Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 8
Kveðja frá Danmörku Norðurslóð hefur borist eftir- farandi bréf frá Danmörku,sem við birtum góðfúslega ásamt með lauslegri þýðingu á ís- lensku. STÓR UPPLIFUN. Leikfélag Dalvíkur hefur verið gestkomandi hjá okkur, þ.e.a.s. „Det litte Teater" - Litla leik- húsinu í Grásteini. Það var mikil upplifun að fá að sjá og heyra Saumastofuna. Erfitt var fyrir okkur að skilja málið, en áhugaleikarar ykkar léku eins og atvinrtumenn svo að með afburðarleik sínum og látbragði gerðu þeir okkur létt að fylgjast með efnisþræðinum. Enginn þátttakenda skal hér tekinn út úr öðrum fremur. Leiðsögn, leikur, tækni og músík, allt var í „toppklassa". Maður hafði það virkilega á tilfinningunni, að maður væri staddur á saumastofu. Det lille Teater er mjög ánægt með að vinir okkar frá íslandi gáfu sér tíma til að koma í heimsókn í Grásteinsskóla til að segja frá og sýna myndir frá íslandi. Ég hef verið beðinn að flytja kærar þakkir til Leik- félagsins frá fræðslustjóranum O. Knudsen. Nemendum okkar fannst mjög gaman að söng ykkar og myndasýningum og ég vona að þið gestirnir hafið fundið það. Því miður var heimsókn ykkar til Grásteins stutt, en bönd vináttu hafa verið knýtt milli Dalvíkur og Grásteins. Ég vona að þau bön, sem nú hafa verið bundin, muni halda um langa framtíð, þótt vegalengdin milli Dalvíkur og Grásteins sé mjög löng. Þessvegna vil ég ljúka máli mínu með - - sjáumst aftur - - Pá gensyn. Meö kœrri kveðju. Tage Nielsen form. I.itla leikhúss, Grásteini. "Det lille Teater" Grásten Grásten.den 17-11-1980 En stor oplevelse Leikelag Dalvikur- Dalvik's Amat^rteatergruppe - har gæstet os - d.v.'ð. "Det lille Teater" i Grásten. Det var en stor oplevelse at se og hore "Saumastofan". Sproget havde vi svært ved at forstá, men amaterskuespillerne spillede professionelt, sá de med deres fremragende spil og mímik gjorde os det let at folge med i handlingen. Vi, tilskuere, fik en meget stor oplevelse. Ingen af de medvirkende kan fremhæves frem for nogen anden. In- struktion,spil,teknik og musik var i topklasse. Vi oplevede det virkelig, som var vi i en systue. "Det lille Teater" er meget glad for, at vores venner fra Island ville give sig tid til at komme pá Grásten skole for at fortælle om og vise billeder om Island. Jeg er blevet bedt om at bringe en hilsen og tak til amatargruppen fra skoleinspekter O.Knudsen. Vores elever var glade for jeres billeder og sange, og jeg tror, at vores gæster kunne mærke det. Desværre var længdeh af besoget i Grásten kort, men der er blevet knyttet bánd mellem Dalvik og Grásten. Jeg háber, at de bánd, der er blevet skabt, vil holde i lang tid fremover, selv om afstanden Dalvik - Grásten er meget stor. Derfor vil jeg slutte med et — pá gensyn. Med, venlig hilsen Tage a.ge'Nielsen formand "Det lille Teater" Gr&sten MARGAR VONIR RÆTAST Miöi í happdrætti SIBS gefur góða vinningsvon nær2/3hlutar veltunnar fara í vinninga, og meira en f jóröi hver miöi hreppir vinning. Þar að auki á hver seldur miði þátt í því að aðrar vonir rætist. Vonir þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda — endurheimta afl og heilsu með þjálfun og störfum við hæfi. Árlega fá nær 600 manns þjálfun og vinnu að Reykjalundi og 40 öryrkjar starfa að jafnaði á Múlalundi. Og enn er átak framundan: nýþjálfunarstöðað Reykjalundi og nýtt húsnæði fyrir Múlalúnd. Almennur stuðningur landsmanna er lykillinn að árangursríku starfi SÍBS_____________________ Happdrætti SIBS MIÐAVERÐ ADEINS 2000GKR.20 NÝKR. Hæsti vinningur lOmilljónir gkr.f 100.000nýkr. 8 -NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.