Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Síða 5

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Síða 5
Rúnar Bj. Jóhannsson, formaður FLE. AVARP Góðir ráðstefnugestir! í samkomulaginu um Evrópskt efnahagssvæði felst að margháttaðar reglugerðir Evrópubandalags- ins á sviði félagaréttar, reikningshalds og endur- skoðunar munu framvegis gilda á Islandi og í öðr- um EFTA-löndum. Meðal annars af því tilefni ákvað stjóm Félags löggiltra endurskoðenda að halda þessa ráðstefnu um Evrópskt efnahagssvæði og áhrif þessa markaðssamstarfs á atvinnulíf á Is- landi og stprf og starfsumhverfi löggiltra endur- skoðenda. Akveðið var að skipuleggja ráðstefnuna með þeim hætti að fleiri en endurskoðendur gætu talið sig eiga hingað erindi, enda varða EES-mál- efnin að þessu leyti alla sem fást með einhverjum hætti við stjómun atvinnufyrirtækja og fjármála. Meginhlutverk löggilts endurskoðanda er að skapa traust á milli manna í viðskiptum. í þessu meginhlutverki, að skapa traust, felst í raun tilveru- réttur endurskoðandans, því þetta hlutverk er ástæða þess að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa séð ástæðu til að veita ákveðnum mönnum sérstaka stöðu, þ.e. löggildingu til endurskoðunarstarfa. Mið- að við þá samfélagsgerð og viðskiptalíf sem við búum við hér á landi er ljóst, að miklar kröfur verð- ur að gera til endurskoðenda að því er varðar hæfni í starfi. Þar er bæði átt við fræðilega þekkingu og ekki síður þjálfun og reynslu. Endurskoðandinn verður að skilja manna best hvað fram fer í við- skiptum, en þá vitneskju og þann skilning öðlast hann ekki í eitt skipti fyrir öll. I áttundu félagatilskipun Evrópubandalagsins, sem gilda mun hér á landi eftir gildistöku EES- samningsins, eru gerðar ákveðnar menntunar- og þjálfunarkröfur til endurskoðanda áður en hann get- ur fengið löggildingu. Núgildandi kröfur íslenskra laga til menntunar og þjálfunar þeirra, er hljóta lög- gildingu sem endurskoðendur, uppfylla þessar evr- ópsku kröfur og vel það. Það er því framkvæmd menntunarinnar og endurmenntunin sem við þurfum fyrst og fremst að huga að. Endurskoðandi verður ekki faglega hæfur í eitt skipti fyrir öll. Hann þarf að viðhalda og auka við þekkingu sína og hæfni frá upphafi til loka starfsfer- ils síns. Hann má ekki gefast upp og Félag löggiltra endurskoðenda má heldur ekki slaka á við að stuð’.a að aukinni starfsmenntun félagsmanna sinna. Þessi ráðstefna hér er liður í þessari starfsemi félagsins, enda verður umfjöllunarefnið, - hið nýja markaðs- samstarf, hin nýja Evrópa, - óhjákvæmilegur hluti af okkar starfsumhverfi framvegis. í áðumefndri 8. félagatilskipun Evrópubanda- lagsins eru ákvæði um skyldu yfirvalda til að tryggja nauðsynlegt og virkt eftirlit með því að end- urskoðendur vinni störf sín í samræmi við gildandi lög, reglur og góða endurskoðunarvenju. Agi og eft- irlit verða því að vera hluti af starfsumhverfi endur- skoðenda. Samkvæmt gildandi lögum um löggilta endurskoðendur hér á landi er fjármálaráðherra eini formlegi eftirlitsaðilinn með störfum endurskoð- enda. Þetta eftirlit hefur hins vegar ekki verið virkt, enda hefur ekki verið nánar skilgreint hvemig ráð- herra skuli rækja þetta eftirlitshlutverk sitt, í hvaða formi og hvemig málsmeðferðin skuli vera. Á vegum Félags löggiltra endurskoðenda starfar sérstök Álitsnefnd. Hún hefur hins vegar samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins ekkert agavald gagn- vart einstökum félagsmanni, nema í þeim tilvikum sem um er að ræða ágreiningsefni milli félagsmanna í samræmi við samskiptareglur. Það leiðir jafn- framt af eðli máls að Álitsnefndin hefur ekkert um 5

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.