Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 07.04.2017, Qupperneq 24
Kettirnir sem dvelja í kotinu koma víða að. Sumir eru villikettir sem eru að jafna sig eftir geldingu og kettlingar sem finnast á víða- vangi. Aðrir koma af heimilum þar sem ekki var nægilega vel hugsað um þá eða ekki hægt að hafa þá vegna ofnæmis. Þeir kettir bíða þess að komast á ný heimili. „Ég reyni að hafa ekki fleiri en tíu ketti í kotinu í einu en svo koma oft upp aðstæður þar sem þeir verða fleiri. Til dæmis var fimmtíu köttum sem bjuggu við slæmar aðstæður á heimili bjargað um daginn. Nokkrir þeirra eru hér hjá okkur í kotinu,“ segir María. Gefandi sjálfboðaliðastarf Hópur sjálfboðaliða gengur vaktir og hugsar vel um kisurnar í kotinu yfir daginn. „Þetta eru skemmtileg- ar konur sem eru heima á daginn af ýmsum ástæðum. Fólki finnst starfið gefandi og sumir nýta tæki- færið til að umgangast kisur þarna af því það er ekki hægt á heimilinu vegna ofnæmis. Rekstur slíks kattaheimilis er ekki ókeypis enda þarf bæði mat og annan aðbúnað. „Við fáum enga styrki frá ríki eða sveitar- félögum. Það eru einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja starfið með matar- og peningagjöfum,“ segir María. Nýverið stofnuðu Villi- kettir Snap chat-reikning sem fjöl- margir fylgjast með. María telur að snappið hafi aukið mjög áhuga á starfinu. „Fólk tengist persónulegar við starfið og er duglegt að bjóða fram aðstoð sína.“ Fleiri vilja kettlinga María segir ganga ótrúlega vel að koma köttum á ný heimili, sér í lagi eftir tilkomu snappsins. Hún segir þó að flestir heillist af litlum loðnum kettlingum meðan eldri kettir sitji oftar eftir. „Það er leiðinlegt því þessir gömlu krump- uðu eru alveg yndislegir. Mér finnst að fólk ætti frekar að velja ketti út frá skapgerð og karakter en útliti.“ Villikettir lifa betra lífi Suma villiketti má venja við manninn og gera að heimilis- köttum, aðrir eru villikettir í eðli sínu og er sleppt á sín svæði á ný og þeim gefið úti við. „Þeir bjarga sér alveg sjálfir en mikil- vægt er að gelda þá svo læðurnar séu ekki að burðast með kettlinga úti í snjó og vondu veðri,“ segir María sem finnur mikinn mun á villikattasamfélaginu í hrauninu. „Þeim hefur fækkað mikið, nú eru þetta bara þessir gömlu góðu, og reyndar eru nokkrir þeirra fluttir inn í þvottahúsið hjá mér, manninum mínum til lítillar gleði enda með kattaofnæmi,“ segir hún glettin en bætir við að hann láti það yfir sig ganga. „Ég er svo vel gift.“ María Krista býr rétt utan bæjarmarka Hafnarfjarðar, aðeins afskekkt og úti í hrauni. „Hraunið er alger paradís fyrir villiketti enda var ég farin að taka eftir fjölmörgum slíkum hér nærri heimilinu, sérstaklega á sumrin. Þá voru litlir kettlingar að dúkka upp í garðinum sem við vissum ekki hvað ætti að gera við. Í tvö ár gaf ég villiköttunum að borða öðru hvoru en sinnti þeim ekki að öðru leyti enda vissi ég ekki hvert ég ætti að leita,“ segir María. Þegar hún frétti af stofnun félagsins Villi- katta hringdi hún í konurnar sem stóðu að félaginu. „Þá hafði læða gotið í þriðja sinn fyrir utan hjá mér og var komin alveg upp að hurðinni hjá mér. Þær mættu um leið og hjálpuðu mér. Plötuðu mig síðan í kjölfarið í starfið með sér,“ segir hún glettin. Eftir það hefur hún séð um svæðið í kringum heimili sitt en starfið snýst um að gefa villiköttum, fanga þá, gelda og sleppa þeim síðan aftur. „Við höfum örugglega gelt í kringum 35 til 40 ketti bara í hrauninu hér.“ Verslun varð að kattahóteli Í bakgarðinum hjá Maríu er lítið kot, eða sumarbústaður. Þar rak hún verslun um tíma en húsið stóð autt eftir að verslunin flutti á Lauga- veginn. „Þetta átti nú ekki að verða kattahótel en svo þróaðist það bara þannig,“ segir María hlæjandi en hún hefur verið að snyrta húsið og umhverfi þess þannig að það lítur út eins og snotrasta hótel. Villiköttum í hrauninu hefur fækkað mikið, nú eru þetta bara þessir gömlu góðu, og reyndar eru nokkrir þeirra fluttir inn í þvottahúsið hjá mér. María Krista Hreiðarsdóttir Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Nýverið stofnuðu Villikettir Snapchat- reikning sem fjölmargir fylgjast með. María Krista með einn af íbúum kotsins. Mynd/GVA Hver getur sagt nei við svona svip? Einn af kettlingunum sem fannst illa til reika í húsi með 50 öðrum köttum. Kettirnir hafa útiaðstöðu til að anda að sér frísku lofti. Með kattahótel í garðinum Í koti dýraverndunarfélagsins Villikatta dvelja oftast tíu eða fleiri kettir sem bíða nýrra eigenda. Kotið er í bakgarði Maríu Kristu Hreiðarsdóttur. 6 KynnInGARBLAÐ FÓLK 7 . a p r Í l 2 0 1 7 F Ö S T U dAG U R 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 0 -5 F 9 C 1 C A 0 -5 E 6 0 1 C A 0 -5 D 2 4 1 C A 0 -5 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.