Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 14

Norðurslóð - 16.12.1980, Blaðsíða 14
Ein lítil ferðaniUa Lykkja varð á leiðinni, langar voru stundir. Heljardals-á-heiðinni hvíli ég snjónum undir. Svo var kveðið forðum á glugga eins bæjarins í dalnum. Nú er Heljardalsheiði ekki mikið farin, allra síst á vetrum enda hefur enginn orðið þar úti og hlotið hvílu undir snjónum á síðari tímum. Enn er heiðin samt farin nokkuð og líklega í vaxandi mæli allra síðustu árin. Þannig fóru hestamenn fjöl- mennir þá leiðina vestur á Vindheimamela um verslunar- mannahelgina í sumar. Sagt er að farið hafi verið með eina 50 hesta. í júlí-mánuði komu 12 skagfirskar konur (og einn karlmaður) gangandi vestan yfir og hlutu góðar móttökur hjá svarfdælskum kvenfélags- konum. Laugardaginn 2. ágúst efndi Ferðafélag Svarfdæla til farar vestur fyrir og gengu menn heiðina þann dag. Þátttakendur voru 11, allir úr Svarfaðardal. Farið var á 3 litlum bílum norður fyrir Ólafsfj. og Fljót og sem leið liggur í Sleitustaði. Veður var milt og hlýtt en þoka mikil í fjöllum. Ár voru í foráttu vexti. Var því ekki um það að ræða að stytta sér leið með því að fara á bílum fram Kolbeins- dal frá Víðinesi í Hjaltadal, eins og skagfirsku konurnar gerðu, og þannig yfir Kolbeinsdal sá framan við Heljará. Var ekki um annað að ræða en ganga endilangan Kolbeinsdal norðan ár til að sleppa viö öll meirihátt- ar vatnsföll. Því var ekið upp að Smiðs- gerði. Sá bær er í mynni Kolbeinsdals skammt fyrir ofan Sleitustaði. Þar höfðu menn tal af bóndanum Páli Pálssyni, bróður Gísla Pálssonar (Lalla) á Hofi síðar Sökku. Þar fengu göngumenn þær fréttir, að talinn væri vel þriggja fima gangur fram að Heljará. Þótti sumum það lygileg saga, því á kortinu sýndist þetta ekki ýkja- langt. Var nú land lagt undir fót um hálftvöleytið og þrammað í gegnum döggvotan puntinn fram kafloðnar engjar Smiðs- gerðisbónda. Var þetta harð- snúið lið, 7 konur og 4 karlar. Karlarnir tregari eins og fyrri daginn, ef um einhverjar mann- raunir er að tefla. Eftir stuttan gang var komið að brotum gamla eyðibýlisins Sviðnings. Það býli fór í eyði eftir að snjóflóð braut niður bæinn fyrir hálfri öld. Þar fórst bóndinn og ungt barn, faðir og systkia Önnu Sölvadóttur í Ytra-Garðshorni. Klukkutíma gangur. Var þá komið að eyðibýlinu Saurbæ, þar standa engin hús uppi, en veggir stæðilegir og mikið gras í túni. Handan ár og lítið eitt framar stendur enn uppi fram- hús býlisins Unastaða. Virðist hafa verið góð bújörð með miklu grasi. Þarna áðu menn drykklanga stund og átu af nestinu. Enn klukkutíma gangur. Þá var gengið í hlað á Skriðu- landi. Þar stendur uppi hluti af bæjarhúsum, opinn fyrir veðri og vindum og heldur ömurleg- ur. Uppi á lofti var hrúga af blöðum, Tíminn frá 1932, Dag- ur frá 1933. Þarna hafa búið framsóknarmenn, það leynirsér ekki. Skáhallt handan ár er Fjall, enn eitt eyðibýlið. Þar standa uppi hús, sum nýleg að sjá. Þarna bjuggu síðast sveit- ungi vor Víglundur Pétursson og kona hans Margrét. Á bak við bæinn og litlu utar er lægð í hálsinn kölluð Grófin. Þar um liggur leiðin handan úr Hjalta- dal. Þá leið hafa gengið og riðið margir Svarfdælingar í aldanna straumi. Áfram er haldið og gengið þriðja klukkutímann. Farið er framhjá tóftum býlisins Bjarna- staða og síðan Bjarnastaðasels fram undir Heljará. Þar mótar vel fyrir tóftum og kom undir- rituðum þá í hug gömul furðu- Níu göngugarpar við Heljarárgil. saga, sem hér fylgir sem viðauki. Sem sagt þrjá tíma tók það að rölta fram dalinn, svo ekki laug Smiðsgerðisbóndi. Nú var haldið upp brattan Heljardalshálsinn, fram með hrikalegu árgljúfrinu og sem leið liggur fram dal. í Þrúfn- hólum var áð og síðustu bitarnir etnir. Þar er góð beit einna fremst á dalnum, sem þar er gjarnan áð, hvora leiðina sem farið er. Nú skal farið fljótt yfir sögu. Um stund sá til fjalla bak við Heljarskál. Þar eru tvö fjöll, sem vel sjást héðan úr sveitinni t.d. af Tungunum. Það eru hnúkarnir Heljarhnúkur og litlu vestar Deilir með stöllóttum útlínum. Annað sést ekki af Ljósm. Eygló Gunnarsd. Skagafirði úr þessari sveit. Eftir aðra þrjá tíma komu göngumenn að Stóruvörðu í ca 870 metra hæð yfir sjó. Nokkrir príluðu upp á vörðuna til að láta taka af sér mynd, þar geta 3 staðið samsíða. Og svo hófst niðurgangan ofan í sótsvarta, svarfdælska þokuna og segir ekki af ferðum manna niður Hnjótana. En eftir tvo tíma sást grilla í ljós hinumegin ár. Það voru gluggarnir í Koti. Þá hafa margir orðið fegnir að sjá bæði fyrr og síðar samanber viðauka. I hlaðinu á Koti leystist hópurinn upp og hurfu menn inn í bíla, sem fluttu hvern til síns heima, eftir 8 klukkustunda erfiða en lærdómsríka ferð. Furðuleg villa Kotshjónin Guðrún og Jónas. Á leið um Kolbeinsdal nálægt Bjarnastaðaseli neðan við Helj- ará minntist ég þess að hafa heyrt þær Magnúsdætur frá Koti, Guðrúnu og Gunnlaugu, segja undarlega sögu um villu á þessum slóðum. Ég gerði mér ferð fram í Kot eitt kvöldið nú í haust og bað Guðrúnu að rifja upp fyrir mig söguna. Yfir kaffibollanum krot aði ég niður eftirfarandi: Það mun hafa verið rétt fyrir jólin á því herrans ári 1921. Ungur maður frá bænum Á í Unadal hafði komið innan úr Firði að kvöldi dags og fengið gistingu á Atlastöðum. í býtið næsta morgun lagði ungi mað- urinn af stað vestur yfir heiði fylgdarlaus. Hann var sæmilega búinn til vetrarferðar og bar léttan poka. Það var vestan éljaveður og mikill snjór á jörðu eftir lang- varandi ótíð. í slíku veðri mundi vera hvasst og dimmt á henni Helju og ekki skemmtilegt einmanna ferðamanni. Það segir fátt af einum og engar sagnir eru til um för þessa unga manns frá Á eða hvað á daga hans dreif á heiðinni. Víkur nú sögunni heim í Kot, fremst byggðra býla í Svarfaðar dal, litlu framaren Atlastaðiren hinumegin ár. Komið var langt fram á kvöld og skammdegismyrkrið dottið á. Fólk sat að vinnu við smábandið, aðalverslunarvöru dalabóndans og gjaldmiðil til jólainnkaupanna. Þarsátuhjón in Magnús Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Hún hafði sem barn verið nokkur ár í Bjarnastaðaseli í Kolbeinsdal, þ.e. áður en foreldrar hennar fluttu að Klaufabrekknakoti árið 1882. Þarna sátu líka dætur þeirra þ.á.m. Guðrún á 13. ári. Guðrún man vel þetta kvöld í lágum kotbænum. Ljós logaði á olíulampa en veður buldi á þekjunni. Þá heyrir hún að komið er að glugganum, sem 14 - NORÐURSLÓÐ var nokkuð hátt upp á veggn- um. Það var einhver mannvera að dangla í gluggan, en rennur niður aftur. Kemur síðan aftur í ljós, en hrapar niður og þannig nokkrum sinnum. Allirlíta upp, vinnan hættir en Magnús fer út að glugganum. Hann sér að úti fyrir er maður og heyrir að hann biður veikum rómi að sér sé hleypt í bæinn í guðs nafni, því hann sé að þrotum kominn. Magnús lét ekki manninn lengi bíða, en snaraðist út og kemur að vörmu spori og biður Ingi- björgu að koma strax fram í eldhús, því þar sé kominn maður mjög illa á sig kominn og geti vart staðið í fæturna. Það er skemmst frá því að segja, að þarna var þá kominn maðurinn, sem snemma um morguninn' hafði lagt af stað frá Atlastöð- um vestur yfir Heljardalsheiði. Það kom brátt í ljós, að auk þess að vera að fram kominn af þreytu var maðurinn líka kalinn á báðum fótum. Nú var hafist handa að líkna honum, fætur hans þíddir í köldu vatni, eins og þá þótti rétta aðferðin, en síðan var hann drifinn ofan í rúm þar sem hann sofnaði brátt. Hann svaf þó óvært og leið illa, þegar blóðrásin var að komast af stað í köldum fótunum. Hann lá þarna í nokkra daga, en vildi þá endilega komast leiðar sinn- ar og fá fylgd vestur yfir. Ekkert gat hann sagt skilmerkilega um ferð sína upp á Helju eða hvar hann hefði misst átta og snúið við. Hitt var ljóst að hann hafði einhversstaðar týnt poka sínum, en hvenær, því gat hann ekki gert grein fyrir. Eftir 4-5 daga var komið gott veður. Þá lagði Skagfirðingur- inn aftur af stað til síns heima og hafði með sér góðan fylgdar- mann. Það var Halli á Þorsteins stöðum, þ.e. Hallgrímur Einars- son síðar bóndi í Klaufrakoti og síðast á Urðum, faðir Einars og þeirra systkina. Hallgrímur hugsaði sér að hann skyldi reyna að finna pokann, því í honum átti að vera ýmislegt dót, sem ungi maðurinn hafði keypt á Akur- eyri til jólanna. En þótt vel væri horft í kringum sig bólaði hvergi á pokanum, hvorki í Hnjótun- um né á heiðinni né á Heljardal og var nú vonin úti að hann fyndist í það skiptið. En svo gerðist undrið. Þeir félagar fylgdu símalínunni alla leiðina eins og oftast var gert á vetrum eftir að síminn var lagður á þessum slóðum 1906-7. Þegar þeir nú koma að tættum Bjarnarstaðasels rétt utan við Heljará, ganga þeir fram á týnda pokann bundinn við símastaurinn, sem þar stóð. Og nú er sagan nánast öll. Því má þót bæta við, að heima í Koti hafði maðurinn sagt að hann hefði orðið þreyttur og lagst til hvíldar einhverstaðar á leiðinni. Hann hefði sofnað og vaknað aftur kaldur og skjálf- andi. Þá minntist hann kamfóru Jón Halldórsson, sem lengi bjó í Klaufnabrekknakoti, og oftast við þann bæ kenndur, bjó í Bjarnastaðaseli í Kolbeinsdal 1876-82. Jón hafði þá fyrir nokkru slitið samvistum við konu sína og bjó nú með Helgu Guðmundsdóttur, og áttu þau saman 2 börn, Gunnlaug og Ingibjörgu, og munu þau hafa verið 6 og 7 ára, er saga þessi gerist. Jón hafði mikið stundað lækningar og þótti heppinn íþví starfi. Það skal tekið fram, að hann brúkaði aldrei „hómó- patameðul", eins og sumstaðar er um hann sagt. Það mun hafa verið síðasta ár hans í Seli að hann tók til lækninga dótturdóttur sína úr Svarfaðardal, er Jóhanna hét. Þjáðist hún af krampa eða flogaveiki, eins og það var kallað. Hún var á líku reki og börn Jóns og Helgu, og var hún oft að leikjum með þeim. Svo var það eitt sinn, að glass, sem systir hans innfrá hafði gefið honum, náði í það og dreif ofan í sig vænum slurk. Við það hresstist hann og braust á fætur og hélt af stað út í hríðina. En eitthvað hefur blessaður maðurinn verið orðinn ruglaður í kollinum, fyrst hann tók ekki eftir því, að hann var að fara upp börnin voru stödd á hól neðan við túnið, að Jóhanna veltir við steini og finnur undir honum hnapp, sem hún tekur. Fara börnin með hann heim til Jóns. Hreinsaði hann hnappinn og sér, að hann er úr silfri og skreyttur rósaflúri eins og títt var með slíka hluti fyrr á öldum. Tekur Jón hnappinn og læsir hann niður í skatthol sitt. Ekki munu hafa verið nema 2 rúm í baðstofunni í Seli og svaf Jón í öðru með Gunnlaug, en Helga í hinu með Ingibjörgu og Jóhönnu. En þetta kvöld segir Jón við Helgu: „Það er best að hún Jóhanna litla sofi hjá mér í nótt. Gunnlaugur getur sofið hjá þér“. Og háttar fólkið þannig. Mun Helga og börnin hafa sofnað fljótt, en Jón hallaði sér aðeins aftur á bak og reykti pípu sína, sem hann var vanur að gera. Fannst honum þá sem hann félli í einhvern dvala og gat ekki gert sér grein fyrir því, snarbrattan Heljardalshálsinn, dalinn og síðar heiðina. Hitt verður þá líka að viður- kenna, að ekki hefur honum verið fisjað saman, piltinum þeim, að honum skyldi endast þrek og seigla til að komast þessa leið klakklaust og allar götur ofan í Kot, þar sem björgunin beið hans. hvort hann væri í vöku eða svefni. Sér hann, að inn í baðstofuna kemur maður all- stórvaxinn. Er hann í peysu silfurhnepptri, og eru hnapp- arnir eins og hnappur sá, er Jóhanna fann, og vantar einn hnappinn. Þykist Jón sjá, að maðurinn hafi illt í hugá, enda með hníf í hendi og leitar á, að ná til Jóhönnu, sem svaf í rúminu fyrir ofan hann. Spretíur Jón upp og rekur manninn á undan sér fram úr baðstofunni, fram göngin og út úr bænum. Falla þá þessir dvalafjötrar af Jóni og stendur hann þá frammi á bæjardyrum á nærklæðum einum saman. Fer hann þá inn og sofnar skjótt, enda ekki ónáðaður annað sinn. En það er af Jóhönnu að segja, að hún fékk aldrei flog eftir þetta. Fluttist hún síðar austur í Þingeyjarsýslu, giftist þar og eru út af henni komnir merkir athafnamenn. (Sögn Ingibjargar í Koti, dóttur Jóns. Skráð af Jónasi Þorleifs- syni.) Hnappurinn í Bjarnastaðaseli

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.