Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 7
Tryggvi Jónsson: Þættír úr sögu rafmagnsmála á Dalvík í ársskýrslu Sambands ísl. raf- veitna 1954, sem er myndarlegt rit, er grein sem ber ofanskráða fyrirsögn. Greinin er rituð af Tryggva Jónssyni þáverandi frystihússtjóra á Dalvík, nú starfsmanni í Sparisjóði Svarf- dsela. Tryggvi hefur vinsamlegast leyft blaðinu að endurprenta greinina, sem mörgum mun áræðanlega þykja fróðleg. Því miður er greinin þó heidur löng til að gerlegt sé að birta hana alla, svo að við sleppum lítillega úr og endur- segjum kafla úr henni með leyfi höfundar. Að kveikja Ijós með hnappi Það mun hafa verið fyrir tæpum 40 árum, að Dalvíkingar, er ferðuðust til Akureyrar, höfðu þær óskiljanlegu fréttir heim að færa, að í gistihúsi bæjarins þyrfti ekki annað en að styðja á hnapp í vegg til að fá ljós. Þau væru bjartari og fallegri en nokkur önnur ljós, er þekkst hefðu áður. Þessi ljós voru kölluð rafmagnsljós og hlutu því að myndast af einhverju, er hét rafmagn, en þá voru upp- lýsingarnar líka búnar. Á þessum árum voru ekki nema örfá hús á Dalvík, en þá var að hefjast útgerð vélbáta og í því sambandi athafnalíf. Á þeim árum mun þó enginn hafa látið sér detta í hug að framleiða rafmagn á Dalvík, og það er ekki fyrr en á seinni hluta 3. tugs aldarinnar, að fréttir berast um brautryðjendastarf Bjarna frá Hólmi í Vestur-Skaftafellssýslu í rafvirkjunarmálum, að Dal- víkingar fara að hugsa til hreyfings í þessum efnum. 18. febrúar 1929 er að tilhlut- un Baldvins Jóhannssonar, úti- bússtjóra Kaupfélags Eyfirð- inga, rætt rafvirkjunarmál fyrir Dalvík á almennum sveitar- fundi og kom þar fram allmikill áhugi á málinu. Er málið þar með vaknað, og um haustið skrifar Stefán Jónsson, bóndi á Brimnesi bréf til Bjarna í Hólmi fyrir sig og Kaupfélagið og óskar eftir athugun á virkjunar- möguleikum. Brást Bjarni vel við og sendi mann um haustið, Sigfús Bjarnason, til mælinga. I framhaldi af þeirri athugun er síðan samið við Bjarna um útvegun á efni og uppsetningu á 2 rafstöðvum. Aðra fyrir Útibú Kaupfél. Eyfírðinga og hina fyrir Stefán Jónsson. Var ákveð- ið að virkja svokallaðan „Rjómabúslæk" á tveim stöð- um, en hann rann í gegnum mitt þorpið úr Brimnesá. Sumarið 1930 er byrjað á byggingu stöðvanna, ásamt loft- línum og innlagningu í hús. Bjarni í Hólmi útvegaði hverfla, rafala, vatnsrör og loftlínuefni, og maður frá honum sá um uppsetningu. Hverflarnir voru norskir af „Francis" gerð. Voru þeir gerðir fyrir litla fallhæð, en mikið vatn. Rafalar voru frá danska firmanu Thrige. Stöð Stefáns Jónssonar var 6 kw. Fallhæð í vatnsrörum 7 m. Var þessi veita tengd við 6 hús í byrjun eða öll hús, er þá voru byggð í Brimneslandi. Straum var hleypt á kerfíð 7. sept. 1930. Stöð kaupfélagsins var 9 kw og fallhæð í vatnsrörum 9 m. Sú veita var lögð til 24 húsa í suður- enda þorpsins, er fengu öll ljós, einnig öll sjóhús og plön á því svæði, svo og öll hús kaup félagsins. Ljós var kveikt frá þessu kerfi 25. sept. 1930. Stöðv arnar voru báðar rakstraums- stöðvar, og notuðu gæslumenn eldvélar á heimilum sínum til jöfnunar á spennu og álagi, Stefán Jónsson á Brimnesi og Jóhann Jóhannsson í Sogni. Einnig notuðu þeir hitunarofna lítilsháttar, ef rafmagn var til ónotað. Aðrir notendur höfðu rafmagnið aðeins til ljósa, enda ekki meiri kröfur gerðar til þess á þeim tima og voru menn ánægðir með það. Stöð Stefáns mun hafa kostað um 14.000 krónur, en stöð kaupfélagsins um 13.000 krónur. Rafmagnið var selt i gegn um mæla á 50 aura kwst. Innlagningar í hús ónnuðust, á veitusvæði rafveitu Stefáns, Jónas Magnússon, raf- virki frá Siglufirði og Electro Co Akureyri á veitusvæði kaup- félagsins. Kostnaður við inn- lagningar var þá ca. 15 krónur fyrir lampastæði og jafnvel minna. Stöðvar þessar voru síðan reknar truflunarlítið næstu ár. Voru helstar truflanir af því, að lækurinn braust úr farvegi sínum í hríðarveðrum á veturna, sérstaklega í fyrstu snjóum á haustin. Á næstu árum var allmikið byggt af íbúðarhúsum á Dalvík og kom því brátt í ljós, að erfitt reyndist fyrir þessar litlu stöð- var að fullnægja rafmagnsþörf þorpsbúa, þó aðeins væri til ljósa. Sérstaklega var þetta erfitt á veitusvæði kaupfélagsstöðvar- innar. Lét þá kaupfélagið byggja litla hreyfilstöð í frysti- húsi sínu og störfuðu vatns- stöðin og hreyfilsstöðin saman yfir mesta ljósatímann. Um 1940 er orðin mikil þörf fyrir aukið rafmagn á Dalvík og háværar raddir um úrbætur í þeim efnum. 1941 skipaði hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps sérstaka rafmagnsnefnd. I nefndinni voru: Stefán Jóns- son, Þorsteinn Jónsson, Baldvin Jóhannsson, Stefán Hallgríms- son og Kristinn Jónsson. Átti þessi nefnd fyrst og fremst að fá athugaða virkjunarmöguleika á vatnsföllum í hreppnum. Höfðu ýmsir staðir komið til tals í þessum efnum og þeir lítillega athugaðir, svo sem Sæluá.Nyk- urtjörn og Brimnesá. Rafmagnsnefndin réði, í sam- ráði við rafmagnseftirlit ríkisins Höskuld Baldvinsson, verkfr. til að rannsaka um virkjun. Kom hann til Dalvíkur sumarið 1942 og mældi fyrir orkuveri við Brimnesá, og einnig fyrir veitu um kauptúnið. í mars 1943 skilar Hösk- uldur Baldvinsson áætlun um virkjun Brimnesár og veitukerfi fyrir Dalvík og byggðina norðan við kauptúnið. Nákvæm grein- argerð fylgir áætluninni. Telur Höskuldur að samkvæmt mæl- ingum megi örugglega virkja í Brimnesá 350-450 hestöfl. Legg- ur hann til að miða vélstærðir við 450 ha. orkuver. Kostnaðar- áætlun um orkuverið ásamt dreifikerfi var þannig: Stífla .......... kr. 48.600 Þrýstivatnspípa . kr. 291.000 Vélar .......... kr. 192.000 Stöðvarhús ..... kr. 25.000 Háspennuveita .. kr. 40.000 Spennistöðvar .. kr. 118.000 Lágspennuveita . kr. 95.000 Undirb.o.fl.25% kr. 200.000 Samtals kr. 1.010.000 Kostnaðaráætlun þessi var miðuð við að vélar væru keyptar frá Ameríku, enda var þá útflutningur frá Englandi alger- Höfundurinn við gömlu rafstöð kaupfélagsins. lega bannaður á vélum og virkjum eins og þeim, er þurftu fyrir virkjunina, en vélar þar allmikið ódýrari. Um þessar mundir voru raf- magnsmálin mjög á dagskrá Alþingis, og ábyrgðarbeiðnir komu frá ýmsum stöðum á landinu til rafvirkjana. Milli- þinganefnd í raforkumálum hajlaðist fremur á þá sveif, að virkja bæri í stórum orkuverum og leiða orkuna þaðan til héraðanna þar á milli og víðar um landið. I því sambandi var talað um að leggja bæri há- spennuveitu frá Laxárvirkjun- inni, um Akureyri út með Eyjafirði vestanverðum til Dal- víkur. Var jafnvel hugsað að tengja bæri Laxárvirkjun og Fljótárvirkjun, sem þá var í undirbúningi, saman með há- spennulínum. Þegar hér var komið, var að vísu sýnilegt að Laxárvirkjun- ín mundi ekki geta látið orku til veitu út með Eyjafirði fyrr en eftir viðbótarvirkjun, sem ólík- legt var að ráðist yrði í þá á næstu árum. Annars vann raf- magnseftirlit ríkisins á þessum tíma að rannsóknum um fram- tíðarfyrirkomulag rafmagns- málanna yfirleitt, en útlit fyrir að þær rannsóknir tækju langan tíma, en hinsvegar ýmis héruð, er sóttu að kappi að fá laqsn á raforkumálum sínum. Hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps ræddi þessi mál við forstöðumenn rafmagnseftir- litsins og þingmenn kjördæm- isins. Kom fram bæði hjá rafmagnseftirlitinu og þing- mönnunum það álit, að ef Dalvík kæmi upp sérvirkjun við Brimnesá, mundi það tefja fyrir heildarframkvæmdum héraðs- ins í rafmagnsmálunum, enda mundi verða erfitt að fá aðstoð stjórnvalda til virkjunar við Brimnesá, eins og málin stóðu þá. A Alþingi, haustið 1943 fluttu þingmenn Eyjafjarðarsýslu, þeir Bernharð Stefánsson og Garðar íjorsteinsson þingsályktunartil- lögu um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að kaupa efni í háspennulínu frá Akureyri til Dalvíkur, og yrði sú lína lögð næst á eftir Reykjaneslínu, sem þá var búið að samþykkja. ÍTillagan var samþykkt á Al- þingi. Afstaða hreppsnefndar Svarf- aðardalshrepps, sem vann að þessum málum eftir getu, kemur í ljós eftirfarandi ályktun, sem gerð var á fundi nefndarinnar 10. desember 1943: „Hreppsnefnd Svarfaðar- dalshrepps ályktar, að vegna stefnu þeirrar, er rafmagns- málin hafa tekið á síðasta Alþingi, sé nauðsynleg sam- vinna hreppa þeirra, sem hlut eiga að máli með fyrirhugaða háspennulínu frá Akureyri til Dalvíkur fyrir rafmagn frá Laxárvirkjuninni, enda þótt á- ætlun sé fyrir hendi um sérvirkj- un í Brimnesá fyrir Dalvík, sem að ýmsu leyti er álitleg fyrir þorpið, vill hreppsnefndin ekki að með sérvirkjuninni sé Svarf- aðardalshreppur að tefja fyrir heildarframkvæmdum héraðs- ins í rafmagnsmálum, enda álit hreppsnefndarinnar að fram- tíðarlausnin sé háspennulínur frá stórum orkuverum um ná- læg héruð. Telur hreppsnefndin rétt, að hlutaðeigandi hreppar kjósi framkvæmdastjórn, 1 mann úr hverjum hreppi, er hefji undir- búning á máli þessu, svo sem að sækja um raforkuna til bæjar- stjórnar Akureyrar, hlutast til um að gerðar verði ráðstafanir um útvegun á efni og að öðru leyti allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar reynast til sem fyrstrar úrlausnar á málinu." Hreppsnefndin kaus oddvita sinn, Tryggva Jónsson sam- kvæmt ályktuninni. Hér er kafli í grein Tryggva, þar sem frá því er skýrt, að hugmyndin um virkjun Brim- nesár hafi algjörlega veriðlögð á hilluna. Hinsvegar var það einnig staðreynd að Laxárvirkj- un átti enga orku aflögu til að selja utan Akureyrar, fyrr en nýja virkjunin kæmi í gagnið. Á hinn bóginn jókst raf- magnsþörf Dalvíkur hröðum skrefum. Þá varð það einnig ljóst, að gamla rafveitukerfið í kauptúninu svo og innanhús- lagnir voru alls ekki hæfar til að taka við rafmagni eins og kröfur tímans heimtuðu. Niðurstaðan varð sú, að nauðsynlegt væri að brúa bilið, þar til orka fengist frá Akureyri, með því að kaupa diesilvélasamstæðu, byggja nýtt dreifikerfi í kauptúninu og stofna sérstakt fyrirtæki, Raf- veitu Dalvíkur. Að þessu var unnið mest sumarið 1947. Ráðinn var raf- veitustjóri, Bjarni Th. Jónsson, og sunnudaginn 14. des. kl. 17 voru vélarnar settar í gang. Og kemur nú áframhald af grein Tryggva óstytt: Þótt Rafveita Dalvíkur væri tekin til starfa með hreyfil- stöð, var það ekkert lokatak- mark í rafmagnsmálum hrepps- ins, enda ýmsir bæir í hreppn- um, sem ekki var hægt að láta í té rafmagn frá þessu orkuveri. Einnig kom það brátt í ljós, að erfitt var að láta þetta fyrir- tæki standa undir rekstri sínum, eins og reynsla mun hafa sýnt með flest rafmagnsorkuver, þar sem olía er notuð sem aflgjafi, enda var verð á raforkunni það hátt, að mjög hamlaði eðlilegri notkun hennar. Að vísu gat veitan ekki fullnægt rafmagns- þörfinni 1952 og 1953, en rafmagnsverðið hafði einnig nokkur áhrif til hömlunar. Um og eftir 1950 er farið að athuga um möguleika á að fá lagða háspennulínuna frá Akur- eyri, og þá í sambandi við fyrirhugaða viðbótarvirkjun við Laxá. Kom það þá brátt fram, að háspennulínan til Dalvíkur mundi fylgja eftir virkjunar- framkvæmdum við Laxá. Um haustið 1952 er Laxár- virkjunin komin það á veg, að málaleitanir hefjast milli Raf- veitna ríkisins og hreppsnefnd- ar Dalvíkurhrepps um að Raf- magnsveiturnar kaupi eignir Rafveitu Dalvíkur og starfræki hana framvegis í sambandi við orkuveitu frá Laxárvirkjun. Sumarið 1953 er unnið við að ljúka Laxárvirkjuninni og lagn- ingu háspennulínu til Dalvíkur. 15. janúar 1953 hafði stjórn Rafmagnsveitna ríkisins til- kynnt hreppsnefnd, að viðkom- andi ráðuneyti hefði heimilað athugun á að Rafmagnsveitur ríkisins keyptu og yfirtækju rekstur á Rafveitu Dalvíkur. Hreppsnefnd var því fylgjandi, þar sem sýnilegt var að fram- undan var stór lántaka fyrir hreppinn í sambandi við teng- ingu við orkuveituna frá Laxá, einnig var ekki ástæða til að ætla, að hreppsbúar nytu verri kjara um rafmagn þótt veitan væri rekin af Rafmagnsveitum ríkisins í framtíðinni. Hrepps- nefndin vann síðan að málinu samkvæmt þessari stefnu. Þegar til samninga kom, óskaði hreppsnefndin ekki að selja stöðvarhúsið og vélarnar fyrir það verð, er til greina kom, og varð ekki af samningum um þær eignir. Hinsvegar samdist um að Rafveiturnar keyptu allt veitukerfi Rafveitu Dalvíkur svo og alla mæla, fyrir samtals 312 þúsund krónur. Skyldu Rafmagnsveiturnar taka við öll- um rekstri Rafveitu Dalvíkur þegar orkuveita frá Laxárvirkj- un til Dalvíkur væri komin í samband. Samningurinn var undirrit- aður 4. nóvember 1953. Rituðu undir samninginn þeir, Jón Stefánsson, oddviti Dalvíkur- hrepps fyrir hönd hreppsins, og Eiríkur Briem fyrir hönd Raf- magnsveitna ríkisins. Sam- kvæmt samningnum skyldi hreppurinn annast rekstur Raf- veitu Dalvíkur þar til orkuveit- an frá Laxárvirkjuninni væri komin í samband, en hún var þá þegar að verða tilbúin. Laugardaginn 21. nóvember 1953 kl. 19 voru vélar í stöðvarhúsi Rafveitu Dalvíkur stöðvaðar og rafmagni hleypt á á dreifikerfið frá Laxárvirkjun- inni. Voru þá 10 ár liðin frá því, er þingmenn Eyjafjarðarsýslu fengu samþykkta þingsályktun- artillögu sína á Alþingi um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta byggja orkuveitu frá Laxár- virkjuninni til Dalvíkur. Dalvík, 19. ágúst 1954. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.