Fréttablaðið - 10.04.2017, Page 56

Fréttablaðið - 10.04.2017, Page 56
Til ungsfólks. Á hverjum degi dynja á okkur fréttir um hversu ómögulegt það sé að eignast íbúð. Sérfræðingar lýsa áhyggjum og draga kjarkinn úr ykkur sem þurfið - og ætlið - að eignast eigið húsnæði. Við skiljum að fólk sé áhyggjufullt. Við vitum að ástandið er ekki gott. En á sama tíma hafa þessi skilaboð til ungsfólks líkasttil aldrei verið mikilvægari: EKKIGEFAST UPP. Hvort sem þú kaupir fljótlega, eftir ár eða síðar, þá er fyrsta skrefið að vera með plan. Þvífyrr sem þú byrjar, því betra. Plönin eru auðvitað ólík, því ekki geta allir bætt við sig vinnu, selt bílinn eða flutt tímabundið heim til tengdó. Það hefur alltaf verið erfitt að eignast sína fyrstu íbúð - spyrðu bara mömmu og pabba eða ömmu og afa. Það tekur á, það kostar málamiðlanir og þolinmæði, en þegar upp er staðið margborgar það sig að halda áfram og leggja ekki árar í bát. Undanfarið höfum við safnað sögum af ungu fólki sem, með því að hugsa hlutina upp á nýtt og leggja hart að sér, hefur gert plan og þannig tekist að eignast eigið húsnæði. Þeirra sögum ætlum við að deila ívon um að þær verði þér hvatning og innblásturtil að ná þínu markmiði. Ráðgjafar okkar hafa einsett sér að veita þér allar þær upplýsingar og liðsinni sem þú þarft við að gera þitt plan og fylgja því eftir. Það verður kannski ekki auðvelt en ... ÞAÐ ER HÆGT. Starfsfólk íslandsbanka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.