Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 1
J Jólaklukkur \ Jólaklukkur kalla hvellum hreim. Hljómar þessir gjalla um allan heim. Ómar þessir berast yfir stærstu höf, upp til jökulfrera, niður í dýpstu gröf Jólaklukkur kalla, kalla enn, koma biðja alla, alla menn boða jólafriðinn um flóð og láð: Friður sé með yður og drottins náð. Jólaklukkur kalla: Komið þér. Komið geta ei allir því er ver. Marga, marga trylla myrkra tröll. margir fara villir um evðij \, Jólaklukkur kalla klókkum hreim. Kallið gleður alla, sem rata heim, gremur þá, er trylla hin grimmu tröll, grœtir þá, er villast um eyðifjöll. Örn Arnarson. / Norðurslóð sendir vinum öllum og vandamönnum bestu jóla- og nýársóskir. Kærar þakkir fyrir ágœt samskipti á árinu 1980. Messur um jólin Aðfangadagskvöld kl. 6.00. Aftans öngur í Dalvíkur kirkju. Jóladagur kl. 2.00. Messa í Ólafsfjarðarkirkju. Annar í jólum kl. 13.30. Messa í Vallakirkju. Annar í jólum kl. 16,30. Messa í Tjarnarkirkju. Nýársdagur kl. 13.30. Messa i Urðakirkju. Nýársdagur kl. 16.30. Messa í Dalvíkurkirkju. Jólatrésskemmtun barnanna íSvarfaðardalverður í Þinghúsinu á Grund laugardaginn 27. des. og hefst kl. 2 e.h. Afgreiðslutimi verslana KEA um jól og nýár Opið verður á Þorláksmessu frá kl. 9.00 til 23.00 og á aðfangadag frá kl. 9.00 til 12.00. Söluop verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, en laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. des. verður opið frá kl. 10.00 til 14.00. Kjörbúðin verður lokuð á gamlársdag. Sparisjóðurinn um jól og nýár Afgreiðslutími verður með venjulegum hætti alla virka daga nema: Á aðfangadag til kl. 12 á hádegi og á Gamlársdag tii kl. 12 á hádegi. Vegna myntbreytingar mun afgreiðslan verða opin 2. janúar og verður það auglýst nánar á staðnum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.