Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 13
Ásetningur á haustnóttum
Felumynd frá Gljúfrárjökli. Hvar er jöklamaðurinn? Ljósm. Ó. Th.
Gljúfurárjökulí
Hver árstími hefur sín einkenni.
Þannig einkennist vorið af
komu farfuglanna og haustið af
komu ásetningsmannanna. Hin
ir fyrrnefndu leita hingað norð-
ur eftir samkvæmt ómótastæði-
legu náttúrulögmáli, sem þeim
er blásið í brjóst. Hinir síðar-
nefndu fara á kreik samkvæmt
lögum frá Alþingi um forða-
gæslu o.fl. en þau mæla m.a. svo
fyrir, að sveitarstjórnir séu
ábyrgar fyrir því, að farnar séu
a.m.k. tvær skoðunarferðir á ári
til að líta eftir fóðurbirgðum
manna. Skal önnur ferðin farin
á haustnóttum, þegar ljóst er
orðið, hver fóðurforðinn er og
skepnufjöldi á vetur settur.
Asetningsmenn í Svarfaðar-
dalshreppi nú eru þeir Jónas
Þorleifsson og Júlíus Friðriks-
son, kosnir af hreppsnefndinni.
Þeir hafa nýlega lokið haust-
skoðun sinni og hafa góðfúslega
látið blaðinu í té eftirfarandi
upplýsingar.
Heyforði alls mældist nú
47.100 teningsmetrar. Er þetta
um 4500m3, meira en í fyrra-
haust en mjög svipað og haustið
1978. Fóðurþörfin miðað við
fram talin gripafjölda er hins-
vegar 42.378m3, svo umfram-
birgðir eru hátt í 5000m3 sem má
Oft hendir það, að vegna
þrengsla verður að kippa út úr
blaðinu greinum alveg á síðustu
stundu, og eiga þær þá
sjaldnast afturkvæmt. Stundum
er efnið þó svo „klassískt" að vel
má nota það, hvenær sem færi
gefst. Svo er um eftirfarandi
fuglagreinar, sem skrifaðar voru
í vor og haust, en urðu þá
plássleysinu að bráð.
/.
Ein lítil sorgarsaga
affugli
Þess var getið í fuglaþætti i
síðasta tölublaði að svanahjón-
in á Tjarnartjönninni lægju á 6
eggjum og væri hreiðrið umflot-
ið vatni, sem færi stöðugt
hækkandi.
Hjónin snerust af dugnaði við
vatnsaganum, sátu við hreiðrið
nótt og dag og köfuðu með
langa hálsinum sínum eftirgrasi
og rótum og færðu aftur með sér
upp á hreiðurbarmana. Þetta
var að sjá rétt eins og verið væri
að vinna með vélgröfu.
Síðan þetta gerðist er liðinn
meira en mánuður, vatnið er
löngu sjatnað og hreiðurbing-
urinn er eins og vænn hraukur
upp úr störinni, sem umlykur
það. Og enn situr fuglinn og
reynir að unga út eggjunum
sínum. En nú eru þau ekki sex
eins og upphaflega. í dag 24.
júní var farin könnunarferð til
að sjá hvað væri að gerast hjá
þeim hjónum. Og þá voru bara
tvö egg eftir í hreiðrinu, eitt lá í
vatninu skammt frá, en þrjú
horfin alveg veg allrar veraldar.
Nú sem þetta er ritað, liggur
konan fast á eggjunum og
karlinn kúrir á star^rtotta rétt
hjá. En því miður, þetta er að
verða með öllu vonlaust unginn
hlýtur að vera dauður í eggj-
unum. Hannhefurdrepist þegar
vatnið var hvað ágengast við
hreiðrið í miðjum maí. En
vesalings fuglinn veit það ekki.
Það gerast sorgarsögur víðar
en í mannheimum.
kallast prýðisgott. Þess ber að
geta, að heyin lítast mjög vel
yfirleitt. Þó hefur komið í ljós
hjá Rannsóknarstofu Norður-
lands á Akureyri, að næringar-
gildi heyja hér um slóðir er
hreint ekki svo gott, sem menn
hafa haldið, jafnvel síst betra en
eftir hörmungarsumarið í fyrra.
Merkilegt en líklega satt.
Hvað um það, ekki þarf að
kvíða heyskorti að þessu sinni,
þótt vor verði seint á ferð, og
þakkar blaðið ásetningsmönn-
um upplýsingar.
Það kemur í ljós, að kúm og
kefldum kvígum hefur heldur
fækkað frá haustinu í fyrra. Kýr
eru 805, fækkun um 11 stykki og
kvígur 99, fækkun 4. Aftur á
móti eru menn að fikra sig upp á
við aftur með ungviðið. Geld-
neyti svokölluð eru nú 148 móti
115 í fyrra, fjölgun 33, og kálfar
eru nú 180, fjölgun 34.
Þá er það sauðféð, þar er um
dálitla fjölgun að ræða. Ær eru
nú 4928 og hefur fjölgað um
rösklega 200 og gemlingar eru
871, líka rösklega 200 í fjölgun.
Hrútar eru 130 eða 3 fleiri en í
fyrra.
Nú eru skráð hross 184, sem
er 39 fleiri en í fyrra og má það
merkilegt heita. Að vísu komu
II.
Frekur fugl Hettumávur
Á einum stað á Tjarnarbökkum
verpir mikið af hettumávi. Ég
gekk þar um í vor og leit í mörg
hreiður. Oftast eru 2 egg í
hreiðri, en stundum þó 3.1 einu
hreiðri var nokkuð óvenjulegt
að sjá, 2 hettumávsegg og eitt
spóaegg til uppfyllingar. Lík-
lega hefur mávurinn lagt undir
sig hreiður, sem spóinn hafði
gert og verið búinn að verpa í
einu eggi.
Þetta minnti mig á nokkuð,
sem ég sá og skemmti mér við
fyrir nokkrum árum. Þá fann ég
grágæsarhreiður á Bökkunum. I
því voru 4 egg og eitt hvítt 100
gr. plastglas, sem notað er undir
meðul. Lengi hefði sú gæs mátt
liggja á til að eignast 5 unga.
III.
Hvítar grágœsir
Eru grágæsir ekki gráir fuglar?
Það hefur maður nú hingað til
haldið. En éngin regla er án
undantekninga og Heldur ekki
þessi.
Á þessu sumri ergæsagangur
meiri en dæmi eru til. Sumir
kalla það gæsaplágu og ekki
alveg að ófyrirsynju. Gæsirnar
eru nefnilega skaðræðisdýr í
grænfóðurökrum, þar sem þeir
eru. Ennfremur eru þær býsna
skæðar í túnanýrækt og í berja-
löndum vinna þær hin verstu
hervirki, þegar líður á sumar.
Allt er þetta alkunn saga, þó að
sumir verði meira varir við þessi
dýr en aðrir.
Nú ber svo við að mitt í hinu
gráa stóði, sem flýgur hér fram
og aftur um dalinn, eru tveir
hvítir fuglar. Þeir sáust á
Tjarnarbökkum í ágústbyrjun
þá rétt orðnir fleygir. Þeir voru
með foreldrum sínum og tveim-
ur venjulegum systkinum. Um
langt skeið sáust þeir ekki hér
um slóðir, en kváðu hinsvegar
hafa haldið sig frammi í Skíða-
dal, í Dælislandi og víðar. Nú
nokkur stykki í S-Garðshorn,
en ekki skýrir nema lítið af
aukningunni.
Mest fjölgun er í hænsnsa-
eigninni. Þau teljast nú 1915, en
voru í fyrra 1420. Fjölgun um
nærri 500 pútur.
Að lokum skal þess getið, að
framtaldar kartöflur eru nú 148
tunnur, en í fyrra var ekkert talið
fram af þeirri vöru.
Hvaða ályktanir má nú helst
af þessum tölum draga? Líklega
helst þær, að boðaður fram-
leiðslukvóti hafi þau áhrif á
menn, að þeir sjái ekki ástæður
til að fjölga kúnum að sinni. Af
sömu ástæðu hafa menn freist-
ast til að setja á fleiri lömb en í
fyrra og minnka þannig inn-
leggið í ár, en vona að kannske
verði viðhorfið breytt næsta
haust. í öllu falli treysta menn á
að fá a.m.k. eitthvert verð fyrir
hugsanlega umframframleiðslu
af kindakjöti. Svo eru menn að
hugsa um, hvernig þeir geti bætt
sér upp væntanlega tekjuskerð-
ingu af framleiðslutakmörkun-
um og sjá sér strax einn
upplagðan leik á borði: Fram-
leiða egg til heimilisins og
vonandi líka auka framleiðslu
garðávaxta.
eru þeir aftur komnir niður í
Friðlandið, þar sem stórir
flokkar eru að búa sig undir
flugið suður fyrir fjöll og svo
yfir hafið til Bretlandseyja.
Fuglar þessir eru hvítingjar
svokallaðir eða albinóar á út-
lensku. Litleysingja má einnig
kalla þá, því þetta eru ein-
staklingar sem skortir litberandi
erfðavísa í frumur líkamans. Er
þetta alþekkt fyrirbæri meðal
flestra dýrategunda, þ.á.m. hjá
mönnum. Litleysið tekur líka til
augnanna, svo þau verða dauf-
bleik að sjá. En sá bleiki litur er
sem sagt ekki í lithimnu (iris)
augnanna.
Ekki höfum við haft fregnir af
albino grágæsum annarsstaðar
frá, en hinsvegar segir Stein-
grímur Þorsteinsson að í fyrra
hafi verið komið með svona fugl
til sín og hann beðinn að stoppa
upp. Augu fuglsins voru bleik
og ekki um áð villast hverslags
skepna það var. Má telja víst að
hvítu ungarnir, sem nú eru, séu
af sama foreldri og sá, sem
skotinn var í fyrra.
Hver vill botna?
Bak við Stólinn blundar sólin,
bítur hólinn kuldans tönn.
eða þessi:
Ríkisstjórnin ráðum slynga
reiknar niður verðbólguna.
Fyrirspurn
Kannast nokkur lesandi Norð-
urslóðar við ljóð með þessu
viðlagi?:
Seg Úrían okkur, hvað meir til
bar.
Upplýsingar vel þegnar.
Útgefendur.
í nærri 20 ár hafa breskit
háskólakennarar og stúdentar
komið hingað flest sumur og reist
búðir sínar fram í Skíðadals-
afrétt. Erindið hefur oftast verið
að gera athuganir og mælingar á
Gljúfurárjökli til að fylgjast með
og leitast við að skilja hreyfingar
hans.
Upphaflega voru það menn
frá háskólanum í Leeds í N-
Englandi, sem „uppgötvuðu“
jökulinn. 1979 var þarna fram-
frá 10 manna hópur frá Exeter
háskóla í S-Englandi. Sá hópur
gerði nákvæmar mælingar á
jöklinum og bjuggu til afar-
nákvæmt kort af honum og
næsta nágrenni hans. Þeirvöktu
athygli á því, að jökullinn var
hættur að hörfa, sem hann hefur
gert áratugum saman, en er
farinn að skríða fram þess í stað
og um leið er jökulsporðurinn
að verða brattari. Þetta sá
gönguhópur Ferðafl. Svarfd.
með eigin augum, þegar hann
gekk upp á jökulinn í september
í haust. Jökulsporðurinn, er
orðinn snarbrattur.
Nú hafa Bretarnir ákveðið
nýjan leiðangur á sumri kom-
anda og hafa fengið til þess leyfi
Rannsóknarráðs ríkisins. Það
verður 12 manna leiðangur
samansettur af fólki frá Exeter
háskóla í Englandi og St.
Andrews háskóla í Skotlandi.
Fyrirliðar verða dr. C.
Caseldine frá Exeter og dr.
J. Jarvis frá Sankti Andrés.
Ætlunin er sem fyrr að stúdera
þróun mála í jöklinum og gera
sér jafnframt grein fyrir sam-
drætti jökulsins síðan á „Litlu
ísöld“ á ofanverðri 19 öld, en þá
mun hann hafa verið _hvað
stærstur a.m.k. síðan land
byggðist.
Að öðrum þræði eru þessir
leiðangrar Bretanna hugsaðir
sem kennslu- og þjálfunarnám-
námskeið fyrir stúdentana, sem
þátt taka í þéssum eftirsóttu
ferðum.
Að lokum skal þess getið, að
að áliti undirritaðs er Gljúfur-
árjökull stórkostlega mikilfeng-
legt náttúrufyrirbæri hérna rétt
við bæjarvegg okkar og má
merkilegt heita, hve fáir telja
ómaksinsvert aðleggja þangað
leið sína. H.E.Þ.
Ljóðagetraun
Norðurslóðar
Hér kemur hin klassíska ljóðagetraun oger núafléttara
taginu. Verðlaun verða veitt. ein eða fleiri fyrir rétt svör
og tilvitnanir í kvæði og höfunda.
1. Hvar má veröld sjá vænleik sinn?
2. Hvaða skoðun þekkist og þykir fín?
3. Upp úr hverju greiðir sólin klár hár sitt?
4. .Hvar er ekki rótt að eiga nótt?
5. Hvað hrópa ég afturgenginn?
6. Hvar hélt ég þér á hesti?
7. Hver stendur alla daga?
8. Hvar skal hafa aðgát?
9. Hvað fennti á sáiarglugga?
10. Hver sagði Grím velkominn?
11. Hvað má jafnvel sjóða úr hlekkjunum?
12. Hve lengi höfum við Jafað saman svona?
13. Hver var blóðug um sólarlag?
14. Hvern trega ég manna mest?
15. Hvað færði fossinn eik í sumarskrúði?
16. Hvenær er engin þörf að kvarta?
17. Hvar fórum við á stefnumótin?
18. Hvar siglir stolt fleyið mitt?
19. Hver heilsar við Horn?
20. Hvar krafsar blakkurinn brúni?
21. Hvenær fannst Jóni komið nóg?
22. Hver opnaðist breiður og skínandi?
23. Hvar bjó afi þinn?
24. Hver settist sjálf við okkar borð?
25. Hvaðan sprettur nöpur á?
Og reyni nú hver sem betur getur.
Góða skemmtun!
Þrír fuglaþættir
NORÐURSLÓÐ - 13