Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 32

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 32
Tvö lönd eru talin lík-legust til afreka í Euro-vision í kvöld. Ann-ars vegar Ítalía, með sjarma tröllið og orku-boltann Francesco Gabbani í fararbroddi, og hins vegar Portúgal þar sem hinn silkimjúki Salvador Sobral leikur við míkró- fóninn eins og hann sé að mála fal- legt málverk í rólegheitum. Önnur lönd sem koma til greina samkvæmt sérfræðingum hér í Kænugarði eru Svíþjóð, Belgía, Rúmenía og jafnvel Danmörk en danska lagið hefur komið sterkt inn undanfarna daga. Langlíkegast er að ítalski söngv- arinn Francesco Gabbani muni hampa glermíkrófóninum eftirsótta þegar úrslitin verða kunngjörð. Lagið hans, Occidentali’s Karma, er gríðarlega vinsælt um Evrópu og hefur Gabbani verið hampað fyrir framkomu sína og brosmildi hér undanfarna daga. Nýleg alþjóðleg frægð Riccardo Pasquini, blaðamaður RTV 38, segir að Gabbani sé mjög vinsæll á Ítalíu og nýleg alþjóðleg frægð hans hafi ekki stigið honum til höf- uðs. „Við erum bjartsýn fyrir stóra kvöldið. Francesco varð mjög vinsæll á Ítalíu ekki alls fyrir löngu. Lagið hans er eitt mest selda ítalska lag frá upphafi og það er búið að horfa á myndbandið hans yfir 100 milljón sinnum. Ítalskt lag hefur aldrei notið svona mikilla vinsælda þannig að, já, ég myndi segja að við værum bjart- sýn en við sjáum til þegar atkvæðin verða talin hvernig fer.“ Ítalir hafa unnið keppnina tvisvar sinnum, 1964 og 1990 þegar Stjórn- in varð í fjórða sæti með Eitt lag enn. Þeir hafa tekið þátt 42 sinnum og voru meðal þjóða sem sungu í fyrstu Eurovisionkeppninni 1956. Gabbani vann Sanremo-keppnina sem er forkeppni Ítala en sú keppni er einmitt fyrirmynd Eurovision. Lagið keppti ekki í undankeppn- inni þar sem Ítalir eru ein af hinum svokölluðu stóru fimm sem komast beint í úrslitin. Hin eru Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Ítalir drógu sig út úr Eurovision fyrir 20 árum en sneru aftur 2010. Það er sama við hvern er talað, hvort sem það eru íslenskir Euro- visionsérfræðingar eða íslenskir blaðamenn eða erlendir sérfræð- ingar eða blaðamenn, það spá allir að Gabbani muni vinna. Sigurinn sé nánast þegar kominn í höfn og Eurovisionsirkusinn haldi til Rómar á næsta ári. Hjartveikur hjartaknúsari Þó er einn keppandi sem gæti veitt honum einhverja keppni. Mikið hefur verið rætt og ritað hér í Úkraínu um Salvador Sobral, söngvarann frá Portúgal. Með- byrinn sem lag hans og flutningur hefur fengið undanfarna daga er mikill. Sobral er 27 ára og glímir við hjartasjúkdóm. Hann syngur á móðurmálinu en lagið er samið af systur hans sem einnig er söngvari. Hann hefur lýst laginu á blaða- mannafundum sem sorglegu ástar- lagi. Sobral talar litla ensku þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum og vegna ástands hans hefur hann lítt haft sig í frammi. Portúgalar eru einnig bjartsýnir á gott gengi en þeim hefur aldrei gengið neitt í Eurovision. Hafa hæst náð sjötta sæti og fengið tvisvar 0 stig. Nina Pinto, fararstjóri portú- galska hópsins, segir að lagið sé ólíkt öðrum lögum. Annaðhvort elski fólk það eða hati. „Lagið er vinsælt og í fyrsta sinn sé ég okkur í efri hlutanum og jafnvel með mögu- leika á sigri. En þetta er öðruvísi lag og annaðhvort elskarðu það eða hatar. Það er ekkert meðalhóf. En ég vona að okkur gangi vel.“ Nokkrir hafa bent á að fjarvera hans í upphafi keppninnar hafi verið skipulögð til að skapa umtal um hjartasjúkdóm hans og fá þann- ig fleiri atkvæði. Þessu vísar Pinto til föðurhúsanna. „Hann er með hjartasjúkdóm og það vita allir. Hann hefur haft hann í nokkur ár og það hefur aftrað honum frá því að syngja. Hann er með læknateymi og verður að fara sér hægt og taka því rólega en hann getur alveg sungið. Hann gat ekki komið hingað fyrir tveimur vikum því læknar vildu ekki leyfa honum það. Hann vill enga sérmeðferð, hann vill vera eins og allir hinir.“ Þótt þetta sé fyrirfram talið tveggja turna tal veit enginn hvað gerist í Eurovision. Ekki voru margir á því að Jamala myndi vinna í fyrra. Hvort keppnin fer fram í Róm eða Lissabon á næsta ári mun koma í ljós þegar atkvæðin hafa verið talin. Eitt er víst. Svala Björgvins- dóttir hefur lokið keppni og nokkur frábær lög duttu út sem áttu miklu meira skilið að vera á úrslitakvöld- inu en til dæmis Aserbaídsjan – en það atriði og lag verður seint talið líklegt til afreka. Tveggja turna tal á stóra sviðinu Úrslitin í Eurovision ráðast í kvöld en sérfræðingar telja Francesco Gabbani frá Ítalíu eiga mikla möguleika. Portú- galinn Salvador Sobral er líka talinn líklegur en sá er með hjartagalla og hefur lítið getað einbeitt sér að keppninni. Sviðið er 30 tonn og 350 fermetrar l Sviðið er í 14 metra hæð og breiddin á því er sjötíu metrar. l Það tók 8.000 vinnustundir að reisa sviðið. l Lýsingin í salnum er gríðarlega öflug en þar eru 1.816 ljós sem nota 854.000 vött. l Skjárinn fyrir aftan sviðið er þúsund fermetrar og getur sýnt efni í 18k upplausn. l Hljóðkerfið er af dýrari gerðinni og eru 258 risahátalarar inni í höllinni. l Í salnum eru 212 hljóðnemar og þrettán hljóðborð. l Alls eru tuttugu myndavélar í salnum til að taka upp Eurovision. l Flytja þurfti inn 18 rafstöðvar til að geta séð öllum búnaðinum fyrir rafmagni. l Það þurfti 230 trukka til að flytja allan búnaðinn inn í höllina í Kænu- garði og yfir 800 starfsmenn til að setja allt upp. l 220 starfsmenn vinna að beinu útsendingunni og koma þar 180 kíló- metra langir kaplar við sögu. l Það þurfti að flytja inn 10.500 teppi í höllina fyrir Eurovision. Margir telja nánast öruggt að hinn 38 ára Francesco Gabbani muni vinna Eurovison, enda lag hans feiknavinsælt um alla álfuna. Fréttablaðið/EPa Lagið er vinsæLt og í fyrsta sinn sé ég okkur í efri hLutanum og jafnveL með möguLeika á sigri. en þetta er öðruvísi Lag og annað- hvort eLskarðu það eða hatar. Nina Pinto, fararstjóri portúgalska hópsins Sá sem er helst talinn geta skákað Ítalanum er hinn portúgalski Salvador Sobral. Sá hefur heillað áhorfendur upp úr skónum. Fréttablaðið/EPa skrifa frá Eurovision í kiev Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@365.is Stefán Árni Pálsson stefanp@365.is 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -3 3 F 4 1 C D 9 -3 2 B 8 1 C D 9 -3 1 7 C 1 C D 9 -3 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.