Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 16
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7- 14 49 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is Hælisleitendur á Íslandi Hvernig er ferlið þegar só er um hæli? Hvað gerir Rauði krossinn fyrir hælisleitendur? Áshildur Linnet verkefnastjóri og Arndís A.K. Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða krossinum fjalla um ferlið við það að sækja um hæli á Íslandi. Hvar byrjar fólk, hvernig líður því, hvaða aðstoð fær það og hvar endar það? Þessum spurningum og fleiri verður svarað á fyrirlestri miðvikudaginn 17. maí kl. 8.30–9.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Laugavegur 28b 101 Reykjavík Höfum fengið í einkasölu heildareignina við Laugaveg 28B, Reykjavík. 413,9 fm hús sem stendur á 234 fm eignarlóð með nýtingarhlutfall 3,9. í dag er rekinn verslun á jarðhæð og veitingarstaður á efri hæð húsins. Húsið skiptist í 222 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð og 191,8 fm á 2. hæð og í risi. Það er veitingahúsnæði og skrifstofur. Í dag er húsnæðið í leigu til tveggja leigutaka. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari uppl. veitir: Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali kjartan@eignamidlun.is 824 9093 / 588 9090 Dómsmál Mannréttindadóm- stóll Evrópu mun á fimmtudaginn kveða upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jóns- sonar gegn íslenska ríkinu. Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. Í tengslum við rannsókn Baugs- málsins rannsökuðu skattayfir- völd skattskil þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva fyrir árin 1998-2002. Leiddi rannsóknin til hækkunar á álögðum sköttum þeirra og ákvað yfirskattanefnd 25 prósenta álag á skattana. Þeir Tryggvi og Jón telja að með 25 prósent álaginu hafi þeim verið gerð refsing vegna þess- ara atvika. Síðan voru þeir dæmdir í Hæstarétti vegna brota á skatta- lögum. „Þetta snýst um það hvort það hafi verið heimilt að refsa tvisvar, annars vegar fyrir stjórnvöldum og hins vegar fyrir dómstólum,“ segir Gestur Jónsson,verjandi þeirra. – jhh Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Þetta snýst um það hvort það hafi verið heimilt að refsa tvisvar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs og Tryggva TÆKNI Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjót- unum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 doll- ara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upp- hæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjald- miðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðast- nefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvu- þrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hug- búnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggis- hönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og net- öryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, for- sætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upp- lýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni. johannoli@frettabladid.is Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. Breska heilbrigðiskerfið NHS var nánast ónothæft í gær vegna árásarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VENEsÚElA Lyfjafræðingurinn Luis Lopez tók í gær við sem heilbrigðis- ráðherra Venesúela. Hann tekur við af kvensjúkdómalækninum Anton- ietu Caporale sem gegnt hafði emb- ættinu í fjóra mánuði. Caporale var ýtt úr stjórninni af forsetanum Nicolas Maduro eftir að tölfræði um ástand heilbrigðis- kerfis landsins skaut upp kollinum. Slík tölfræði hefur ekki verið gefin út síðustu tvö ár. Tölurnar, sem komu frá heilbrigð- isráðuneytinu, sýna að ungbarna- dauði í landinu hefur aukist um 30 prósent og sængurkvennadauði um 65 prósent frá því að slík tölfræði var síðast gefin út. Þá fjölgaði malaríu- tilfellum um 76 prósent á milli ára. Kreppan í Venesúela hefur nú varað í rúm fjögur ár og verða áhrif hennar víðtækari með hverjum deginum sem líður. Verðbólga er í hæstu hæðum og skortur er á mat- vælum og helstu nauðsynjavörum. Þá stefnir allt í að lyfjaskortur verði í landinu en heilbrigðisstarfsmenn áætla að 85 prósent lyfja séu að verða uppurin. – jóe Heilbrigðisráðherranum sparkað Nicolas Maduro lét Antonietu Caporale taka pokann sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 3 . m A í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R16 f R é T T I R ∙ f R é T T A B l A ð I ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -2 A 1 4 1 C D 9 -2 8 D 8 1 C D 9 -2 7 9 C 1 C D 9 -2 6 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.