Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Síða 6

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Síða 6
störf þeirra löggiltu endurskoðenda að segja sem ekki eru félagsmenn í Félagi löggiltra endurskoð- enda, enda ekki fyrir hendi lögbundin skylda lög- gilts endurskoðanda að vera félagsmaður. En spyrja má hvort þörf sé á aga? Um það eru ef- laust deildar meiningar. Ég fullyrði hins vegar, að ef framvegis á að vera fyrir hendi hér á landi, og þró- ast áfram, trúverðug stétt samkeppnishæfra löggiltra kunnáttumanna á sviði endurskoðunar og reiknings- skila, verði að beita hæfilegu aðhaldi og aga af hálfu framkvæmdavaldsins, og af hálfu Félags lög- giltra endurskoðenda, samfara því að stuðlað sé með skipulegum og virkum hætti að viðhaldi þekk- ingar og viðbótum við menntun og þjálfun endur- skoðendanna. Að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið hefur stjóm FLE hafið undirbúning að breyttum reglum og nýju agakerfi fyrir endurskoðendur hér á landi. Það agakerfi verður að sjálfsögðu að taka til allra löggiltra endurskoðenda, hvort sem þeir eru félags- menn í FLE eða ekki. Vonandi munu tillögur stjóm- arinnar í þessu sambandi sjá dagsins ljós um mitt þetta ár. íslenskir endurskoðendur eru að mörgu leyti á umbrotatímum. Víða erlendis hefur staðið mikill styr um endurskoðendur og má reikna með að ein- hver angi af þeirri umræðu nái til Islands fyrr eða síðar. Imynd endurskoðandans hjá stjómendum í viðskiptalífi og hjá almenningi hér á landi er ekki nógu jákvæð og það orðspor sem fer af stéttinni er ekki fullnægjandi. Samkeppni á milli endurskoð- enda er stöðugt að aukast og reynir þar mjög á mis- munandi hæfni og reynslu endurskoðendanna. Þró- unin í faglegum efnum er hröð og sífellt em gerðar auknar kröfur. Við erum ekkert eyland og það um- fjöllunarefni sem er á dagskrá þessarar ráðstefnu, þ.e. Evrópskt efnahagssvæði, mun án efa hafa um- talsverð áhrif á störf og samkeppnisstöðu íslenskra endurskoðenda framvegis. Þeir sem fylgjast með á þessu sviði munu standa mörgum fetum framar en hinir. Góðir ráðstefnugestir! Við val á ræðumönnum á þessa ráðstefnu hefur verið reynt að dekka flest þau svið er varða áhrif EES-samningsins á atvinnulíf og fjármál hér á landi, bæði almennt og með tilliti til starfa og starfs- umhverfis endurskoðenda. Fyrirfram vil ég þakka ræðumönnunum fyrir þátttökuna. Mikilvægt er að skoða og fræðast um hinar pólitísku hliðar EES- samningsins, en m.a. um þann þátt munu fjalla þeir Ami Páll Amason frá utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, og Aneurin Rhys Hughes, sendiherra. Hr. Hughes hefur aðstoðað FLE mikið við skipulagn- ingu þessarar ráðstefnu og vil ég nota þetta tækifæri og þakka honum sérstaklega fyrir það. Mér er jafn- framt mikil ánægja að Bjöm Markland, löggiltur endurskoðandi frá Svíþjóð, sem nú er framkvæmda- stjóri Norræna endurskoðendasambandsins, skuli vera hér til að fræða okkur um þær sérstöku reglur um endurskoðun og reikningsskil, sem fylgja munu EES-samningnum. Ami Tómasson, löggiltur endur- skoðandi, mun síðan m.a. skoða reglumar sérstak- lega að því er varðar bókhald og reikningsskil hér á landi. Þeir Gunnar Svavarsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, og Ari Skúlason, hagfræðingur hjá ASI, munu fræða okkur um áhrif EES-samn- ingsins á starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja og á efnahagslíf okkar almennt. Ég hef þá trú, að í lok þessarar ráðstefnu munum við öll vera orðin afar margs vísari um EES og hina nýju Evrópu, og áhrif þessa markaðssamstarfs og opnu landamæri á atvinnulíf, fjármál og starfsum- hverfi endurskoðenda hér á landi. Njótið þess vel! 6

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.