Fréttablaðið - 07.04.2017, Síða 52

Fréttablaðið - 07.04.2017, Síða 52
Farðu inn á Glamour.is og fáðu daglegar fréttir úr heimi hönnunar, lífsstíls og tísku. l Facebook l Instagram l Twitter glamour Aprílblað Glamour er komið út og er að venju stútfullt af fjölbreyttu efni! Forsíðuþátturinn er úr smiðju Silju Magg þar sem persónulegur stíll er rauði þráðurinn. Í blaðinu er að finna í 57 blað- síðna kafla um förðun og fegurð þar sem Harpa Káradóttir fer yfir allt sem við þurfum að vita um strauma og stefnur í förðunarheim- inum fyrir sumarið. Stórglæsilegur kafli þar sem lesendum er leiðbeint í gegnum frumskóg snyrti- varanna á aðgengilegan hátt. Hvernig eigum við til dæmis að nota bleika litinn sem tröllríður nú öllu? Einnig er að finna allt um fylgihluti í blaðinu. Skór, töskur, belti og síðast en ekki síst eyrna- lokkar sem eru nú sjóðandi heitur fylgihlutur fyrir sumarið. Við förum yfir hvernig við getum verslað með góðri samvisku og í blaðinu er að finna áhugavert viðtal við hárgreiðslukonuna Fríðu Svölu Aradóttur sem hefur starfað í Hollywood í 40 ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur í viðtal í íslenskum fjölmiðli og þó að þú kannist ekki við nafnið þá er nokkuð víst að þú hefur séð handbragð hennar á hvíta tjaldinu. Bjútíbiblía Glamour er komin út! Allt sem er gult gult … Þó að hið klassíska páskahret hafi gert vart við sig er tilvalið að hressa sig við með gulum klæðum. Guli liturinn getur verið erfiður en með því að blanda honum saman við svartan, hvítan, gráan eða fjólubláan getur hann fært okkur smá sólskin í fataskápinn. Gul smáatriði hressa svo sannarlega upp á fataskápinn. Hér má sjá hvað guli liturinn getur gert mikið fyrir annars svart dress. Gular yfirhafnir setja punktinn yfir i-ið. Gult frá toppi til táar er aðal- málið þessa stundina. 7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r32 l í F i ð ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 0 -4 1 F C 1 C A 0 -4 0 C 0 1 C A 0 -3 F 8 4 1 C A 0 -3 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.