Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Side 11
9.
af góðum og skynsömum endurskoðanda, annað hvort af gáleysi eða
ásetningi.
Oftast myndi fábótaskyldan geta komið til ef um refsiverðan
verknað væri að ræða, en hins vegar í mörgum tilvikum þar sem
ekki komi til refsingar. í tilvikum, sem ekki eru það þjóðfélags-
lega hættuleg, að ástæða só til fyrir hið oplnbera að beita refsi-
vendi sínum.
Engir dómar eru hér á landi um fébótaábyrgð endurskoðenda,
en í nágrannalöndum vorum eru slík mál ekki mjög sjaldgæf. Ég vil
hér nefna eitt dæmi.
A. seldi B. verzlun sína og var við kaupin lögð til grund-
vallar endurskoðunarskýrsla löggilts endurskoðanda C. í skýrslunni
kom fram hver hefði verió velta verzlunarinnar á undanförnum mán-
uðum. Skýrslan reyndist röng að þessu leyti og talið var, að endur-
skoðandinn hefði eigi sýnt þá gætni, sem krefjast verði, við
samningu hennar. Talið var, að verðið hefði verið of hátt, ef hið
rétta hefði verið vitað og voru þeir A. og C. dæmdir in solidum til
að greiða B. bætur af þessu efni.
2g mun nú rifja upp aftur lagaákvæði um skyldustörf endur-
skoðenda. Akvæði 4. gr. laganna frá 1926 um það, að þegar opin-
berir sjóðir, félög eða einstakir menn láti löggilta endurskoðendur
endurskoða reikninga sína, þá Jafngildi sú endurskoðun skoðun dóm-
kvaddra manna og í 5. gr., að vilji dómstólarnir hafa röksamlega
endurskoðun á reikningum eða rekstri fyrirtækja eða á þrotabúum
þá skulu jafnan hafðir til þeirrar skoðunar löggiltir endurskoð-
endur ef til næst. í reglugerð nr. 18/1929 er talað um það í 9.
gr., að endurskoðandinn skuli byggja álit sitt á nákvaanri rannsókn
og athugun á öllum þeim gögnum, sem fyrir hendl séu enda eigi hann
heimtingu á að fá afhentar bækur og skjöl, er snerta starf það, sem
framkvæma á, svo og aðrar upplýsingar hjá viðkomandi mönnum, sem
eru nauðsynlegar í þessu sambandi. í reglugerðinni frá 1953 er
tekið fram, að löggiltum endurskoðanda sé skylt að vinna þau störf,
sem þeim er falið með kostgæfni og álit sitt og niöurstöðu skuli
hann byggja á nákvæmri rannsokn og öllum gögnum, sem fáanleg séu,
enda sé aöllum skylt að veita honum allar þær upplýsingar, sem
hann telur nauðsynlegar og varða framkvæmdir starfa hans. Þá vil
ég hér enn benda á ákvæði lo. gr. laga nr. 89/1953, Þa.r sem segir
að ráðherra ákveður að fengnum tillögum stjórnar Félags Löggiltra
Endurskoðenda hvort endurskoðendastarf sé samrýmanlegt öðru starfi
eða starfrækslu fyrirtækis og ennfremur á ákvæði í reglugerðinni frá
1953 um það, að löggiltur endurskoöandi geti ekki framkvæmt endur-