Fréttablaðið - 10.04.2017, Side 6

Fréttablaðið - 10.04.2017, Side 6
6 FRÉTTIR • FRÉTTABLAÐIÐ 10. APRÍL 2017 MÁNUDAGUR Björguöu 19 frá sjóræningjum SÓMALÍ A Nítján meðlimum áhafnar túvalúsks gámaskips var bjargað undan sómölskum sjóræningjum á Adenflóa í gær. Snemma í gærmorg- un sendi áhöfnin út neyðarkall. Sltip frá þremur löndum brugðust skjótt við. Komu herskip frá Ind- landi, Kína og Pakistan áhöfninni til bjargar en meðlimir áhafnar höfðu læst sig inni í öryggisbyrgi skipsins sem var sérstaklega hannað fyrir uppákomur sem þessa. I yfírlýsingu frá indverska hernum segir að sjóræningjarnir hafí verið farnir þegar kínverskir hermenn fóru um borð í túvalúska skipið. Fyrsta sjórán sómalskra sjóræn- ingja í fimm ár var framið í mars- mánuði. Var þetta því annað sjó- ránið á skömmum tíma. - þea Uber gert aö fara frá Ítalíu iTALlA Leigubílaþjónustunni Uber hefur verið gert að hætta allri starf- semi á Ítalíu. Reuters greindi frá og sagði dómstól í Róm kveða upp dóm þess efnis þar sem Uber sé ósanngjörn samkeppni við hefð- bundna leigubílaþjónustu. Rökstuðningurinn að baki dómn- um er sá að Uber sé samgöngufyrir- tæki sem virði ekki lög um sam- göngur. Samgönguyfirvöld fái til að mynda eklti að ákveða fargjald. Þar af leiðandi gætu hefðbundnar leigubílaþjónustur ekki verið sam- keppnishæfar í verði. - þea Hungursneyö yfirvofandi Sómalskur maður á sínu nýja heimili, tjaldbúðunum í Kaxda-úthverfi höfuðborgarinnar Mogadishu. Sómalía er á barmi sinnar þriðju hungursneyðar í 25 ár. AFP greindi frá þessu í gær. í síðustu hungursneyð, árið 2011, létust 260.000 manns. Þar af helmingurinn börn undir fimm ára aldri. nordicphotos/afp Konur greiöa meölag í auknu mæli Kvenkyns meölagsgreióendum hefur fjölgaö undanfarin ár þrátt fyrir aö einstæöir feöur séu enn einungis eitt prósent affjölskyldu- mynstrum íslendinga. Forstööumaöur hjá Innheimtustofnun sveitaifélaga segir engan mun á karlkyns og kvenkyns greiöendum. SAMFÉLAC Konum sem greiða með- lag vegna bama sinna hefúr fjölgað um 76 prósent frá aldamótum og hafa nú aldrei verið fleiri. Konur eru nú um sex prósent þeirra sem greiða meðlag vegna bama sinna. Árið2016greiddu 727konurmeð- lag samanborið við 409 árið 2001. Töluvert stökk var í hlutfalli kvenna á meðal meðlagsgreiðenda árið 2012 en þá fjölgaði konum um 125 á milli ára, og urðu 674 talsins. Síðan hefúr konum á meðal meðlagsgreiðenda fjölgað jafntogþétt Konur eiga þó ekkert í karla sem greiða meðlag en 10.989 karlar greiða meðlag á íslandi, samkvæmt tölum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Á sama tíma hefur einstæðum Börn koma frá ólíkum fjölskyldum. fréttabladio, vilhelm 2f II <S: S'rl fl| III 121 fi! III Beltone Legend'" Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. HEYRNARSTÖÐIN Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is feðrum fjölgað um tæplega 60 pró- sent. Árið 2016 voru þeir 1146 tals- ins en um aldamótin voru þeir 720 talsins. Einstæðum mæðrum hefur á sama tíma ijölgað um 22 prósent sem helst noklturn veginn í hendur við mannfjöldaþróun en íslendingum hefur fjölgað um 19 prósent frá alda- mótum til ársins 2016, miðað við tölur frá Hagstofú íslands. „Þetta er svona eitt af fjölmörgu sem sýnir hvernig samfélagið er að breytast á margvíslegan hátt. Ef að fólk er í raun að skipta börnunum jafnt á milli sín þá hlýtur þetta að vera réttiátt en svo þarf auðvitað að taka tillit til launa og aðstöðu for- eldra,“ segir Kristín Astgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. „Meðlagið var tekið upp á sínum tíma, snemma á tuttugustu öldinni, til að tryggja mæðrum að þær hefðu nú eitthvað fyrir sig og börnin sín. Þær voru yfirleitt á miklu miklu lægri launum og margar mjög fátækar. Ég held að þetta beri vott um það að fólk sé í samkomulagi að skipta þessu á milli sín enda er þetta til að tryggja barninu betri aðbúnað." Bragi R. Axelsson, hjá Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, segir að stofn- unin finni ekki mun á ltvenlcyns meðlagsgreiðendum og karlkyns þegar kemur að skilum. Um ára- mót haf! tólf konur fengið afskrifaða meðlagsskuld, að hluta eða í heild. snaeros@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.