Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 5
Þessa skemmtilegu frásögn sendi
Jóhann Pétursson Svarfdælingur
blaðinu snemma á þessu ári. Við
höfum geymt okkur þetta til
jólanna eins og gömlu mennirnir
geymdu sér feita bringukolla í
gamla daga.
Ekki man ég, hvaða ár það var
milli 1922 og 27, sem sú frétt
kom í Svarfaðardal, að úti í
hinum stóra heimi - víst í
Ameríku - væri búið að finna
upp tæki, sem hægt væri að
hlusta í, hvað fólk í margra
kílómetra fjarlægð væri að tala
um.
Þá varð mér á að segja sem
svo, að nú væri okkur ráðlegast
að gæta tungu okkar og forðast
að tala illa um náungann.
Seinna fréttist, að tæki þetta
væri nefnt útvarp.
Hvenær kom svo hið fyrsta
útvarpstæki í Svarfaðardal?
Ég hef heyrt einhvern segja,
að þeir Skeiðsbændur og bræð-
ur, Sveinn og Hjörtur, hafi flutt
fyrsta útvarpstækið inn í sveit-
Jóhann Kr.
Pétursson:
ina. Þetta efast ég hinsvegar um
að sé rétt. Ég hef alltaf staðið í
þeirri meiningu, að Vilhjálmurá
Bakka hafi fyrstur manna feng-
ið sér slíkt tæki í dalnum. Því til
staðfestingar hripa ég eftirfar-
andi greinarstúf.
Vilhjálmur á Bakka
Vilhjálmur var mikill ákafa-
maður, ósérhlífinn og duglegur,
stórbrotinn persónuleiki í orði
og verki - sérstaklega í verki.
Hjónin á Bakka, Vilhjálmur Einarsson og Kristín Jónsdóttir.
Aðalfundur Ferðafélags
Svarfdæla
Ferðafélagið hélt aðalfund í
barnaskólanum á Dalvík
sunnudaginn 7. des. Það helsta,
sem fram kom var eftirfarandi:
Félagið efndi til 7 gönguferða
á árinu 1980, 4 sumarferða og 3
vetrarferða. Gengið var yfir
Dranga til Ólafsfjarðar yfir
Reykjaheiði frá Ólfj. til Dal-
víkur, fram í Sveinsstaði frá
Kóngsstöðum, upp að Skeiðs-
vatni, yfir Heljardalsheiði, úr
Héðinsfirði til Ólíj. og upp á
Gljúfurárjökul frá Krosshóli.
Þátttakendur í þessum ferð-
um voru um 100.
Tungnahryggsskáli var smíð-
aður og bíður ferðar upp á
fjöllin annaðhvort með þyrlu
(sem gerist nú æ ólíklegra) eða
landleiðina og þá sennilega upp
úr Kolbeinsdal. Kostnaðurinn
er orðinn 1,7 millj. og styrkirtil
smíðinnar hafa fengist sem hér
segir: Frá Ferðafél. íslands 1
milljón, frá Menningarsjóði KEA
300.000 þús. og frá Isfilm hf.
200.000 þús., samtals 1,5 millj-
ónir. Þá unnu félagar í sjálf-
boðavinnu í 165 klst. við upp-
setningu gangnaskála Svarf-
aðardalshrepps á Sauðhúshóln-
um á Krosshóli, og var lagt fram
úr félagssjóði kr. 270.000 til
matvælakaupa fyrir smiu og
verkamenn. Á móti kemur, að
félagið fær afnot af skálanum í
samráði við fjallskilastjóra
hreppsins.
Lögð voru fram drög að
ferðaáætlun þessa vetrar. Eru
það 6 ferðir, einkum hugsaðar
sem skíðaferðir. Sú fyrsta er
fyrirhuguð að Krosshólsskála
frá Kóngsstöðum sunnudaginn
28. des. Er ætlunin að slá upp
kaffiveislu í nýja húsinu. Létt
ferð og skíði ekki endilega
nauðsynleg.
I stjórn félagsins eru nú
Hjörtur E. Þórarinsson Jóh-
anna Skaftadóttir, Jón Bald-
vinsson, Sveinbjörn Steingríms-
son og Trausti Þorsteinsson.
Ferðafélagar uppi á Stóruvörðu á Heljardalsheiði.
Ljósm. Eygló. Gunnarsd.
Þegar fyrsta útvarpið
kom í Svarfaðardal
Hann var vakandi fyrir öllum
nýjungum, sem gætu orðið til
heilla bændastéttinni og var
vanalega á undan öðrum, ásamt
Gísla völundi á Hofi, til að flytja
þær inn í sveitina.
Fyrstu og kannske þá einustu
„drossíu", sem sést hefur í
Svarfaðardal, flutti hann inn,
líklega frá Danmörku. Þetta var
fólksfiutningskerra með yfir-
byggðu tjaldefni, dregin af hesti.
Sennilega gerði hún ekki mikið
gagn, þar eð engir voru þá
vegirnir. En þar sem Dana-
kóngur notaði svona drossíu, er
hann fór á veiðar í Dyrehaven,
þá gat Bakkabóndinn alveg eins
eignast svona farartæki.
Vilhjálmur var búhöldur
mikill, sléttaði og ræktaði tún
sitt og engjar af fádæma kappi.
Hann sá, að það var alltof seinn
heyafli að sarga með orfi og ljá í
kargaþýfinu, jafnvel þótt hann
tæki það til bragðs stundum að
fá 13 bændur og húskarla til að
standa á spildunni í einu.
. Þá hlóðust oft vandamál á
Kristínu húsfreyju að fæða
þennan stóra karlahóp. En
alikálfi var slátrað í skyndi og
allt blessaðist.
Vilhjálmur fann t.d. upp
snúnings- og múgavél að mestu
sjálfur og með aðstoð Kristins
járnsmiðs á Dalvík varð þetta
mjög gagnlegur hlutur við
heyskapinn í mörg ár eða þar til
nýjar og fullkomnar vélar komu
til. Ég man vel veturinn 1927, er
Kristinn járnsmiður var að
smíða og lagfæra þessa vél eftir
ábendingu Vilhjálms. Og þegar
það var búið, þá ók ég henni
fram að Bakka.
Margt fleira mætti telja upp,
sem sýnir, að Vilhjálmur var
alltaf á undan öðrum, hvað
hugvit og framkvæmdir snertir.
Því var það, að þegar fréttist
um þetta undratæki, útvarpið,
þá var eðlilegt að hann vildi ná í
slíkt tæki fyrstur manna.
Veturinn 1927-8 var ég hjá
Vilhjálmi, sá um og fóðraði
búpening hans. Tókst það víst
sæmilega, þó að ég væri ungur
og óreyndur í því fagi, rétt
nýfermdur. En Vilhjálmur var
mér þar góður kennari. Hann
launaði mér vetrarstarfið vel,
gaf mér fallega, tveggja vetra
kind um vorið. Hann var
höfðingi á öllum sviðum. og
efndi sín gefnu loforð.
Þegar hér var komið sögu var
Vilhjálmur orðinn mjög út-
slitinn og heilsuveill, þoldi ekki
vinnu og varð að halda sig í og
við rúmið. Tíminn varð honum
því langur, þótt hann læsi mikið
af góðum bókum. „Bara að ég
hefði nú þetta nýja hlustunar-
tæki, útvarpið,“ hugsaði Vil-
hjálmur.
Undratækið kemur
En til að geta heyrt í svona tæki,
þá þurfti útvarpssendistöð, en
hún var bara ekki til í landuinu
það herrans ár 1927, nema
einhver örlítil og ófullkomin
sendistöð á Akureyri, sem Art-
hur Gook trúboði og konsúll
Breta hafði komið upp.
Og nú setti Vilhjálmur sig í
samband við hann. Þar fékk
hann lítið hlustunartæki og þá
forsögn með, að til að geta heyrt
í því yrði að reisa upp mjög háa
stöng með loftneti og vírleiðslu
í útvarpið.
Nú var vandi fyrir dyrum.
Engin há stöng, ekkert 10-15
metra hátt tré var til í Svarfaðar-
dal og hafði ekki verið síðan
stóra „eikin“ við Blakksgerði
var felld og úr henni byggt
haffært skip, sem gamla Svarf-
dæla getur um, ef ég man rétt.
Þá var leitað til Þorsteins
kaupmanns. Hann gat verið
bóngóður og var vinur vina
sinna. Hann átti miklar reka-
jarðir í Héðinsfirði, og þar rak
oft á land stór og voldug tré,
komin alla leið frá Síberíu.
Eitt slíkt tré fékk Vilhjálmur
og var það dregið fram að Bakka
á tveimur stórum sleðum, sem 4
hestar drógu. Og nú blasti
þyngsta þrautin við, að reisa
tréð upp á endann.
Engir kranabílar, lyftarar eða
kraftblakkir voru við hendina.
Nú varð að treysta á handaflið
eingöngu. Og margar hendur
buðu sig fram. Piltar þustu heim
að Bakka til að hjálpa til við að
koma hinni 16 metra háu stöng
upp á endann. Það tókst loksins
eftir margra tíma erfiði í
norðanvindi og snjóslyddu.
Ég heyri, ég heyri. . . .!
Þegar nú loftnetið var komið á
sinn stað og hin háa stöng
komin lóðrétt upp á endann,
styrkt með vírstrengjum í allar
áttir, svo hún ylti ekki um koll í
rokum, þá urðu allir fegnir að
ganga í baðstofu og taka úr sér
hrollinn. Og Kristín húsfreyja
bar á borð heita baunasúpu og
bolaspað, eða var það lamba-
kjöt? Allir borðuðu með bestu
lyst nema Vilhjálmur. Hann gaf
sér ekki tíma til að borða, en var
önnum kafinn við að snúa
skrúfum og tökkum á útvarps-
tækinu og reyna að fá það í
gang.
Það stóð á endum, að þegar
verið var að enda við máltiðina,
þá fór útvarpið að ískra. Vil-
hjálmur hentist upp af stólnum
og hrópaði af fögnuði: „Ég
heyri, ég heyri“. Þustu þá allir
að og vildu heyra líka.
En sá galli var á gjöf Njarðar,
|að það var enginn hátalarinn,
jaðeins eitt heyrnartól, svo að-
eins einn, eða sá, sem hafði það
um höfuðið, gat heyrt. En fljótt
uppgötvaðist, að legði maður
eyra við eyra barst hljóðið á
milli, svo margir gátu hlustað
samtímis.
Var þessi vangaaðferð óspart
notuð þarna næsta tímann, því
að allir urðu að fá að heyra.
Þessi atburður stendur mér
ljóslifandi fyrirhugskotssjónum
enn í dag þótt hálf öld og hálft
ummál hnattarins skilji mig nú
frá þeim stað og þeim tíma, er
saga þessi gerðist, þegar fyrsta
útvarpið kom í Svarfaðardal.
Með kærum kveðjum.
Jóhann Kr. Pétursson.
Gjafir til Krílakots
Börn og fóstrur í Krílal
Barnaheimilið Krílakot starfar
og hefur nóg að gera. Þar eru
jafnaðarlega 60 börn á dag, 30
hálfan daginn í senn. Heimilið á
sér vini og velunnara, sem hafa
gefið því gjafir. Þessir eru
helstir: Kvenfélagið Vaka gaf
kr. 450 þús, Sinavik klúbbur-
inn kr. 400 þús og Foreldra-
félag Krílakots kr. 150 þús.
Þetta segir talvan aðsé I milljón
krónur og er gefið til kaupa á
leikföngum og leiktækjum.
Auk þessa vann Foreldra-
félagið heilmikið sjálfboðastarf
við frágang á lóð og húsi í sumar
og er þetta allt saman stór-
lega þakkavert.
NORÐURSLÓÐ - 5