Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Page 3
1.
Fylgt úr hlaði.
Um nokkurt skelð hefur það verlð ósk og von stjórna Félags
Löggiltra Endurskoðenda, að útgáfa tímarits gæti orðið að raun-
veruleika. Ýmsir og kunnir erfiðleikar hafa hinsvegar valdið
því, að dráttur hefur orðið þar á.
Það ber því að fagna því, aö með þessu fyrsta töiublaði er
náð merkum áfanga í félagsstarfi F.L.E., sem vonandi verður
hvattning til allra félagsmanna í auknu félagsstarfi.
Verulegur skriður komst á mál þetta s.l. vetur, þegar félags-
fundur kaus 3 félagsmenn í ritnefnd til þess að gefa út tímarit
þetta, sem vera skyldi prófsteinn á fasta útgáfu rits F.L.E..
í ritnefnd voru kosnir: Bergur Tómasson, Eyjólfur Sverrisson og
Friðbjörn Agnarsson. Hafa þessir félagsmenn unnið mjög þarft og
gott starf, sem ber að þakka.
Ekki er enn að fullu búið að móta rekstrargrundvöll tímarits-
ins, en ég veit, að fram úr því verður ráðið, þegar haft er í
huga hagsmunamál þetta.
Þelm tilmælum vil ég beina til allra félagsmanna, að þeir
geri tfmarit þetta að vettvangi sínum, þar sem skipzt verður á
skoöunum, látnar í ljós hugmyndir um málefni löggiltra endurskoðenda
bæðl innlend og erlend, en að auki munu verða birtar í því
fræðilegar greinar, sem varða endurskoðenda starfið, fréttír frá
opinberum aðilum, bókasafni félagsins, erlendum samskiptum,
félagsmálum og svo frv..
Ég óska félagsmönnum til hamingju með þennan áfanga og vona
ég, að nýr þáttur hafi bætzt í félagsstarfiö.
BJarni BJarnason
LANGSGOKÁSAFN
3 C> 4 9 0 3
ÍSL;.í:DS