Fréttablaðið - 07.04.2017, Síða 28
Garður er bær þar sem gott er að búa með börn. Hér búa um fimmtán hundruð manns
og öll grunnþjónusta er til staðar.
Í leikskólanum eru um 90 börn og
um 210 nemendur í grunnskól-
anum. Svo er Fjölbrautaskóli Suður-
nesja í næsta nágrenni. Íbúum
hefur fjölgað um sex prósent á einu
ári og sveitarfélagið er að vinna í að
auka framboð á íbúðalóðum. Við
finnum þegar fyrir aukinni eftir-
spurn eftir lóðum,“ segir Magnús
Stefánsson bæjarstjóri.
Gott íþrótta- og menningarlíf
Í Garði er lögð mikil áhersla á gott
íþrótta- og menningarlíf. „Hér er
mjög fín íþróttamiðstöð með góðri
aðstöðu fyrir íþróttir og tómstund-
ir barna og fullorðinna. Íþrótta-
miðstöðin er fullbúið íþróttahús
fyrir alla íþróttaiðkun og keppt er
í íþróttagreinum á borð við körfu-
bolta, fótbolta og handbolta, þá er
fullbúin og glæsileg líkamsræktar-
stöð. Sundlaugin hér í Garði er 25
metra löng með heitum pottum,
vaðlaug, gufubaði, flottri renni-
braut og góðri aðstöðu til sólbaða,“
segir Magnús.
Á Byggðasafninu við Garð-
skaga er áhugavert safn muna sem
tengjast lífi og störfum Garðbúa
í gegnum tíðina. Þá er gaman að
heimsækja Unuhús, sem er gamla
heimili Unu í Garði en því er
haldið við eins og hún skildi við
það. Garðskaginn er mikil náttúru-
paradís og fegurðin óviðjafnanleg.
Sólsetrið töfrar marga og á kvöldin
yfir veturinn má oft sjá norðurljós.
Að sögn Magnúsar koma margir
gestir gagngert til að skoða norður-
ljósin.
Fjölbreytni í atvinnulífi
Sjávarútvegur er mikilvæg atvinnu-
grein í Garði og margir sem byggja
afkomu sína á honum. „Suðurnesin
eru eitt atvinnusvæði. Fólk sækir
vinnu á flugvöllinn, í Sandgerði,
til Keflavíkur og á höfuðborgar-
svæðið. Ferðaþjónustan er að
sækja í sig veðrið en hingað koma
um 200 þúsund gestir á ári og nóg
pláss fyrir fleiri. Hér er hótel í bygg-
ingu, Hotel Lighthouse Inn, sem
verður opnað í maí. Svo er verið að
byggja upp afþreyingarþjónustu á
Garðskaga. Á sumrin er starfrækt
kaffihús í Gamla vitanum sem var
byggður árið 1897 og er næstelsti
viti landsins. Í nýja vitanum, frá
1944, verða margs konar sýningar,“
upplýsir Magnús.
Tjaldsvæði er á Garðskaga, en þar er
einnig veitingahúsið Röst.
Listahátíð barnanna er mjög stór viðburður í bænum og í ár er hún haldin í tólfta sinn.
Þetta byrjaði allt árið 2006 með
því að einn lítill leikskóli ætlaði
að halda litla listahátíð fyrir for-
eldra barnanna í Duus-húsunum,
sem eru lista- og menningarhúsin
okkar. Við tókum þessa hugmynd
og þróuðum hana áfram. Smátt og
smátt bættust við fleiri leikskólar
og núna er staðan þannig að allir
leikskólarnir tíu, allir sex grunn-
skólarnir, listnámsbrautin við
fjölbrautaskólann, dansskólarnir
tveir og tónlistarskólinn taka þátt
í hátíðinni,“ segir Guðlaug María
Lewis, fræðslufulltrúi menningar-
mála og verkefnisstjóri hátíðar-
innar í Reykjanesbæ.
Þema ákveðið að hausti
Að hausti er þema ákveðið fyrir
listahátíðina til að vinna út frá, líkt
og gert var strax í upphafi, að sögn
Guðlaugar. „Við höfum verið með
alls kyns þema í gegnum árin, eins
og hafið og himininn, afmæli, sögur
og ævintýri og tröllin og fjöllin. Í ár
er þemað Dýrin mín stór og smá.
Á hátíðinni hafa grunnskólanem-
endur sýnt úrval úr list- og verk-
greinum en öll Duus-húsin hafa
verið lögð undir listahátíðina. Leik-
skólabörnin hafa búið til veröld úr
stórum skúlptúrum og lýsing og
hljóð eru notuð til að skapa réttu
stemninguna. Gestir ganga því inn í
töfraveröld.“
Vinsælasta sýning ársins
Sýningin stendur yfir í tvær til þrjár
vikur og er alltaf mjög vel sótt, enda
lífgar hún mikið upp á bæinn og
skapar góða stemningu. „Sýningin
í Duus-húsunum er sú allra vin-
sælasta yfir árið og við fáum á milli
þrjú og fjögur þúsund gesti. Þessi
hátíð snertir nánast allar fjölskyld-
ur í bænum,“ upplýsir Guðlaug.
„Svo höfum við spunnið í kringum
þetta dag fyrir fjölskylduna. Þar er
boðið upp á listasmiðjur og ýmis-
legt tengt þessu.“
Hæfileikahátíð í Stapanum
Í kringum listahátíðina hafa skap-
ast margs konar spennandi verk-
efni. Eitt þeirra er hæfileika hátíð
grunnskólanna sem í ár verður
haldin þann 5. maí í Stapanum.
Þar verður sýnt úrval úr árshátíðar-
atriðum úr öllum grunnskólum
bæjarins.
Annað verkefni snýr að sam-
tvinnun tónlistar og myndlistar.
„Eftir að Hafliði Hallgrímsson,
tónskáld og myndlistarmaður,
færði Listasafni Reykjanesbæjar
rúmlega 20 verk, hafa nemendur
úr tónlistarskólanum og mynd-
listarnemar úr grunnskólunum
unnið út frá þessum verkum. Þeir
spila út frá myndlistinni og mála
verk út frá tónlistinni. Úr þessu
verður skemmtilegur gjörningur
sem fluttur verður á hátíðinni. Í
raun má segja að hátíðin snerti
flestar fjölskyldur í bænum þar
sem leikskólabörn bæjarins, flest
grunnskólabörnin og einnig eldri
nemendur eru beinir þátttakendur í
listahátíðinni,“ segir Guðlaug.
Þetta byrjaði með
því að lítill leikskóli
ætlaði að halda listahátíð.
Guðlaug María Lewis
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Skessan í hell-
inum tekur á
móti gestum og
gangandi.
„Þetta byrjaði allt árið 2006 með því að einn lítill leikskóli ætlaði að halda
litla listahátíð fyrir foreldra barnanna í Duus-húsunum,“ segir Guðlaug.
Í kringum listahátíðina hafa skapast
margs konar spennandi verkefni.
Listahátíð barnanna undirbúin
Undirbúningur Listahátíðar barna í Reykjanesbæ er í fullum gangi. Hátíðin verður sett 4. maí með
pompi og prakt og stendur yfir í 2-3 vikur. Hún er einn vinsælasti viðburður ársins í bænum.
Gott að búa með börn í sveitarfélaginu Garði
Fagleg þjónusta
við íbúa, góðir
leik- og grunn-
skólar og fjöl-
breytt íþrótta- og
tómstundastarf-
semi er í fyrirrúmi
hjá sveitarfélag-
inu Garði.
Íbúum í Garði hefur fjölgað um 6% á einu ári og sveitarfélagið er að vinna í að auka framboð á íbúðalóðum.
Garður er bær þar
sem gott er að búa
með börn. Hér búa um
fimmtán hundruð manns
og öll grunn-
þjónusta er
til staðar.
Magnús Stefáns-
son bæjarstjóri
4 KYNNINGARBLAÐ 7 . a p R í L 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
0
-3
8
1
C
1
C
A
0
-3
6
E
0
1
C
A
0
-3
5
A
4
1
C
A
0
-3
4
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K