Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 10

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 10
um fulla aðild að bandalaginu sem allra fyrst. Bandalagið hefur ekki ljáð máls á því og gekk reyndar svo langt að neita því að gefa nokkuð fyrir- heit um framtíðaraðild þessara ríkja að bandalaginu þegar aukaaðildarsamningar voru gerðir við þau í lok árs 1991. Til að gera megi ráð fyrir að umsókn leiði til aðildarviðræðna þarf að liggja fyrir pólitískt samkomulag aðildarríkjanna um að hefja samninga við þau ríki sem æskja aðildar. Slíkt samkomulag náðist, hvað EFTA-ríkin varðar, á leiðtogafundi EB í Lissabon á síðasta ári. Fimm þeirra þáðu boðið, að frátöldu Islandi og Liechtenstein. Aðildarvið- ræður eru nú hafnar við fjögur þessara ríkja, en ekki virðist áhugi af hálfu EB á viðræðum við Svisslend- inga eftir niðurstöðuna í atkvæðargreiðslunni um EES-samninginn. Island hefur þannig misst af því tækifæri að vera með í þessum hóp og óvíst er að pólitískur vilji verði fyrir aðild íslands, af hálfu EB. Ahugi EB á aðildarumsókn íslands hefur, satt að segja, vart verið merkjanlegur. Ekkert bendir til þess að aðild Islands að EB sé á dagskrá af hálfu EB, frekar en af hálfu ríkisstjómar Islands. I þriðja lagi er ljóst að slíkir ókostir eru á EB-að- ild, frá íslenskum sjónarhóli, (og á ég þá sérstaklega við fiskveiðistefnuna) að hagur okkar af EB-aðild er óljós. Þetta er þó að sjálfsögðu sagt með þeim fyrir- vara að EES-samningurinn taki gildi, eins og nú má gera ráð fyrir. Engin úttekt hefur verið gerð á því hérlendis hverjar hagsbætur við getum mögulega haft af EB-aðild, umfram hag okkar af þátttöku í EES, og þaðan af síður hvort þær hagsbætur eru slíkar að það réttlæti að stefna sjávarútvegshags- munum okkar í tvísýnu. Hagfræðingar í öðrum EFTA-ríkjum telja að efnahagslegur ávinningur af fullri aðild, umfram þátttöku í EES, sé ekki veruleg- ur. Hins vegar verða menn að meta þau pólitísku á- hrif sem felast í fullri aðild, sem og það hverju verði er unnt að kaupa þau. A meðan að heildarúttekt á jafnt pólitískum og efnahagslegum þáttum hefur ekki verið gerð, er erfitt að taka efnislega á vanga- veltum um EB-aðild okkar. Af þessum ástæðum öllum hafa hugmyndir um að- ild Islands að Evrópubandalaginu fremur fræðilegt en raunhæft gildi og stefnumótun í Evrópumálum þarf að taka mið af því. Höfuðspumingin verður þvert á móti sú hvemig samskiptum okkar við Evr- ópubandalagið verði háttað á næstu árum og áratug- um, hvemig er líklegt að EB þróist og síðast en ekki síst, hvemig ber að bregðast við þróun þess ? Þær spumingar em efni í annað erindi og lengra. 10

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.