Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 69

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 69
Viltu markaðssetja áfangastaðinn Reykjavík? Menningar- og ferðamálasvið - Höfuðborgarstofa Verkefnastjóri ferðamála Hlutverk Menningar- og ferðamálasviðs er að fara með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðinu tilheyra menningarstofnanir Reykjavíkurborgar; Borgarbóksafn Reykjavíkur - menningarhús, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur. Höfuðborgarstofa leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum einstaklingi til að efla ímynd Reykjavíkur sem áfangastaðar og leiða stefnumörkun á sviði markaðsmla fyrir Höfuðborgar- stofu. Verkefnastjóri ber ábyrgð á markaðsstarfi Höfuðboarstofu, gerð-, innleiðingu- og eftirfylgni markaðsáætlana, markmið- setningu og samhæfingu markaðsmála og öflun og greiningu markað- supplýsinga. Í starfinu felst umtalsverð samvinna við aðila innan og utan Reykjavíkurborgar. Um nýtt starf er að ræða hjá Höfuðborgarstofu. Áherslur starfsins byggja á Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og starfsáæt- lun Höfuðborgarstofu á hverjum tíma. Starfið krefst: • Háskólamenntunar sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði markaðsmála er ótvíræður kostur. • Að lágmarki 3ja ára reynslu á sviði markaðsmála, þekking og reynsla af ferðaþjónustutengdu markaðsstarfi er kostur. • Hæfni til að afla og greina upplýsingar og koma á framfæri með skýrum hætti. • Frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum og framúr- skarandi skipulagshæfileika. • Mjög góðrar tungumálakunnáttu, íslensku og ensku, og hæfni til að tjá sig vel í ræðu og riti. • Færni og getu til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum í einu. • Góðs valds á upplýsingatækni og –miðlun. • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og ríkrar þjónustulundar. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir: Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, ashildur.bragadottir@reykjavik.is, sími 411 6012. Vakin er sérstök athygli á markmiðum starfsmanna- og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem er að finna á www. reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 28. mai nk. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Prima ehf. óskar eftir starfsmanni á verkstæði félagsins. Um er að ræða viðhald og viðgerðir á jarðvinnuvélum, vörubifreiðum og öðrum ökutækjum ásamt smærri vélum og verkfærum. Prima ehf. sérhæfir sig í jarðvinnu, húsarifi, veggsögun, kjarnaborun og múrbroti. Mikil vinna framundan. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Þorstein í síma 852-5808 eða á prima@primaehf.is Starfsmaður vanur vélaviðgerðum óskast. Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar Félagsþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa stöðu félagsráðgjafa. Um er að ræða 100% starf. Helstu verkefni og ábyrgð: • Greining og meðferð barnaverndarmála • Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu • Forvarnarstarf og fræðsla Menntun og hæfniskröfur: • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi • Reynsla á sviði barnaverndar æskileg • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgja- fafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní 2017. Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi í síma 433 7100, netfang: vildis@borgarbyggd. is og Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840 1522, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is Aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla Skóla- og frístundasvið Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra í Austurbæjarskóla. Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru 430 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa ríkan sess í skóla- starfinu. Austurbæjarskóli er fjölmenningarlegur skóli þar sem virðing er borin fyrir ólíkum hæfileikum og komið er til móts við þarfir nemenda. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og nærsamfélag er gott. Verksvið • Að stýra og bera ábyrgð á daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og vera staðgengill hans • Að vinna að starfsþróun • Að taka þátt í mótun og framkvæmd framtíðarstefnu skólans í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar Hæfniskröfur • Kennaramenntun, réttindi til að kenna á grunnskólastigi og kennslureynsla í grunnskóla • Framhaldsmenntun t.d. á sviði sérkennslufræða, mannauðs- stjórnunar eða stjórnunar menntastofnanna æskileg • Stjórnunarhæfileikar og stjórnunarreynsla • Leiðtogahæfileikar • Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum Staðan er laus frá og með hausti eða eftir samkomulagi. Umsókninni fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, stutt greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarf auk leyfisbréfs til að nota starfsheitið grunnskólakennari og upplýsingar um verkefni sem umsækjandi hefur leitt og/eða þátttöku í skólaþróun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2017. Nánari upplýsingar veitir Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri kristin.johannesdottir@rvkskolar.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Ertu fagmaður í hári? Nýtt viðskiptamódel fyrir hárgreiðslufólk. • Engin stólaleiga eða föst gjöld. • Þú kemur með þína hæfileika og gerir það sem þú ert best/ur í. • Þú borgar ekkert þegar þú ert í fríi eða frá vinnustaðanum út af öðrum ástæðum. • Enginn byrjunarkostnaður og þú færð þína innkomu greidda vikulega. • Þetta módel hentar vel fagfólki með +3 ár af reynslu í faginu. Ef þú hefur áhuga sendu okkur póst á partner@aveda.is Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -A A 7 4 1 C D 9 -A 9 3 8 1 C D 9 -A 7 F C 1 C D 9 -A 6 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.