Fréttablaðið - 07.04.2017, Síða 18
1906 Ingvarsslysið. Tuttugu menn fórust þegar þilskipið
Ingvar RE 100 strandaði í ofsaveðri skammt undan Viðey.
Í sama veðri fórust 48 menn með tveim skipum við Mýrar
(Sophie Wheatly RE 50 og Emilie RE 25).
1941 Togarinn Gulltoppur bjargaði 33 mönnum af björg-
unarbát frá flutningaskipinu Beaverdale út af Reykjanesi og
bátar frá Hellissandi björguðu 32 mönnum af björgunarbát
frá sama skipi út af Snæfellsnesi. Skipið hafði verið skotið
niður fjórum dögum áður.
1943 Stjórnarskrárnefnd Alþingis skilaði áliti og var sam-
mála um að leggja til að 17. júní 1944 yrði valinn til stofn-
unar lýðveldisins.
1943 Laugarnesspítali í Reykjavík brann. Hann var byggður
árið 1898 sem holdsveikraspítali en síðustu árin hafði
bandaríski herinn hann til umráða.
1968 Lög um tímareikning öðluðust gildi klukkan 01.00.
Samkvæmt þeim skal hvarvetna á Íslandi telja stundir árið
um kring eftir miðtíma Greenwich.
Merkisatburðir
Ástkær móðir okkar,
tengdamamma og amma,
Sesselja Hrönn
Guðmundsdóttir
lést á heimili sínu, Hrafnistu í
Hafnarfirði, miðvikudaginn 29. mars
í faðmi fjölskyldunnar. Útför verður
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 7. apríl kl. 13.
Fjóla Eðvarðsdóttir Justin Wallace
Geir Eðvarðsson
Ingibjörg S. Eðvarðsdóttir Baldur I. Sæmundsson
Elísabet Hrönn, Eðvarð Geir, Sylvía Guðrún
Emma Ósk, Inga Fjóla og Ronja Valgý
Okkar ástkæri eiginmaður,
sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
Vigfús Aðalsteinsson
viðskiptafræðingur,
Arnartanga 80, Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum
2. apríl. Útför hans fer fram frá Bústaða -
kirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 15.00. Ástvinir afþakka
blóm og kransa, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á minningarkort Rótarýklúbbanna eða líknarfélög.
(Minningakort Rótarý má finna á /www.rotary.is/
umrotary/kort/minningarkort.)
Svala Árnadóttir
Guðbjörg Vigfúsdóttir
Heiða G. Vigfúsdóttir Leifur Eiríksson
Hafdís G. Vigfúsdóttir
Árni Gunnar Vigfússon
Aðalheiður Vigfúsdóttir Vigfús Þór Sveinbjörnsson
og afabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Magnússon
bifreiðasmiður
og verslunarmaður,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn
28. mars. Útförin hefur farið fram í
kyrr þey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru færðar til
starfsfólks og íbúa Furuhlíðar.
Jóna Þórólfur Geir Matthíasson
Magna Úlfar Björnsson
Guðmundur Baldvin Soffía Gísladóttir
Rannveig Antonía Vilhjálmur Grímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Kristján Þór Kristjánsson
til heimilis að Engihjalla 25,
200 Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þann 29. mars sl. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 10. apríl kl. 13.00.
Kolbrún Kristjánsdóttir Elías J. Friðriksson
Kristján Þór Kristjánsson Helga Loftsdóttir
Fríða Dröfn Kristjánsdóttir Eyþór Víðisson
Ester Sif Kristjánsdóttir Hlynur Hreinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurbjörg Siggeirsdóttir
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Melhaga 10,
er látin. Útför hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinar látnu.
Örn Jóhannsson Edda Jónsdóttir
Valur Jóhannsson Jenny Forberg
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Einar Sigmundur
Kristjánsson
Skúlagötu 20, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk
8. febrúar. Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug. Sendum sérstakar þakkir til starfsfólks Markar
fyrir frábæra umönnun, góðvild, hlýju og þolinmæði
á erfiðum tímum.
Sólrún Gestsdóttir
Guðjón Einarsson Karólína Pétursdóttir
Sonja Einarsdóttir
Símon Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi,
sonur og bróðir,
Magnús Hólm Sigurðsson
vélfræðingur,
Grenigrund 31, Akranesi,
lést á heimili sínu þann 17. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
F.h. aðstandenda,
Magnús Birkir Magnússon
Þetta er hugmynd sem spratt hjá honum Sjón. Málið er það að þessi hugmynd bak við kvöldin Svarta sunnu-daga í Bíói Paradís varð til í Facebook-grúppu sem heitir
Gríðarlega undarlegar kvikmyndir – og
eftir því sem ég best veit er þessi hópur
nefndur eftir ritinu Incredibly strange
films, sem kom út 1986 og er rit um költ-
myndir – og af því að Svartir sunnudagar
hafa gengið vel hjá okkur þá erum við svo-
lítið að halda upp á það með því að hafa
þemamánuð til heiðurs þessu riti,“ segir
Hugleikur Dagsson, nefndarmeðlimur
Svartra sunnudaga, en með honum í því
batteríi eru þeir Sigurjón Kjartansson og
áðurnefndur Sjón. Þeir hafa lýst því yfir að
apríl verði ótrúlega undarlegur og munu
fylgja því eftir með sýningu á þremur
ótrúlega undarlegum kvikmyndum í Bíói
Paradís í mánuðinum.
Hvað er það sem ræður valinu hjá
ykkur? „Incredibly strange films var á
tímabili eitt af því fáa sem kvikmynda-
nördar gátu nálgast til að sækja þekk-
ingu á skrítnum myndum, öðruvísi
myndum, brjáluðum myndum, furðu-
legum myndum og svo framvegis. Við
ákváðum að velja þrjár skrítnar myndir
sem eru efstar á lista í okkar bók.
Þær myndir sem við sýnum eru allar
svolítið gamlar, alveg hálfrar aldar gaml-
ar eða eldri – ef þær eru enn þá skrítnar
núna þá voru þær alveg drullu skrítnar
þá. Þannig að í raun og veru eru þær
djarfari en skrítnar myndir núna myndi
ég alveg þora að segja.“
Hvaða myndir er um að ræða? „Þetta
eru kvikmyndirnar Spider Baby, Faster
Pussycat, Kill Kill! og The Mask. Myndin
Faster Pussycat, Kill Kill! er í rauninni
eina myndin af þessum þremur sem
ég hef séð – hinar hafa lengi vel verið á
lista hjá mér, enda er ekkert auðvelt að
nálgast þær. Núna loksins, eins og ég
hef oftast notað Svarta sunnudaga til
að gera, hef ég séð þær myndir sem hafa
alltaf verið á lista hjá mér,“ segir Hug-
leikur og bætir við:
„Það er líka svo sniðugt að sjá þessar
skrítnu myndir í bíói, því að ef þú ert að
horfa á þær heima hjá þér þá hefurðu
svolítið valdið til að slökkva á þeim.
Stundum geta þær verið svolítið frá-
hrindandi, eða kannski ekki alveg það
sem þú vilt horfa á í þynnkunni – eitt-
hvert svona brjálæði. En þegar þú ert
í bíói þá ertu fastur þarna í salnum og
verður að horfa á þetta og það gerir það
einfaldlega að verkum að maður verður
reynslunni ríkari og sér myndina eins
og maður á að sjá hana. Ég er gífurlega
þakklátur fyrir tækifærið. Bíómyndir eru
ekki bara til að gleðja, þær eru líka til að
vekja aðrar tilfinningar.
En allar þessar þrjár myndir eru frá-
bær skemmtun, þær eru allar húmor-
ískar og meðvitað óþekkar. Til dæmis er
Faster Pussycat, Kill Kill! frábært dæmi
um það. Hún er alveg eðal „exploitation-
pönk“ með bílum, gellum og ofbeldi.“
Leikar hefjast næsta sunnudag en þá
verður kvikmyndin Spider Baby sýnd.
Sunnudaginn eftir er það svo Faster
Pussycat, Kill Kill! og að lokum The
Mask. stefanthor@frettabladid.is
Apríl verður ótrúlega
skrítinn í Bíói Paradís
Næstkomandi sunnudag hefst formlega nýjasti þemamánuður Svartra sunnudaga og
að þessu sinni er það Ótrúlega skrítinn apríl þar sem þemað er, eins og nafnið gefur til
kynna, alveg ótrúlega skrítnar myndir. Í boði verða þrjár gríðarlega skrítnar myndir.
En þegar þú ert í bíói þá
ertu fastur þarna í
salnum og verður að horfa á
þetta og það gerir það einfald-
lega að verkum að maður verður
reynslunni ríkari.
Þeir Sjón og Hugleikur Dagsson auk Sigurjóns Kjartanssonar hafa starfrækt Svarta
sunnudaga í þó nokkur ár. Fréttablaðið/SteFán
7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r18 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B l a ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
0
-3
D
0
C
1
C
A
0
-3
B
D
0
1
C
A
0
-3
A
9
4
1
C
A
0
-3
9
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K