Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Qupperneq 14
12.
Það mun venjulegast vlð endurskoðaða relknlnga hér á landl,
að endurskoðandi tekur fram um nokkur atrlði, að þau byggist á
hluta á endurskoðun t.d. bókum, sem endurskoðaðar hafi verið, en
tekur fram um önnur atriöi, að þar sé farið eftir upplýsingum eða
ákvörðunum fyrirsvarsmanna eða eiganda. Hafi endurskoðandi lýst
því yfir, að hann hafi endurskoðað ákveðln atriði, þá verður að
telja, að hann ber venjulega endurskoðunarábyrgð á því, þ.e.a.s.
að hann hafi framkvæmt endurskoöun sína á venjulegan hátt, á þann
hátti sem gáðum og skynsömum endurskoðanda ber að gera. Sé það
brotið, er það enginn vafi, að endurskoðandinn getur oröið refsi-
ábyrgur á einn eða annan hátt. Að því er varðar þau atriði, sem
hann hefur beint undanskilið sig að hafa ekki rannsakað, þá mundi
naumast koma til, að hér yrði um ábyrgð á hendur honum að ræða,
nema hann hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við verk sltt, þ.e.,
að honum hafi mátt vera ljóst eftir því, sem fyrir lá, að þa$ sem
hann færðl eftir upplýsingum eiganda eða annarra manna var rangt.
Að því er varðar þau atrlði, þar sem ekkert er um talað, þá
vil ég strax taka fram, að ég mundi segja, að frekar væri ástæða
til að líta tll þess hvort atriðin væru felld undan viljandi, til
þess að dyljast, eða nvort siður væri að taka ekki slíka hluti með.
En um þetta tel ég að nokkuð strangari reglur gildi, en um það,
sem beint var undanskilið.
Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að endurskoðendur
og vottorð endurskoðenda af þeirri gerð, sem ég gat um nú síðast,
nægir í mjög fáum tilvikum þeim aðilum, sem þurfa að nota endur-
skoðuð plögg eða endurskoðaða reikninga. Til þess kaupa menn
endurskoðunarvinnu, að þrlðji maðurinn, sem ekki hefur aðgang að
öðrum gögnum en endurskoðunarskýrslu og reikningunum eins og
endurskoðendurnir hafa gengið frá þeim og áritað, megl treysta þeim.
Er því óhjákvaanilegt, enda ljóst af öllum atvlkum, að endurskoð-
endur verða að hafa aritun, sem nær yfir það, sem venjulega verður
að krefjast af endurskoðanda, þannig, að sá, sem relkning fær í
hendurnar með slíkri árltun geti treyst því, að þar sé um rétta
hluti að ræða. Sf rangt reynist þrátt fyrir venjulega aðgæzlu og
þær almennu endurskoðunarreglur, sem ætla verður að gildi meðal
endurskoðenda, þa er ekkert vafamál, aö brot á því getur varðað
endurskoðandann refsiábyrgð, fébótaábyrgð og án efa skattsektum ef
svo ber undir.