Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 3
Gísli Kristjánsson: BRÚÁ SVARFAÐARDALSÁ Einn mesti velunnari Norður- slóðar er Gísli Kristjánsson frá Brautarhóli, fyrrv. ritstjóri Freys með meiru. Meðfylgjandi fróðlega grein um byggingu Árgerðisbrúarinn- ir sendi hann blaðinu nýlega. Er þessi sögulega upprifjun tíma- bær, ekki síst þar eð til stendur ið byggja nýja brú á ána á næsta ári. Verður þá gamla, góða brúin rifin, en minningin ein stendur eftir. Þess skal getið að Gísli skrifaði líka frásögn frá Bessa- staðaheimsókn í maí blaði, en nafn hans féll þar niður. Ritstj. Á skrifstofu Vegagerðar ríkis- ins í Reykjavík er varðveitt mappa ein, merkt A 51. á forsíðu hennar er skráð með blákrít: „Brú á Svarfaðardalsá" í sambandi við framkvæmdir við brúargerðina á Svarfaðar- dalsá hjá Árgerði munu fáir áhorfendur hafa þar verið oftar á ferli en ég á þeirri slóð. Það er því ekki óviðeigandi að ég festi á blað til birtingar í Norðurslóð i.okkur atriði viðvíkjandi bygg- ingu þessa mannvirkis, sem árið 1929 þótti stórvirki í Svarfaðar- dal. I eftirfarandi frásögn eru minningar raktar og stuðst annars við staðreyndir, sem í umræddri möppu finnast, og meginmagn innihalds hennar eru annars burðarþolsreikning- ar og teikningar ásamt kostn- aðaryfirliti. Brúin var fimmtug í fyrra og því ekki óeðlilegt að endurnýja þurfi mannvirkið og móta til viðhorfs og við hæfi alls atferlis á síðasta fjórðungi 20-ustu aldar. Það er langur aðdragandi að því að brú yrði byggð yfir ána í nyrsta hluta Svarfaðardals. Löngu áður voru trébrýr gerðar yfír Skíðadalsá í Hvarfinu og Svarfaðardalsá hjá Hreiðars- stöðum. í fyrrnefndri möppu liggur riss af brú - lausleg teiknin skulum við segja - þrjátíu og tveggja metra langri, sem fyrir- hugað var að byggja hjá Holtsá. Þessi lauslega teikning er dag- sett 20. 7. 1909. í möppunni er sama teikning, miðuð við sama stað, á öðru blaði eða 28. 8. 1917 og neðst á því blaði stendur skrifað: „samkvæmt viðtali við Stefán alþingismann í Fagraskógi; eftir „mjög lauslegri áætlun mun brúin þar kosta 20 þús. krónur. Undir þessari setningu standa stafirnir: G.Z., en þeir munu þýða Geir Zöega, en hann var vegamálastjóri þegar búin loks var byggð hjá Argerði. Hvað um það. Sú fyrirhug- aða brú varð aldrei annað en teikning. Næsta markmið varð að byggja brú. yfir ána hjá Árgerði - - Árgerðisána, eins og hún Begga á Völlum (Sigur- björg Þorsteinsdóttir orðaði það. Ég hef engar handbærar heimildir um hvenær lögferja kom hjá Árgerði, en kominn var hún þegar héraðshátíðin (1000 árá byggðarafmæli) var haldin á Dalvík 1910 ogég ætla að hún hafi verið þar áður en Sigur- jón læknir fluttist að Árgerði 1908. Þar var lögferja, sem greiddi leið ferðamanna uns brúin var vígð haustið 1929. Ekki finn ég heimildir, sem segja hvenær brúargerð þarna var ákveðin en veturinn 1928 fóru fram kannanir á árbotnín- um með því að reka þar niður tréstaura svo staðfest yrði hve djúpt þar væri á fasta og örugga Brúin yfir Svarfaðardalsá nýbyggð. Árgerði og Böggvisstaðir í baksýn. Dalvík, •. • Pantanir í jólaölið frá SANA þurfa að berast fyrir 20. desember. Tl£¥vftl^Ví*ÍI~ÍT% Móttaka pantana í Víkurbakaríi, sími 61432. liJidO- ^ v WlL^ Verð á 1() h]p kassa ^, 4j?00j_ Sparið og hafið SANA-drykki á jóla- borðinu. Við bendum á Miránda, Pepsi Cola og Seven Up í 1 ltr. flöskum, Mix og að ógleymdu THULE ölinu. Gleðileg jól, þökkutn viðskiptin á árinu. SANA-umboðið, Dalvík. Gísli Kristjánson. undirstöðu. Þetta var gert þegar traustur ís var á ánni. Undirbúningur um efnis- útvegun hófst snemma árs 1929, en byggingaframkvæmdir þótti ekki viðeigandi að hefja fyrr en að afstöðnum vorleysingum og mesta vatnagangi. Aðdragandi athafna. Að sjálfsögðu voru tæknileg- ar athafnir til undirbúnings að mestu framkvæmdar á vegum vegamála ríkisins, en athafnir innan sveitar ætla ég mestar hafa verið í forsjá Gísla á Hofi, og að nokkru á vegum hrepp- stjórans, Þórarins á Tjörn. Mín tengsl í þessu sambandi hófust haustið 1928, þegar ég hafði í ákvæðisvinnu vegalagn- ingu frá aðalvegi sveitarinnar utan við Árgerði, yfir Árgerðis- túnið og að brúarenda á vestur- bakka 'árinnar. í maímánuði 1929 hlaut ég að flytja möl á þennan vegarstúf, henni ók Guðjón Jónsson, á sínum sterka Chevroletbíl, en hann kom til Dalvíkur árið áður frá Reykja- vík, vafalaust með tilliti til atvinnumöguleika við brúar- gerðina, enda flutti hann til Siglufjarðar fáum mánuðum eftir að brúarsmíðinni var lokið. Störf mín í tengslum við brúargerðina kom til að ég var þá í starfi hjá Sigurði P. Jónssyni (Sigga Jóns), bæðisem búðarloka og sem forsjármaður Grána, en eins og svarfdælskir öldungar muna var Gráni fyrsti bíllinn, sem kom í Svarfaðar- dal, Fordbíll, með bensíngjöf í stýrinu, vörubíll, með burðar- magn ég man ekki hvort var 750 kg eða 1000 kg. Nokkrum mánuðum eftir að Gráni kom fékk Þorsteinn Jóhannesson sinn. Chevrolet-vörubíl, en sá bíll kom ekkert við sögu í þessu sambandi. Einhverjir aðilar höfðu samið við Sigga Jóns um að sjá mötuneyti brúargerðarmanna fyrir nauðsynjum, er þar þurfti að nota. Kom það því í minn verkahring, hjá Sigga Jóns, að snúast við útvegun þess, sem ráðskona mötuneytisins bað um og setja Grána í gang og þeytast í snatri með nauðsynjar handa starfsliðinu, sem jafnan var 23- 30 manns. Guðjón ók sementi, möl og öðru efni til brúarinnar, en ég sá um allar vistir og sitthvað fleira. Sjálf brúargerðin tók ekki langan tíma. Hún hófst 7. júlí og steinsteypu lauk 7. septemberen öðrum athöfnum að mestu við lok septembermánaðar. Veður- far var yfirleitt hagstætt meðan á verkinu stóð og það gekk með ágætum undir yfirstjórn hins rómaða brúarsmiðs, Sigurðar Björnssonar, sem um langa áraröð var yfirsmiður við brúar- gerðir vítt um landið. Lýsing á brúnni. Nærtækast og eðlilegast er að láta vegamálastjóra sjálfan hafa orðið þegar gerð er grein fyrir stærð hennar og gerð. Er það best gert með því að tjá orðrétt hér skeyti, sem Geir Zöega, þáverandi vegamálastjóri, sendi þáverandi fiármálaráðherra á Akureyri, en því embætti gegndi þá Einar Árnason á Eyrarlandi. Skeytið var sent frá Reykja- vík 13./10. 1929 og hljóðar þannig: " Fjármálaráðherra, Akureyri. " Brú á Svarfaðardalsá lengd " 76 metrar breidd 2,6 metrar " milli handriða, brúin er öll " gerð úr járnbentri stein- " steypu, hvílir á 4 stöplum, " undir hverjum stöpli standa " 5 staurar úr járnbentri stein- " steypu, eru þeir reknir árbotn- " innfallhamri 1200 kíló þung- " um og standa 5 til 7 metra " djúpt föstum botni. Staurar " þessir eru 30 sinnum 30 senti- " metrar þvermál, ísbrjótar eru " framan á stöplumjárnvarðir. " Staurarnir voru steyptir bráð- " harðnandi sementisem einnig " er mjög sterkt og voru sumir " reknir niður aðeinsfárra daga " gamlir. Brúin er þrískipt eru " endabrýrnar jafnstórar 32,5 " metrar inn i miðop brúar- " innar. Útreikningar brúarinn- " ar eru miðaðir við að hún beri " 400 kíló. á fermetra eða " samtals yfir 1000 manns. Hafa jafnaðarlega unnið 23- " 25 menn, brúiri var fullsteypt 7. september en brúargerð lokið síðustu mánaðamót. Brúin mun kosta ndlægt 45 " þúsund krónur. Vegamálastjóri. Við lestur þessarar lýsingar á brúnni skal þess minnst, að hér um ræðir skeyti, í því er forsetningum og samtengingum að mestu sleppt, ájálfsagt í sparnaðarskyni, en greinargerð- in er jafngóð fyrir því. Brúin vígð til umferðar. Þegar litið er yfir þau gögn, sem í fyrrnefndri möppu geym- ast, er fróðlegt að skoða sundur- liðun yfirsmiðsins. Þar segir m.a. að steinsteypa hafi numið 106 m3, sementsnotkun var 270 tunnur, sandur og möl 150 m3 og grjót við stöpla og keilu 200 m3. Kostnaðarreikningur yfir efni og vinnu er sundurgreindur í 9 liðum í krónum og aurum, samtals 47.753.07, en frá þeirri upphæð dróst síðar verðmæti seldra afganga og hluta, er ekki þótti taka að flytja burt, eftir að brúarsmíði á Hálsánni var einnig lokið, en hún var gerð í beinu framhaldi af umræddri brúarsmíði. Um sölu efnisafgangs getur í skýrslu frá Þórarni Kr. Eldjárn, hreppstjóra á Tjörn, til vega- málastjóra í ágúst 1930, en þar gerir hann grein' fyrir seldum leifum; timbri, flotpalli, sprengi efni o.fj. sem seldist fyrir um 555 krónur, en eitthvað var þá óselt. Óþarft er að rekja þessi atriði í lengra máli, aðeins má bæta því við, að Einar á Eyrarlandi stóð fyrir vígslu brúarinnar, sem fór fram í hálfgerðu hryssings- veðri þann 29. október að viðstöddum hópi manna. Flutti hann þar lýsingu á brúnni samkvæmt skeyti vegamála- stjórans hér að framan; Og þegar Laufey, dóttir fjármála- ráðherrans á Eyrarlandi, klippti silkiborðann og opnaði brúna til almennrar umferðar- var markað eftirtektarvert spor og vel þegið til aukins hagræðis ferðamönnum og um leið brott numin nauðsyn þess að lögferja á „Árgerðisánni" yrði starfrækt lengur. Spor var stigið til aukinnar umferðarmenningar í takti við framtíðarviðhorf og tilkomu vélknúinna ökutækja. Fimmtug brúin er nú fánýt orðin en þó til nokkurs nýt. Senn kemur að þvi að nýtt spor verður markað við hlið þess fimmtuga með því að byggja nýja brú við hæfi samgöngu- magns og samgöngutækja komandi tíma. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.