Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 18

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 18
Það er ekki mikið um útlendinga hér um slóðir, varla að það fyrirhittist Norðurlandabúi hvað þá aðrir. Þó hefur fréttamaður Norðurslóðar rekist á einn útlending sem dvelur hér þessa stundina. Það er ung kanadísk stúlka, sem hefur unnið í Hofs- árkoti síðan í ágústmánuði. Hún heitir Colleen Dryden (Kollín Dræden), 24 ára að aldri og á heima í bænum Selkirk í Manitobafylki í Kanada. Hverrar ættar ert þú Kollín? Hálfur íslendingur og hálfur Skoti. Móðir mín er Guðrún Helgadóttir, dóttir Helga Gunnarssonar, sem kom ungur til Kanada frá Snæfellsnesi á Islandi. Hann varð síðar bóndi og fiskimaður við Winnipeg- vatn. Föðurætt mín er skosk m.a. af MacGregor kyni. Við höfum oft heyrt Selkirkbæ Einn af bestu vinum Norður- slóðar, Júlíus J. Daníelsson ritstjóri frá Syðra-Garðshorni, sendi blaðinu fyrir alllöngu þrjá neðan skráða þætti í þjóðsagnar- stíl. Þeir hafa ekki áður verið skráðir á blað. Þetta er „jóla- legt“ efni, sem blaðið birtir hér með mikilli ánægju. Huldukonurnar þrjár Afi minn, Júlíus J. Daníelsson, bóndi í Syðra-Garðshorni (f. 1859) ólst upp í Tjarnargarðs- horni (nú Laugahlíð) í Svarfað- árdal. Þegar hann var 11 eða 12 ára gamall, var það eitt kvöld að vorlagi, að hann sat úti, uppi á baðstofunni, og smalahundur- inn Bösi hjá honum. Sér hann þá, hvar 3 konur koma gangandi þar utan og neðan og hafa stefnu á bæinn. Dettur honum í hug, að þetta séu stúlkur frá Tjörn, sem séu að ganga sér til skemmtunar með prjóna sína, og bíður úti til að bjóða stúlkunum inn. Eftir skamma stund tekur hann eftir því, að þær ganga ekki þá leið, sem venjulega var farin á milli bæjanna, heldur miklu ofar. Þegar þær koma nær sér Júlíus, að þessar stúlkur hefur hann aldrei séð fyrr. Þær ganga hratt og þegjandi. Þegar þær koma að bæjarlæknum, sem rennur skammt fyrir utan bæ- inn, beygja þær uppeftir og ganga nokkurn spöl með lækn- um, þangað til þær fara suður yfir hann og taka stefnu suður og upp í holtin. Hundurinn Bósi urraði og gelti að stúlkunum allt þangað til þær fóru suður fyrir lækinn, þá þoldi hann ekki mátið og stökk geltandi á eftir þeim. Þeg- ar þær urðu hundsins varar hertu þær gönguna sem mest þær máttu og skunduðu nú beint uppeftir. Þessum , fleng héldu þær meðan Júlíus sá til þeirra og hurfu svo upp af Tjarnargarðs-hornsbrúninni. 18 - NORÐURSLÓÐ nefndan. Segðu okkur eitthvað frá honum. Það er 12000 manna bær, sem stendur við Rauðána norðar og nær Winnipegvatni heldur en stórborgin Winnipeg, sem allir íslendingar kannast víst við. Aftur á móti er „íslenski bær- inn“ Gimli einum 50 km norðar alveg á vatnsbakkanum. (Vatn- ið sjálft er nærri 500 km langten tiltölulega mjög mjótt). I Selkirk er rafstöð, sem brennir kolum og mjög stórt stáliðjuver. Þar eru líka miklar korngeymslur, því í héraðinu, einkum vestan við Rauðána er mikil kornframleiðsla og líka kartöflur. Sömuleiðis kjötfram- leiðsla t.d. af holdanautum. Er margt íslenskættað fólk í Selkirk? Já, mjög margt, en hvað margt veit ég ekki, þetta er að verða svo blandað. Líkaermjögmikið Spurst var lyrir um þessar stúlk- ur á næstu bæjum, en enginn vissi nein deili á þeim. (Ritað 18. febr. 1939 eftir sögn Júlíusar eldra.) Gunnlaugur og huldukonan Gunnlaugur Daníelsson, bróðir Júlíusar, ólst upp í Tjarnar- garðshorni fram yfir fermingar- aldur og var, þegar hann hafði aldur til, látinn reka kvíaærnar uppí fjallið fyrir ofan bæinn. Þegar þessi saga gerðist var hann 6-7 ára gamall. Þá bar það við einn morgun að Gunnlaugur rekur ærnar að vanda upp í fjallið. Það var vani Guðrúnar móður hans að koma út við og við og gefa snáðanum gætur. Eitt sinn, þegar hún kemur út til að gæta að honum, sér hún, að hann er kominn lengra en venjulega, svo hún kallar á hann og segir honum að koma heim. Hann gefur því engan gaum og virtist sem hann heyrði ekki til hennar. Guðrún kallar nokkr- um sinnum en árangurslaust. Hleypur hún af stað eftir honum og kallar við og við. Það bar þó engan árangur fyrr en hún var komin rétt upp að drengnum. Þá var eins og hann vaknaði af svefni. Guðrún spurði hann, hvort hann hefði aldrei heyrt til sín, þegar hún kallaði, en hann segir, að hann hafi ekkert heyrt, en bara séð konu, sem hafi gengið á undan sér með eitthvað í hend- inni og hafi hringlað í því. Hefði sér sýnst þetta vera mamma sín. Þegar svo hún hafi komið, hafi þessi kona horfið. Var talið, að þetta hefði verið huldukona, sem hefði vijað fá drenginn með sér til heimkynna sinna. (Eftir sögn Júlíusar eldra ritað í febrúar 1939.) af skoskættuðu fólki og líka Ukraínubúum alveg*eins og í Gimli. Til hvers komst þú til íslands, Kollín? Mig langaði bara að kynnast ættlandi móður minnar. Mér fannst ekki nóg að koma bara sem túristi og stansa 2-3 vikur. Svo ég bað um að verða ráðin í sveit hér, því ég hef haft áhuga á landbúnaði, var t.d. í land- búnaðarskóla í Albertafylki í ein 2 ár. Svo langar mig líka til að heimsækja Skotland. Það er svo stutt að fara, þegar maður er kominn hingað. Eg vona að af því geti orðið næsta sumar. Hvað er svo framundan? Ég verð í Hofsárkoti til áramóta. Þálangarmigaðprófa eitthvað nýtt, sjá nýja staði á íslandi og kynnast öðrum flöt- um á þjóðlífinu. Það hefur Bannhelgir staðir í Syðra- Garðshorns- landi Túnið í Syðra-Garðshorni neð- an þjóðvegar en norðan við Pollalæk er nú nefnt Guð- mundarsléttur, en þar hét áður Guðmundarmór. Þar var fyrrum hraunþýft, en slægjuland gott. Túnið stendur á 10-15 m háum hjöllum, er nefnast Börð. Upp í Börðin skerast klaufir margar og takmarkast Guðmundar- sléttur af tveimur þeirra að nokkru leyti. Heitir hin ytri Votaklauf, en sú syðri Matar- klauf. Hún er allstór og gras- gefin vel og fellur Pollalækur um hana. Þar í Matarklaufinni át fólk í Syðra- Garðshorni jafnan mat sinn, er því var færður niður á engjarnar, því skjólgott er þarna í klaufinni. Efst í klaufinni, sunnan við lækinn og fast suður við klaufar- barminn er kistulagaður seti. Þessi seti er um 3 m á lengd og rúmlega 1 á breidd og heitir Guðmundarleiði. Nokkru ofar, fast út við lækinn, er ofurlítill, kúpulagaður hóll, Guðmundar- hóll. Hólinn og leiðið má ekki slá, því þá missir sá, sem slær, eitthvað af eigum sínum. Þegar langafi minn, Björn Jónsson, fluttist í Garðshorn 1875, vissi hann ekkert um þessa bannbelgi og sló þá bæði leiðið og hólinn um leið og hann sló Matarklaufina. Missti hann þá tvo hesta og eitthvað af kindum. Rifjaðist þá upp fyrir mönnum sögnin um Guðmundarleiði og Guðmundarhól og viðurlög við því að rjúfa bannhelgi þessara staða. Slétturnar, (áður mórinn) leiðið og hóllinn eru kennd við Guðmund nokkurn, sem enginn veit nú hvenær hefur verið uppi, en sagan segir, að hafi hengt sig í fjárhúsi einu í túninu í S- Garðshorni. Eigi mátti greftra þann mann í vígðri mold, sem hafði sjálfur stytt sér aldur. Var því Guðmundur dysjaður í Matarklauf, en fjármunir hans í hólnum þar hjá. Colleen - brosleit fjósakona. komið til orða, að ég fái vinnu í fiski eins og Ástralíustúlkurnar, kannske á Isafirði eða þar í grennd. Við sjáum hvað setur. Hvað er svo helst að frétta frá Kanada, er ekki allt í góðu lagi þar? Það eru víst alstaðar vanda- mál, líka í Kanada ekki síður en annarstaðar. Nú eru t.d. heil- miklar deilur um breytingar á stjórnarskránni. Annarsvegar eru þeir sem, eins og forsætis- ráðherrann Trudrau, vilja efla miðstjórnarvaldið, þ.e. alríkis- stjórnina í Ottawa. Svo eru stjórnmálamenn í sumum fylkj- Sumarið 1933 bar það til einn dag, að fólk úr S-Garðshorni var að heyja í Matarklauf. Var þeim fært síðdegiskaffið þangað niður eftir. Eftir að fólkið hafði drukkið kaffið.sat það stundar- korn og hvíldi sig, en ein úr hópnum, öldruð kona Sigríður Gísladóttir að nafni, lagði sig út af og sofnaði. Fer nú hitt fólkið burt úr klaufinni og lofar Siggu gömlu að sofa áfram. Dreymir hana þá, að maður kemur til hennar, gráklæddur með mikið, grátt skegg. Gengur hann að henni og leggur aðra hendi á enni hennar. Var höndin ísköld og hrökk Sigríður upp. Nokkrum dögum seinna legg- ur Sigríður sig aftur út af þarna og sofnar. Kemur þá til hennar sami maðurinn, tekur upp hríf- una hennar, sem lá þar hjá, og þykir henni sem hann reki hrífuskaftið í ennið á sér. Varð henni bilt við og fannst sem hún sæi manninn ganga burt frá sér, þegar hún vaknaði. Hún lagði sig ekki oftar til svefns í klaufinni. unum, sem eru 10 talsins, sem vilja að fylkin hafi sem mest sjálfstæði. Bæði er það nú af þjóðernisástæðum eins og í Quibek, þar sem franska fólkið býr, og nú líka í vesturfylkj- unum ekki síst í Alberta þar sem olían er og heimamenn vilja sitja sem mest að gróðanum, en alríkisstjórnin vill hinsvegar krækja í hann til eigin nota. Ég fékk bréf frá vinkonu minni heima um daginn. Hún sagði að ég mætti alveg búast við að kanadíska ríkið yrði klofið í tvo eða fleiri parta, þegar ég kem heim í sumar eða haust. En líklega er hún nú að gera að gamni sínu, svo alvarlegur er ágreiningurinn ekki. Lengra varð samtalið ekki. Stúlkan var í óða önn að skera laufabrauð og læra á íslenska jólasiði og hafði ekki tíma til að standa í löngum samræðum. En það fannst mér, að hugurinn væri a.m.k. hálfur handan við hafið, inni á sléttum Manitóba, þar sem Rauðáin silast í hægð- um sínum norður í vatnið mikla, þar sem íslenskir útflytjendur á öldinni sem leið settust að til að stunda búskap og fiskiveiðar rétt eins og þeir höfðu gert heima hjá sér. H. E. Þ. Júlíus Daníelsson eldri. All-löngu síðar, um miðbik þessarar aldar, hljóp sinueldur í Matarklauf að vori til. Hljóp eldurinn þá yfir leiðiðog hólinn. Var það óviljaverk. En um sumarið varð besta kýr föður míns bráðdauð á Matarklaufar- barmi rétt sinnan við Guð- mundarleiði. J. J. D. Skipstjórafélag Norðlendinga óskar félagsmönnum sinum og öðrum sjómönnum og aðstandendum þeirra GLEÐILEGRA jfÓLA OG FARSÆLS KOMANDIÁRS. h'l ll JJJUUo C/^ CL L L Lf

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.