september árið 1992 inn-
heimtust 81% af meðlags-
greiðslum en á sama tímabili
1993, eftir meðlagshækkun,
aðeins 64%?
* að þetta eru afleiðingar
„sparnaðar" ríkisstjórnarinnar?
Myndir þú
spara á
þennan hátt?
4
Hin hagsýna húsmóbir hefur
fundib réttu sparnaharleibina
í nútímaþjóöfélagi taka konur í ríkari mæli ákvarðanir um hvernig verja eigi
tekjum og eignum fjölskyldunnar og þaö er til marks um breytta tíma að um
helmingur þeirra 15 þúsund Islendinga, sem eru áskrifendur aö
spariskírteinum ríkissjóös, eru konur.
Sú fyrirhyggja í fjármálum, sem felst í því að leggja reglulega fyrir meö áskrift að
spariskírteinum, fellur vel aö hugsunarhætti karla og kvenna í dag,
hugsunarhætti hinnar hagsýnu húsmóöur sem blundar í okkur öllum.
Áskrift aö spariskírteinum ríkissjóðs er einfaldur, þægilegur og áhyggjulaus
sparnaður. Ætlar þú ekki aö gerast áskrifandi? Hringdu eða komdu í heimsókn í
Þjónustumiöstöö ríkisverðbréfa. Við erum fyrir konurnar og mennina í landinu.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-62 60 40 og Kringlunni, sími 91-68 97 97
Gottfólk/SlA