Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 128
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir
Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðar-menn sýnt nokkrar keim-
líkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi
úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í
heimsókn til ættingja í afskekktum
firði. Þar verður hann vitni að
gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og
venjulega einni jarðarför. (Allir
félagar í áhugaleikhúsi staðarins fá
hlutverk í þeirri senu.) Þorpsbúar
eru einfalt og barnalegt fólk sem
verður að hella í sig áfengi til að
geta afborið fábreytileikann. Faðir
drengsins er veiklundað góðmenni
sem drekkur í sífellu en lofar bót
og betran. Reykvíkingurinn ungi
þráir bara að komast aftur heim til
vina sinna í Breiðholtinu en hressist
þegar hann hefur aðlagast sukkinu
og samfélaginu. Venjulega er hann
barinn í miðri mynd út af fallegustu
stelpunni á svæðinu en jafnar sig.
Lífinu úti á landi er lýst af fag-
mennsku jafnvel þótt leikstjórinn
hafi aldrei búið utan Reykjavíkur.
Höfundarnir kunna ágætlega á
enskuskotið tungutak þorpsbúa.
Harðgerðir sjómenn á Þingeyri tala
eins og dyraverðir í 101 Reykja-
vík og segja fökk í tíma og ótíma.
Fyrir ókunnuga er um stutt innlit í
Sódómu/Gómorru að ræða.
Til allrar hamingju er þó til önnur
sýn af lífinu á landsbyggðinni,
sjónvarpsþáttur Gísla Einarssonar,
Landinn, í boði RÚV á sunnudags-
kvöldum. Dregin er upp merkileg
mynd af fjölbreyttu og iðandi
mannlífi þar sem fólk talar íslensku
og hefur gaman af lífinu. Glaðbeittar
húsmæður segja frá nýjungum í
minjagripagerð fyrir ferðamenn.
Kafari gælir við illúðlegan steinbít
á hafsbotni. Ungir iðnnemar byggja
timburhús með gömlu lagi og
horfnum vinnuaðferðum. Fylgst er
með fermingarbörnum sem baka
sjálf kransakökuna. Áhorfendur
fyllast þakklæti fyrir þessa fallegu og
raunsönnu sýn Landans á mannlífið
utan Reykjavíkur sem er í hróplegri
andstöðu við staðalímyndir kvik-
myndagerðarmannanna.
Landinn
Óttars
Guðmundssonar
BAKÞANKAR
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Í ENGIHJALLA,
VESTURBERGI
OG ARNARBAKKA
365.is
.
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
D
9
-2
A
1
4
1
C
D
9
-2
8
D
8
1
C
D
9
-2
7
9
C
1
C
D
9
-2
6
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K