Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Qupperneq 19

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Qupperneq 19
er talað um “kollektívan” rétt. Það eru samtök fólks sem fara með réttinn, t.d. verkfallsréttinn og það eru stéttarfélögin sem gera samninga fyrir alla félags- menn sína. Hér á landi er óhugsandi að einstakling- ur fari í verkfall því einstaklingur er ekki aðili að kjarasamningi. Annaðhvort fer hópurinn í verkfall eða enginn. I Evrópu byggir vinnumarkaðsrétturinn meira á einstaklingsrétti. Réttur á vinnumarkaði er víða stjómarskrárbundinn einstaklingsréttur. Þetta þýðir aftur að málum er meira skipað með löggjöf í Evrópu, á meðan samningar milli aðila vinnumark- aðar skipta mestu máli á Norðurlöndunum. Að sama skapi er þátttaka í stéttarfélögum ekki eins almenn víða í Evrópu. Hér er ég auðvitað að segja frá flókn- um fyrirbærum í örfáum setningum. Ef málið er skoðað vel kemur t.d. í ljós að meiri þátttaka í verkalýðsfélögum á Norðurlöndunum þýðir ekki endilega að verkalýðshreyfingin sé sterk- ari þar. Ymsir þættir í löggjöf og skipulagi vinnu- markaðar leiða oft af sér að verkalýðssamtök í Suð- ur Evrópu hafa mikið vald þrátt fyrir að þátttaka í þeim sé ekki mjög almenn. Sama getur líka komið upp þegar aðrir þættir eru skoðaðir. Það sem ég er að reyna að segja með þessu er að við verðum að forðast samanburð sem byggir á yfir- borðsupplýsingum sem oft eru af skomum skammti. Eg er á þeirri skoðun að umræður um EES-samn- inginn hér á landi hafi byggst allt of mikið á slíkum samanburði. Eg tel nokkuð víst að íslenskur vinnu- markaður tekur engum stórbreytingum eftir að við hefjum þátttöku í EES. Og það skulu verða mín lokaorð. 19

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.