Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar Frá okkar manni íAfríku Atvinnumálin - Hvað er framundan? Það verður ekki með sanni sagt, að fólk í þessu byggðarlagi þ.e. Dalvík og nágrenni, hafi ekki haft næg verk að vinna á undanförnum árum. Sá vöxtur og hagsæld, sem hér hefur orðið og hvacvetna blasir við í bygg- ingum og búnaði manna, ber þess ótvírætt vitni að menn hafa ekki setið með hendur i vösum þessi árin. Það fer ekki milli mála, að undirstaðan undir uppbygging- unni hér er útgerðin og fisk- vinnslan, sem á henni byggist. Án þess að annað sé vanmetið má fuliyrða, að rekstur togskipa Útgerðarfélags Dalvíkinga, sem varð tvítug á síðasta ári, og rekstur frystihúss ÚKE, sem er miklu eldra fyrirtæki, hafi haft úrslitaþýðingu i þessu efni, enda fer um hendur þessara aðila um 70% af öllum fiski, sem til Dalvíkur bérst. Það eru ekki ýkjur þótt sagt sé, að þessi fyrirtæki hafi siglt af miklu öryggi og áfallalaust um úfinn sjó íslensks efnahagslífs undan- genginna áratuga. Auk þessa er hér skylt að minna á vaxandi gengi smærri útgerðaraðila, sem verka eiginn afla og eru rekin af dugnaði og miklum myndarskap. Þetta ásamt landbúnaðinum er og hefur verið grunnatvinnu- vegur byggðarlagsins frá alda öðli og verður það án efa framvegis. Önnur atvinnustarf- semi er að langmestu leyti byggð á þessari undirstöðu svo sem byggingariðnaður allur og þjón- ustustörf. Þrátt fyrir þá björtu mynd, sem hér er dregin upp, verður að segjast, að það liggur alls ekki í augum uppi við hvað það fólk á að starfa, sem kemur á vinnu- markaðinn hér á næstu árum, ef það á að haldast í heimabyggð. í landbúnaði erengin nýatvinnu- tækifæri að sjá í bráð, nema að hins stórmyndadega. minkabús á Böggvistöðum og fóðurgerð- arinnar þar. Fiskveiðar má heldur ekki auka um sinn og vandséð hvernig fiskvinnsla á að geta tekið við meiri mannafla. Það er enginn vafi á þvi að nú er þörf á meiri hugkvæmni og meira framtaki til að finna og takast á við ný verkefni á sviði smáiðnaðar í þessu byggðarlagi. Þar hafa sumir gert miklu betur en Dalvíkingar. Nú er í gangi mikil umræða um norðlenska iðnaðarupp- byggingu. Þar er m.a. á dagskrá stofn-og staðsetning orkufreks iðnaðar í sambandi við stór- aukna raforkuframleiðslu. Svo er talið, að bestskilyrði séu fyrir slíkt hér í Eyjafirði. Á þessa kosti verða menn að horfa fordómalaust, svo að notuð séu orð núverandi iðnaðarráðherra. Það auðveldar málið, að nú eru flestir orðnir sammála um, að slíkur iðnaður geti og eigi að vera í okkar eigin höndum. Ennfremur að mengunarmál i því sambandi eru nú fullkom- lega viðráðanlcg og verða aldrei látin þróast með þeim hætti sem varð í Straumsvík. En hvernig má hugsanleg stóriðja hafa áhrif á atvinnumái okkar byggðarlags önnur en þau helst að draga frá okkur mannafla inn með firði? Þannig, ef til vill, aðekki þyki aðlaðandi, að setja stóriðjuver niður nærri þéttu byggðinni við fjarðarbotn- inn, heldur fremur norðar með vesturströndinni. Þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að fólk búsett á Dalvík eða jafnvel í Svarfaðardal sækti vinnu sína heimanað frá sér á þann stað, rétt eins og Akurnesingar fjöl- menna til vinnu dag hvern inn að Grundartanga. í þessu sambandi kann þaðað hafa afgerandi þýðingu, að á næstu 3-5 árum verður lokið lagningu fyrsta flokks hrað- vísu í. loðdýrarækt. Þar eru brautar frá Dalvík, um nýja brú ónotaðir miklir möguleikar á Svarfaðardalsá og allar götur sem m.a. byggjast á nærveru til Akureyrar. H. E. Þ. Norðurslóð fer víða. Áskrifandi í Afríku sendi lesendabréf á dög- unum. Baldvin Gíslason skip- stjóri sem er Svarfdælskar ættar, sonur Sigríðar Baldvinsdóttur (Siggu Bald), vinnur á vegum „aðstðar íslands við þróunar- löndin“ og býr í Mombasa Kenya. Baldvin var skipstjóri á Arnarborg sumarið'1978 og bjó þá með fjöldkyldu sinni á Hamri. í bréfinu kemur Baldvin víða við, og birtum við hér hluta af því: Eg þakka kærlega fyrir blaðið það er mjög gaman að fá það hingað á suðurslóð, sérstaklega finnst mér gaman að sjá frétt- irnar úr heimabyggðinni, en þær eru í fullu gildi hér sunnan miðbaugs. Sem sagt blaðið er lesið upp til agna af allri fjölskyldunni. Eftir að við yfirgáfum Dalvík (Hamar við Dalvík) í ágúst 1978 lá leiðin til Kenya, en hér er ég við kennslu og þjálfun sjó- manna og er jafnframt skip- stjóri á 122 tonna skuttogara sem er n.k. rannsóknarskip í eigu Kenyastjórnar. Aðstoð Is- lands við þróunarlöndin kostar þessa hjálparstarfsemi sem var sú fyrsta sem nefndin réðist í sjálfstætt. Starfið hefur gengið vel og eru margir af sjómönnum búnir að læra margt t.d. í netaviðgerðum og uppsetningum, ásamt al- mennri sjómennsku, einnig læra þeir siglingafræði hjá mér heima í stofu, og í s.l. mánuði fékk sá fyrsti stýrimannaréttindi eftir að hafa gengist undir próf hjá viðkomandi yfirvöldum. Nú er hér sumar með 30-36 gráðu hita svo fátt minnir okkur á jól og snjó heima á Fróni, nema þá helst kötturinn okkar hún Snjólaug snjókoma eða Snjóka eins og hún er kölluð. Garðurinn er í fullum blóma svo ekki þarf nema að húkka sér appelsínur úr næsta tré eða þá kókoshnetu úr næsta pálmatré. I hömd faranú okkarfjórðujólí hitabeltinu (3ju í Kenya og ein í Bréfritari ásamt innfæddum að störfum sínum. N.Yemen) svo þesar aðstæður eru farnar að venjast all vel. Við reynum auðvitað að halda okk- ar jólasiðum að heiman t.d. borðum við íslenskt hangikjöt og harðfisk á jólunum en auðvitað er hugurinn aldrei meira heima hjá ættingjum og vinum en einmitt þá. Allavega verður ekki skroppið í heimsókn til frændfólksins á Dalvík á jóladag eins og svo oft áður fyrr. En þessar breyttu aðstæður við jólahaldið bjóða auðvitað upp á margskonar möguleika, ekki er ósennilegt að farið verði á baðströnd á aðfangadag og jólabaðið tekið í 25 gráðu heitum sjónum, einnig er ráð- gert að við förum í ferð upp í einn af þjóðgörðum Kenya og eyðum deginum þar með ljónum og þúsundum annarra villidýra í sínu raunverulega umhverfi. Betra er að ekki springi á bílnum inni í görðunum því aldrei er að vita hvar næsta ljón leynist. I síðustu viku héldu hindúar upp á sín jól og stuttu þar á undan múhameðstrúarmenn einnig og jafnframt uppá ára- mót, en nú voru það reyndar aldamót því samkvæmt þeirra tímatali er árið 1600 nú hafið. Mikið er um dýrðir hjá þessu fólki við þesskonar hátíðir. Af þessu sést að í hönd fara þriðju jólin á þessu eina ári þó auðvitað séum við ekki þátttakendur í þeim öllum heldur aðeins áhorf- endur. Skíðaparadís í Böggvisstaðaíjalli í haust hefur Skíðafélag Dal- víkur verið að byggja nýtt hús við diskalyftuna. Húsið varð fokhelt í nóvember og nú er langt komið að innrétta aðstöðu fyrir tímatökutæki sem Lions- klúbbur Dalvíkur var svo rausn arlegur að gefa Skíðafélaginu síðastliðið vor. Húsið verður einnig notað fyrir aðstöðu til viðgerða og viðhalds á-diska- lyftunni. Seinna er svo hugsan- legt að þarna verði innréttuð aðstaða þar sem fólk getur komið inn, sest niður og borðað nesti. í sumar voru svo lagðir kaplar um fjallið út frá húsinu, sem tímatökutækin verðatengd við, og verður þá hægt að taka tíma á mótum upp á 1 /100 úr sek. í vetur mun Skíðafélagið verða með starfsemi líka því sem verið hefur. Viðar Garð- arsson mun sjá um þjálfun þeirra sem lengst eru komnir í skíðaíþróttinni. En nú er hér á Dalvík ungt skíðafólk sem undanfarna vetur hefur verið í fremstu röð á millihéraðamót- um í alpagreinum. Þá verður líka reynt að halda námskeið fyrir alla sem vilja læra á skíði, bæði börn og fullorðna byrjendur og einnig aðra sem lengra eru komnir. Áhugi á trimm skíðagöngu hefur farið vaxandi á Dalvík, eins og víða annarsstaðar á landinu og mun Skíðafélagið reyna að halda opinni merktri göngubraut fyrir þá sem vilja ganga á skíðum í vetur,' og hugsanlega koma á kennslu í skíðagöngu og meðferð áburð- ar. Öll þessi starfsemi er auð- vitað mjög háð veðurfari, en síðasti vetur var mjög óhagstæð ur skíðafólki og gerði Skíða- félaginu erfitt fyrir með að halda þau námskeið sem efnt var til. Verð fyrir afnot af skiðalyft- unum verður sem hér segir: dag- kort 12 ára og y 500 13-15 ára 800 16 ára og el 1.700 10 daga kort félags- manna 3.500 5.500 ars- kort 12.000 18.000 12.00« 30.000 gkr. Þetta verð er sem fyrr með því lægsta sem er á landinu, t.d. kostar dagkort fullorðinna í Blá fjöllum 4.000 og árskort 60.000. Skíðafélagi Dalvíkur hefur borist bréf frá Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli þar sem þeir segjast munu starfrækja í vetur þjálfun- arleiðir fyrir unglinga í alpa- greinum ef næg þátttaka fæst. Námskeið þessi verða öllum opin og dvelur hver hópur frá sunnudagskvöldi til föstudags. Ftfrsti hópurinn gæti komið um 20. jan n.k. Leiðbeinendur verða kunnir skíðamenn frá Akureyri. Skíðalyftur Skíða- félags Dalvíkur hafa þegar verið opnaðar og verða opnar um jólin eftir því sem aðstæður leyfa, svo vonum við að sem flestir gefi sér tíma til að bregða sér á skíði í vetur og hressi þannig upp á líkaman og sálina. Gleðileg jól. Skíðafélag Dalvíkur. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.