Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.04.2017, Qupperneq 2
2 FRtTTIR ■ FRÉTTABLAÐIÐ 10. APRÍL 2017 MÁNUDACUR Veöur ■*! cO Grunur um ólöglegar rannsóknir 2*4-5 Ö 2*4-5 -r* I Suðaustanátt og slydda eða snjókoma sunnan-ogvestantil. Rigníngvið suðvesturströndina. Dálitil snjókoma norðan-ogaustanlands SJÁSÍÐU22 Milljónir manna í hættu Maria Pálsdóttir að setja sig í spor hjúkrunarkonu frá timabilinu. mynd aðsend ábendingar og það er dásamlegt, þetta tengist eiginlega inn í allar fjölskyldur landsins." María tekur þátt í viðskiptahrað- linum Startup Tourism um þessar mundir, en þeim tíu vikna hraðli lýkur í lok mánaðarins. Hún segir það mjög gott að hafa aðgang að öðrum í sömu sporum, sem og leiðbeinendunum sem koma að hraðlinum. „Við erum öll með margar sömu spurningarnar og svipuð vandamál til að leysa. Ég er búin að hitta fullt af frábæru fólki sem er búið að hjálpa mér.“ María leitar nú eftir fjárfestum inn í verkefnið en þann 28. apríl stendur Startup Tourism að opnum fjárfestadegi þar sem hægt verður að hlusta á kynningar allra teymanna. saeunn(a)frettabladid.is Á meðal verkefna í Startup Tourism í ár • Traustholtshólmi: Einstök eyj í Þjórsá sem verið er að þróa sem sjálfbæran og umhverfis vænan áfangastað • Coldspot: Boðar nýjan ferðamáta, hverferð verður einstakt sambland af likam- legri áskorun, ferðalagi inn á við, mögnuðum upplifunum náttúru, og stafrænni afeitru • Bergrisi: Hugbúnaðurinn Álf- heimar sem heldur utan um rafræn viðskipti • Arctic Trip: Nýstárlegar og sai félagslega ábyrgar ferðir á og við Grímsey AFRiKA Hungursneyð ríkir nú í Suð- ur-Súdan og að auki eru Jemen, Níg- ería og Sómalía á barmi hungurs- neyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum, segir í tilkynningu frá UNICEF á íslandi sem hefur í dag neyðarsöfnun fyrir vannærð börn á þessum stöðum. „Þegar hafa fjölmargir hér á landi stutt við neyðaraðgerðir UNICEF í Suður-Súdan og það veitir oklcur von að finna þann mikla stuðning. Þar sem hungursneyð vofir nú yfir i þremur ríkjum til viðbótar höfum við ákveðið að blása til sérstakrar neyðarsöfnunar til að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum," segir Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á fslandi. Nærri 1,4 milljónir barna eru í lífshættu í löndunum fjórum og gætu dáið af völdum alvarlegrar vannæringar. Alls ógnar hungurs- neyð nú lífi allt að 20 milljóna manna. Hægt er að styrkja söfnun- ina með því að senda sms-ið BARN í nr. 1900 og verða þá gjaldfærðar 1.000 lcrónur.-jhh KS hagnast um 1,3 milljaröa VIDSKIPTI Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári var 1.367 milljónir króna. Frá þessu er greint í Feyki en aðalfundur Kaupfélagsins fórffam um helgina í matsal Kjötaf- urðastöðvarinnar á Sauðárkróki. Þórólfur Gislason kaupfélags- stjóri sagði á fúndinum að rekstur á síðasta ári hafi verið sambærilegur og árið2015. Heildartekjur kaupfélagsins lækkuðu lítið milli ára og voru 31,2 milljarðar árið 2012. Þá var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 4,2 milljarðar sem er sama tala og árin 2015 og 2014. Laun og launatengd gjöld voru 7,5 milljarðar króna á síðasta ári. Eigið fé, ásamt hlutdeild minnihluta, nam 27,8 milljörðum króna í árslok. - þea Rannsóknarskipið Seabed Constructor við bryggju í Reykjavík. Grunur er um að skipið hafi stundað ólöglegar rannsóknir í lögsögu íslands. „Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna máliö frekar,” sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar. fréttablaðið, eyþór Fjöldamótmæli víöa í Serbíu SERBiA Hundruð þúsunda hafa mót- mælt kjöri Aleksandars Vucic, nýs forseta Serbíu, frá kosningunum sem fóru fram 2. apríl síðastliðinn. Var gærdagurinn engin undantelcning og greindi Independent frá því að þús- undir hefðu barið í potta og pönnur fyrir utan stjómarráðshús Serbíu. Tveggja umferða kosningakerfi er í Serbíu en ekki þurfti að kjósa tvisvar þar sem Vucic fékk 55 prósent atkvæða í fyrstu umferð. Næstflest atkvæði fékk Sasa janlcovic, sextán prósent. Samkvæmt AP eru flestir mót- mælenda nemar. Telja mótmælendur flokk Vucic, SPP, spilltan og hafa hag- rætt kosningunum með þvi að koma í veg fyrir að ríkisfréttastofan RTS upp- lýsti almenning. Þá segir í frétt Independent að mótmælendur telji sig ekki fá fjöl- miðlaathygli sem skyldi ogfjölmiðlar hundsi mótmælin vísvitandi. - þea Setur upp sýningu á gamla berldahælinu Stefnt er aö opnun á setri um sögu berklanna í maí 2018. Frumkvööullinn aö baki setursins tekur þátt í viöskiptahraólinum Startup Tourism. Hún segir gaman fyrir feröamenn aö kynnast líka erfiöleikum í sögu lands. VIDSKIPTI „Þetta er þannig að ég ætla að opna í maí 2018 setur um sögu berklanna, annars vegar sýn- ingu og hins vegar kaffihús sem verður í anda fjórða áratugar síð- ustu aldar. Þetta verður á Kristnesi sem er dásamlegur staður, tíu kíló- metra sunnan við Akureyri. Þar var annað berklahæli landsins reist árið 1927,“ segir María Pálsdóttir, leik- kona og frumkvöðull. „Þetta eru æskustöðvarnar mínar. Hugmyndin kviknaði þegar ég var að rölta þarna um og sá hvernig hlutirnir voru aðeins að drabbast niður. Ég ákvað að gera eitthvað í málunum," segir María. Hún segir sögu berklana ein- staklega merkilega og er hún búin að sökkva sér ofan í hana síðast- liðið árið. „Þetta er stórmerkilegur tími og svakalegur sjúkdómur sem geisaði hérna snemma á 20. öldinni. Engin lyf voru til fyrr en upp úr miðri öldinni. Fólk var tekið og sett í einangrun, margir voru ungir og vissu ekki hvort þeir næðu þrítugs aldri," segir María. Sýningin mun vera upplifunar- tengd. „Eg vil hafa þetta meira eins og leikhús, að fóllc gangi inn í ein- hvern heim. Það verða sjónrænar lausnir, myndir, myndupptökur, og hljóðheimur. Markmiðið er að fræða fólk um þennan sjúkdóm og segja þessar persónulegu sögur sem eru margar magnaðar," segir María. Hún hefur stofnað Facebook-síðu í kringum setrið og biðlar til fólks sem hefur áhugaverða sögu að segja af ættingjum með berkla, eða á ljós- myndir eða muni frá berklatíman- um, að hika eklci við að senda slcila- boð. „Mér eru endalaust að berast

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.