Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 6
sjávarútvegur „Þetta eru mikil von- brigði, að málinu skuli ljúka svona eins og virðist stefna í. Ég held að þetta sé mikið umhugsunarefni fyrir stjórn- völd og niðurstaðan þrýstir á að þau, löggjafarvaldið, svari þeirri spurn- ingu hvort og hvernig eigi að tryggja byggðafestu í veiðum og vinnslu innan fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður atvinnuvega- nefndar, spurður um þá niðurstöðu að HB Grandi ákvað að leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Páll hefur fyrr sagt við Fréttablaðið að hann hafi verið þeirrar skoðunar lengi að svara verði þessari spurn- ingu, ekki síst vegna þess að það hafi verið sýnt fram á það með niðurstöðu Hæstaréttar að lögin haldi ekki þegar kom að því að tryggja sveitarfélögum réttindi um forkaupsrétt aflaheimilda, og vísar hann þar til máls Vestmanna- eyjabæjar um kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin árið 2012. Dómur Hæsta- réttar er rétt tveggja ára gamall. „Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessu og svarað því hvað koma á í stað- inn, og tryggja þennan anda laganna um byggðafestu. Þessi atburðarás og niðurstaða uppi á Skaga knýr á um að það verði gert fyrr en seinna,“ segir Páll og segir það vel koma til greina að taka málið upp sérstaklega á vettvangi þingsins, og segir það örugglega verða rætt innan nefndarinnar. „Annaðhvort að eigin frumkvæði eða ef viðbragða er að vænta frá hendi ráðherra sem kæmu til kasta nefndarinnar,“ segir Páll. Haraldur Benediktsson, fyrsti þing- maður Norðvesturkjördæmis og for- maður fjárlaganefndar, tekur undir með Páli. „Ég er gífurlega svekktur yfir að þetta skuli vera niðurstaðan. Viðræður hafa þó skýrt myndina og skilað ein- Þingið þarf að bregðast við Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. í 40 ÁR Með álfinum ...til betra lífs ! 150 störf eru í hættu vegna brotthvarfs HB Granda. FréttaBlaðið/ anton Brink hverjum árangri. Eftir stendur þó þessi hópuppsögn og sú staða sem blasir við fjölmörgum íbúum á Akranesi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Haraldur. Hann segir eitt megininntak fisk- veiðistjórnunarlaganna vera byggða- festu „sem sé núna komið í kastljósið eftir þessa niðurstöðu“ og hann horfir til nýskipaðrar ráðherranefndar í því samhengi. „Ég geri einfaldlega þá kröfu til hennar að hún komi með alvöru til- lögur í þeim efnum að treysta þetta inntak fiskveiðistjórnunarlaganna um samfélagslega ábyrgð og byggða- festu. Mér finnst aðalatriðið núna því ekki vera gjaldtakan,“ segir Har- aldur sem nefnir að kannski þurfi að svæðaskipta landinu. „Þannig að við séum ekki að múl- binda kvóta á tiltekin sveitarfélög heldur að við getum horft á atvinnu- svæði sem andlag að slíkri byggða- festu,“ segir Haraldur. „Þegar fiskvinnsla og sjávar- útvegur er að þjappast saman á höfuðborgarsvæðinu þá eru ein- hverjir vitlausir hvatar þarna inni sem við verðum að endurskoða,“ bætir Haraldur við og ítrekar að ráð- herranefndin ætti að skoða mark- miðin með lögunum – það hvernig við byggjum landið – í staðinn fyrir gjaldtöku af greininni. svavar@frettabladid.is Hafa ekki sýnt fram á hagræðingu aðgerðarinnar Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness fordæmdi ákvörðun HB Granda um að ætla að hætta land- vinnslu á Akranesi og færa störfin til Reykjavíkur, en fundurinn var haldinn sama dag og tilkynnt var um ákvörðun fyrirtækisins. Segir í ályktun að það sé „mat fundarins að forsvarsmenn fyrir- tækisins hafi ekki sýnt fram á þá hagræðingu sem slíkar aðgerðir eiga að leiða af sér. Aðalfundurinn skorar á Alþingi Íslendinga að byggðafesta aflaheimildir og standa vörð um dreifða byggð í landinu og trygga atvinnu eins og kveðið er á um í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Fundurinn telur það nöturlegt þegar aðilar sem hafa tímabundinn umráðarétt yfir auðlindum hafsins geta tekið ákvörðun um að svipta fólk lífs- viðurværi sínu og skilja samfélögin eftir í sárum.“ Dómsmál Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- ness þess efnis að tvær stúlkur verði vistaðar á vegum barnaverndar- nefndar Hafnarfjarðar í sex mánuði. Samkvæmt dómi Hæstaréttar hafði barnaverndarnefnd haft afskipti af fjölskyldunni síðan 2010 þegar for- eldrar stúlknanna voru handteknir fyrir fíkniefnalagabrot og skattsvik. Í dómnum er rakið hvernig barnavernd hefur haft afskipti af fjölskyldunni margoft á tímabilinu en stúlkurnar höfðu lögheimili hjá móður sinni frá skilnaði for- eldranna árið 2012. Á meðal gagna í málinu er tilkynning sem barst frá sjúkraflutningamönnum og hjúkr- unarfólki um að móðirin hafi verið drukkin ásamt elstu dóttur sinni í miðbæ Reykjavíkur skömmu áður en hún varð 18 ára gömul. Yngri dæturnar tvær, sem með dómnum eru fjarlægðar af heimilinu, hafa mætt illa í skóla og dregist verulega aftur úr í námi miðað við jafnaldra sína. Þær þurfa mikla námsaðstoð. Samkvæmt dómnum hafa fjöl- margar tilkynningar borist vegna háreysti, ölvunarláta og rifrildis á heimilinu. Barnaverndarnefnd hefur margoft tekið blásturssýni frá móðurinni en aðeins í eitt skipti fundust merki um áfengisdrykkju. – snæ Missti dætur sínar vegna óreglu Hæstiréttur staðfesti að stelpurnar væru teknar af móðurinni í sex mánuði. FréttaBlaðið/GVa DaNmÖrK K i r k j u m á l a - ráðherra Dan- merkur, Mette B o c k , l e g g u r áherslu á að laga- ákvæði um guð- last verði afnumið. Danskir fjölmiðlar greina frá því að ráð- herrann sé viss um að hið umdeilda ákvæði verði tekið burt og hafi því aukið þrýstinginn á Venstre ásamt þingmönnum annarra flokka. Bock, sem er í Frjálslynda banda- laginu, bendir á að tímarnir hafi breyst fá því að ákvæðið var sett í lög 1866. Nú sé mikil umræða um tjáningarfrelsi. Einingarlistinn lagði fram frumvarpið um afnám ákvæð- isins um guðlast. Trúarleiðtogar ótt- ast afleiðingarnar. – ibs Kirkjuráðherra vill ákvæði um guðlast burt rússlaND Rússneskum milljarða- mæringi hefur verið gert að afhenda fyrrverandi eiginkonu sinni 453 milljónir punda, andvirði rúmlega 61 milljarðs króna, vegna skilnaðar þeirra. Að þessari niðurstöðu komst dómstóll á Bretlandi í gær. Fær konan alls 41,5 prósent eigna þeirra við skilnaðinn. Dómari komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að ekki skyldi birta nöfn þeirra tveggja. Jafnframt munu þau fá að dvelja áfram í Bretlandi líkt og þau hafa gert undanfarin ár. Maðurinn auðgaðist á viðskipt- um með olíu og gas en seldi öll sín hlutabréf í orkufyrirtæki fyrir um milljarð punda fyrir fimm árum. Taldi hann framlag sitt til fjölskyld- unnar meira en eiginkonunnar en dómari var á því máli að framlag þeirra hefði verið jafnt þar sem hún hefði sinnt starfi húsmóður. – þea 61 milljarðs króna skilnaður samgÖNgur Óþægindi sem fylgja framkvæmdum skila oftast örugg- ari götum að þeim loknum að mati slökkviliðsstjóra. Tilraunir standa einnig yfir með kerfi sem veitir við- bragðsaðilum forgang á ljósum. „Lokanir og breytingar geta vald- ið töfum hjá okkur en þegar þeim er lokið þá erum við yfirleitt komin með betri götur en áður,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdir standa yfir á ýmsum götum í og við miðbæ Reykjavíkur sem hafa áhrif á umferð. Má þar nefna þrengingu á Miklubraut til vesturs, lokanir í kringum Hörpu og á Framnesvegi. Jón Viðar segir að slökkviliðið sé í samstarfi við sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu vegna málsins. „Miklabrautin að framkvæmdum loknum verður miklu öruggari en sú gata sem við höfum í dag. Ég býð nú ekki einu sinni í það ef við hefðum ekki strætóakreinina sem við þó höfum núna,“ segir Jón Viðar. „Þetta er óþægilegt meðan á þessu stendur en við munum sjá ávinning af því.“ Slökkviliðsstjórinn segir að sjúkraflutningamenn séu dug- legir að láta hver annan vita af því hvernig staðan á umferðinni sé. Þá sé einnig unnið að því að taka í notkun kerfi sem geri þeim kleift að hafa áhrif á stöðu umferðarljósa. „Við höfum verið að prófa þetta á Snorrabrautinni að láta grænu bylgjuna koma á til að komast hraðar í gegn. Við höfum fjárfest í búnaði fyrir bílana og það er unnið að því að þróa kerfið áfram og fín- stilla það. Vonandi verður það komið á fullt í lok árs,“ segir Jón Viðar að lokum. – jóe Prófa búnað sem hefur áhrif á stöðu umferðarljósa Miklabrautin að framkvæmdum loknum verður miklu öruggari en sú gata sem við höfum í dag. Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðs- stjóri Mikil óþægindi hafa skapast vegna framvæmda við miklar umferðaræðar í höfuðborginni. 1 3 . m a í 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -5 6 8 4 1 C D 9 -5 5 4 8 1 C D 9 -5 4 0 C 1 C D 9 -5 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.