Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 114

Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 114
Feneyjatvíæringurinn er óneitanlega stærsti vettvangur myndlistar-heimsins enda hafa mörg af stærstu nöfnum list-heimsins sýnt þar í nafni sinna þjóða. Aldrei hafa þó jafn stórar verur sýnt í Feneyjum og í ár og það fyrir jafn smáa þjóð en full- trúi Íslands er myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sem sýnir í sam- starfi við íslensku mannætutröllin Ūghs og Bõögâr undir yfirskriftinni Egill Sæbjörnsson – Out of Controll in Venice. Vikan sem var að líða var opn- unarvika tvíæringsins og Egill, sem hefur orð fyrir þeim félögum, segir að viðtökurnar hafi verið framar öllum vonum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Fjöldinn allur af stórum miðlum hefur verið að heimsækja okkur og viðtökurnar hafa verið alveg stórkostlegar.“ Ūghs og Bõögâr Egilll segir að hann sé að vinna með þessum tveimur ímynduðu vinum sínum tröllunum Ūghs og Bõögâr. „Þeir eru þrjátíu og sex metra háir en ég er búinn að vera að leika mér með þeim alveg síðan 2008. Það átti ekkert að vera tengt list þegar við byrjuðum að leika okkur saman en síðan kom það skyndilega upp að þeir tækju að sér að gera sýningu í i8 en það frestaðist þegar Feneyja- tvíæringurinn kom upp á. Þeir urðu svo öfundsjúkir og vildu fá að gera svona pavilion (sýningarskála) og ég varð að leyfa þeim að gera það.“ En hvað skyldi það vera við tröllin sem heillar Egil? „Ætli það sé ekki aðallega hvað þeir eru mikið öðruvísi en ég og allir aðrir. Það er það sem er svo skemmtilegt. Það er svona náttúra og frumkraftur í þeim enda eru þeir ekkert að pæla í því sem venjulegt fólk sem er lista- fólk er að pæla í. Þeir taka alltaf sitt „take“ á þetta. Muggur málaði svona, Kjarval hinsegin og Ásgrímur þannig en tröllin eru ekkert að pæla í þessu. Þau eru einstakar verur sem gera hlutina á sinn hátt.“ Aðspurður hvort tröllin séu raunsæ og hagsýn í hugsun segir Egill einfaldlega: „Nei. Það er það sem ég er búinn að vera að gera. Verkin þeirra eru gríðarlega til- raunakennd. Mitt hlutverk er eiginlega að vera eins og barnapía því þeir eru eins og stór, mjög stór, börn. Ég reyni samt að halda ekki aftur af þeim, heldur frekar að lempa svona mestu vitleysuna. Það er oft mjög auðvelt eins og um daginn þegar þeir sáu hérna sýningu eftir Damien Hirst sem mér finnst nú ekki vera neitt sérstaklega skemmti- legur listamaður. Þeim hins vegar fannst það rosa- lega flott. Í framhaldinu vildu þeir gera allt úr gulli og demöntum eins og þeir sáu á sýningunni hjá Hirst en ég sagði þeim að það væri ein- faldlega allt of dýrt fyrir okkur. Þá datt einhverjum í hug að kaupa bara gullsprey og við erum búin að vera að spreyja draslið síðan og þeir eru rosalega ánægðir með það. Það er alveg nóg fyrir þá. Við spreyjuðum einhverja skíta- hrúgu sem þeir voru búnir að gera í fyrradag og þeim finnst það vera það flottasta sem þeir hafa gert. Alveg æðislegt.“ Borðuðu Biesenbach Þeir eru í augnablikinu uppteknir af því að skoða það sem er á tvíær- ingnum en það er soldið vandamál hvað þeir eiga erfitt með að halda aftur af sér. Þeir til að mynda borð- uðu Klaus Biesenbach, stjórnanda MoMA, um daginn þannig að hann er farinn, blessaður. Galleristinn Larry Gagosian endaði í pottinum hjá þeim þegar þeir voru að búa til ilmvatn þannig að hann endaði í innihaldslýsingu. Monu Lisu mál- verkið og eitt Pollock-málverk end- uðu líka í ilmvatninu sem við erum að vinna að og reyndar líka einhver kjarnaúrgangur frá Rússlandi. Allt í pottinn.“ Feneyjatvíæringurinn og allt í kringum hann þykir nú alla jafna vera mjög siðmenntaður viðburður og Egill segir að þrátt fyrir að tröllin séu í nokkurri andstöðu við þetta þá reyni þau líka að aðlagast því sem er efst á baugi hverju sinni. „Þeir komu til mín um daginn og sögðust vilja gera það sem er kallað sósíal-interaktíft verk. Ég hef ekki hugmynd um hvar þeir lærðu þetta orð en þeir eru líka eins krakkar sem herma bara eftir og segja bara eitthvað til þess að þykjast vera með í leiknum. En til þess að koma til móts við þá með þetta bjuggum við til líkan af hausnum á þeim. Tvo ferkantaða kassa. Það var fljótlegt en reyndar líka frekar illa gert. Síðan settum við nef utan á kassann sem lítur út eins og þeir þannig að fólk á eftir að labba inn í hausinn á þeim og horfa þaðan út um göt. Þeir eru síðan að tala saman sem eru svona smá vídeó sem er varpað af samræðum þeirra á milli. Kannski hafa þeir viljað að fólk gæti séð heim- inn með þeirra augum eða eitthvað svoleiðis. Þeir eru nefnilega stundum gáfulegri en maður á von á en þeir eiga bara svo erfitt með að tjá sig um það. Þeir eru þó greinilega eitthvað pæla.“ Mitt hlutverk er eiginlega að vera barnapían þeirra Egill Sæbjörnsson og ímynduðu tröllin hans, Ūghs og Bõögâr, ráða ríkjum í íslenska skálanum á Feneyja- tvíæringnum sem hófst í vikunni. Egill segir að tröllin séu einstakar verur sem geri hlutina á sinn hátt. Kona horfir út um tröllshöfuð á sýningu Egils Sæbjörnssonar – Out of Controll in Venice. Birt með leyfi listamannsins og i8. Mynd/IVO COrda Hver stjórnar hverjum? Hver stjórnar gjörðum okkar, þekk- ingu, hugsunum – jafnvel ímynd- unarafli okkar? Hvað hefur áhrif á heimssýn okkar? Þetta eru spurn- ingarnar sem Egill Sæbjörnsson veltir fyrir sér þegar hann grefur stöðugt undan sambandinu við yfirvöld og stigveldi, hvort slíkt sé að finna í smættuðum heimi fjölskyldunnar, samfélagsins, eða í því hvernig samfélagið bregst við umhverfinu. Þegar strok- leður takast á loft, steinar byrja að syngja eða handtöskur stíga dans, fara dauðir hlutir yfir mörk raunveruleika og ímyndunar. Þeir verða ófyrirsjáanlegir og taka að stýra sýningunni. Þeir kasta frá sér hlutverki sínu sem líflausir fylgihlutir eða tæki sem fólk notar og mynda sína eigin sjálf- stæðu tilvist lausa undan reglum og náttúrulögmálum. Í draumkenndu umhverfi gæðir Egill óvirk efni lífi með því að leggja ofan á þau hreyfi- myndir sem eru allt frá því að vera abstrakt yfir í fígúratífar, og þannig ljær hann þeim raddir sem má heyra og persónuleika sem má upplifa. Þó hefur hann aldrei gengið jafn langt og nú med Out of Controll in Venice, þar sem hann lætur allt tveimur goðsagnaverum í té. Með því að veita þeim tækifæri á að eiga í samskiptum við okkur, leyfir hann þeim að stofna sinn eigin heim og blómstra. Þökk sé agli, hafa sögur og ævintýri Ūghs og Bõögârs brúað bilið milli þess veruleika sem við skynjum og skáldskapar. Listheimurinn og raunheimurinn verða óaðskiljan- legir; þeir tilheyra og eru háðir hver öðrum. Stefanie Böttcher Brot úr ávarpi Stefanie Böttcher, sýningarstjóra Out of Controll in Venice GallEriStinn larry GaGoSian Endaði í pottinum hjá þEim þEGar þEir voru að Búa til ilmvatn þanniG að hann Endaði í innihaldSlýSinGu. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Egill Sæbjörns- son segist hafa verið að leika sér með tröll- unum allar götur síðan 2008. 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R54 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 9 -2 F 0 4 1 C D 9 -2 D C 8 1 C D 9 -2 C 8 C 1 C D 9 -2 B 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.