Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 8

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 8
veginn jafnfætis keppinautum sínum og annarri iðn- aðarframleiðslu á því markaðssvæði, sem tekur við 4/5 hlutum sjávarvöruútflutnings okkar. Tollfrelsi fæst fyrir 96-97% fiskútflutnings okkar í stað 60- 70%, eins og nú er. Noregur, sem í EFTA-samn- ingum hafði aðlögunartíma til ársloka 1993 til að afnema ríkisstyrki, mun verða að flýta því um eitt ár. Bókun 6 mun halda gildi sínu á hverju sem dyn- ur. Erlendum aðilum verður ekki heimilt að fjárfesta í sjávarútvegi eða orkulindunum, nema við sjálf svo kjósum. Ríkisforræði við nýtingu orkuauðlinda brýtur ekki í bága við þennan samning. Vamaglaá- kvæði fékkst fram, ekki aðeins um atvinnurétt, held- ur alla hluta samningsins. Hægt verður að grípa til þess hvenær sem stjómvöld telja hættu bera að höndum. Haldið verður uppi fyllstu kröfum um ör- yggis- og hollustuhætti og víða mun samningurinn leiða til hertra krafna um umhverfisvemd og vinnu- eftirlit. I sömu skýrslu voru áréttuð önnur meginmark- mið samningsins í fjórum þáttum. Að því er varðaði vöruviðskipti væri stefnt að því að koma á fríversl- un á grundvelli samræmdra samkeppnisreglna, fyrir utan landbúnað og sjávarútveg; að útvíkka vörusvið samningsins fyrir fisk og tilteknar landbúnaðaraf- urðir; að afnema magntakmarkanir; að jafna starfs- skilyrði atvinnuvega gagnvart skattheimtu og gjald- töku; að ná fram sérstökum ákvæðum vegna greiðslujafnaðarörðugleika; að afnema undirboðs- tolla innan EES, einfalda upprunareglur, afnema tæknilegar viðskiptahindranir, samræma reglur um ríkisstyrki, opna markaði fyrir opinber innkaup og framkvæmdir, samræma reglur um hugverkarétt, koma á skaðsemisábyrgð framleiðenda vegna vöru, endurbæta reglur um viðskipti með kol og stál og auka samstarf um vissa þætti orkumála. Allt þetta fékkst fram. I samningum um fjármagns- og þjónustuviðskipti voru markmiðin skilgreind á þá leið, að stefnt væri að sameiginlegum markaði fyrir bankaþjónustu, þjónustu verðbréfafyrirtækja og annarra fjármála- stofnana sem og fyrir vátryggingastarfsemi og fjar- skiptaþjónustu, upplýsingaþjónustu, kvikmynda- framleiðslu. útvarp og sjónvarp. Frelsi skyldi ríkja í flutningastarfsemi og fjármagnsflutningum milli ríkja. Öll þessi markmið náðust fram. Meginmarkmið varðandi atvinnu- og búseturétt voru að koma skyldi á frjálsum atvinnu- og búsetu- rétti fyrir launþega og sjálfstætt starfandi og fjöl- skyldur þeirra innan EES, á grundvelli reglunnar um jafnan rétt á við ríkisborgara í því landi, þar sem atvinnan er stunduð. Afnema skyldi alla mismunun vegna þjóðemis varðandi almenn lífsskilyrði í því landi þar sem vinna er innt af hendi, s.s. ráðningar- og starfsskilyrði og félags- og efnahagsleg skilyrði. Tryggja skyldi jafnan rétt til almannatrygginga og rétt til þátttöku í verkalýðsfélögum. Aðgangur að menntun og starfsþjálfun skyldi vera frjáls, komið skyldi á gagnkvæmri viðurkenningu prófskírteina, samræmingu á aðgangi að einstökum starfsgreinum og viðurkenningu á sambærilegri starfsþjálfun. Komið skyldi á fót samvinnu þeirra sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum og einfalda skyldi landamæraeftirlit. Þessi markmið náðust einnig. Loks var lögð áhersla á rétt EFTA-ríkjanna til þátttöku í áætlunum EB um rannsóknir og þróun, menntamál, umhverfismál, neytendavemd, félaga- rétt, málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, félags- leg réttindi, hagtölur, ferðamál, almannavamir o.fl. Stefnt var að nánu samráði ríkjanna varðandi stefnu í menntamálum, rannsókna- og þróunarstarfi, sam- ræmingu á löggjöf þegar þörf krefur, auk þátttöku í tilteknum verkefnum á sviði menningarmála. Öll hafa þessi markmið náð fram að ganga. Einhliða aðlögun að markaðsreglum EB getur aldrei skilað neinum réttindum. Nauðsynleg viður- kenning á íslenskum afurðum á markaðnum fæst aðeins með því að EB og aðrar EFTA-þjóðir skuld- bindi sig til slíkrar viðurkenningar með samningi sem þessum. Þá náðust einnig fram mikilvægir fyrirvarar í samningaviðræðunum. Fullkominn árangur náðist varðandi þann megin fyrirfara íslendinga í samningaviðræðunum við EB að takmarkaður skyldi réttur erlendra aðilda til fjár- festinga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Islensk löggjöf um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegi getur því haldið gildi sínu og verður því unnt að útiloka fjár- festingar útlendinga í útgerð og frumvinnslu ótíma- bundið. Yfirráð Islendinga yfir fiskveiðilögsögu ís- lands eru óumdeild og óskoruð. Hvað orku- og auðlindir varðar gerir EES-samn- ingurinn ekki þá kröfu að einstaklingum eða fyrir- tækjum, hvort heldur er innlendum eða erlendum, sé heimilt að eignast orkulindir eða orkuver. Hins vegar gerir samningurinn þá kröfu að innlendum og erlendum aðilum sé ekki mismunað. Ef ríkisvald- inu er tryggður einkaréttur til þess að nýta orkulind- ir, er hægt að útiloka erlenda eignaraðild að orku- fyrirtækjum. Þess vegna var í tíð fyrri ríkisstjómar fallið frá óskum um undanþágur frá fjárfestingu er- lendra aðila í orkulindum, enda fyrirvarinn ónauð- synlegur. Fjárfestingar í bújörðum hafa mikið verið rædd- ar. I viðauka við EES-samninginn er undanþága fyrir Island til 1. janúar 1996 frá reglum samnings- ins um erlendar fjárfestingar í fasteignum. Samn- ingurinn heimilar kaup EES-borgara á fasteignum í 8

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.