Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Síða 28
sel í haust, en að verðbólgureikningsskil rúmuðust
innan túlkunar fjórðu tilskipunarinnar. Nú má hver
skilja þetta eins og hann vill, en margt bendir til
þess að breyting verði yfir í hefðbundin reiknings-
skil hér á landi á næstu tveimur árum, að óbreyttum
aðstæðum.
3.6. Önnur atriði.
Þá er fjallað um efni skýringa með ársreikningi
og um efni ársskýrslu. Flest er þar í samræmi við á-
kvæði sem teljast til góðrar reikningsskilavenju á ís-
landi. I tilskipuninni eru ákvæði um birtingu árs-
reikninga og undanþágur til handa litlum félögum.
Verður ekki farið nánar út í það hér.
4. Áttunda tilskipunin.
Áttunda tilskipunin fjallar um löggildingu einstak-
linga, sem falið er að annast lögmælta endurskoðun
bókhaldsgagna í aðildarríkjum bandalagsins og með
tilkomu EES samningsins kemur hið sama til með
að gilda um þá sem annast endurskoðun hér á landi.
Samkvæmt tilskipuninni skulu ársreikningar félaga
af tiltekinni gerð endurskoðaðir af einum eða fleiri
einstaklingum sem heimild hafa til að framkvæma
slíka endurskoðun. Einungis má undanþiggja lítil
félög (færri en 50 starfsmenn o.s.frv..) þessari
skyldu, auk þess sem þröngar undanþágur eru gerð-
ar vegna meðalstórra fyrirtækja. Þótt íslenskir end-
urskoðendur uppfylli lágmarkskröfur áttundu til-
skipunarinnar, er ekki úr vegi að huga að helstu á-
kvæðum hennar.
4.1. Hæfniskröfur.
Þeim einum má veita löggildingu til að stunda
lögmælta endurskoðun sem uppfyllir eftirfarandi:
a) Hefur hlotið menntun, sem veitir aðgang að
námi á háskólastigi.
b) Hefur lokið bóklegu námi.
c) Hefur hlotið starfsþjálfun í a.m.k. 3 ár, þar af 2/3
undir handleiðslu lögg. end.
d) Hefur staðist starfshæfnispróf á lokastigi há-
skólanáms sem komið er á fót eða viðurkennt af
yfirvöldum
Til grundvallar prófinu, þar sem bókleg þekking
er metin skulu einkum vera eftirfarandi greinar:
* Endurskoðun.
* Greining og gagnrýnið mat á ársreikningum.
* Almennt bókhald.
* Samstæðureikningar.
* Innri endurskoðun.
* Kostnaðar- og rekstrarbókhald.
* Staðlar um gerð ársreikninga og samstæðureikn-
inga og um aðferðir til að meta liði á efnahags-
reikningum og útreikning á hagnaði og tapi.
* Lagalegir og faglegir staðlar um lögmælta endur-
skoðun bókhaldsgagna og um þá sem fram-
kvæma slíka endurskoðun.
Ennfremur eftirfarandi greinar, að því leyti sem þær
koma inn á störf endurskoðenda:
* Félagaréttur.
* Lög og sambærilegar reglur um gjaldþrot.
* Skattalög.
* Einkamála- og verslunarréttur.
* Upplýsinga- og tölvufræði.
* Almannatrygginga- og vinnulöggjöf.
* Stærðfræði og tölfræði.
* Rekstrar-, þjóð- og fjármálahagfræði.
* Helstu hugtök um fjármálastjóm fyrirtækja.
4.2. Undanþágur.
Aðildarríkjum er heimilt að veita einstaklingum
löggildingu til að framkvæma lögmælta endurskoð-
un, þótt þeir uppfylli ekki framangreind skilyrði, ef
þeir geta sýnt fram á annað af eftirtöldu:
Að þeir hafi í 15 ár stundað starfsemi þar sem
þeir hafa öðlast nægilega reynslu á sviði fjár-
mála, laga og bókhalds og hafi staðist hæfnispróf
það sem áður greinir.
Að þeir hafi stundað sömu starfsemi í a.m.k. 7 ár,
gengist undir starfsþjálfun hjá löggiltum endur-
skoðanda og staðist hæfnispróf það sem áður
greinir.
Yfirvöldum aðildarríkis er heimilt að veita ein-
staklingi löggildingu til endurskoðunarstarfa ef:
Lögbær yfirvöld líta svo á að menntun og hæfni
þeirra sé jafngild því sem krafist er samkvæmt
lögum þess aðildarríkis í samræmi við tilskipun-
ina.
Þeir hafi fært sönnur á að þeir búi yfir þeirri laga-
þekkingu sem krafist er í hlutaðeigandi aðildar-
ríki. Yfirvöld þurfa þó ekki að krefjast slíkrar
sönnunar ef þau telja að lagaþekking sem aflað er
í öðru aðildarríki sé nægjanleg.
Aðildarríki má telja þá fagmenn löggilta sem
hlotið hafa löggildingu lögbærra yfirvalda í öðru að-
ildarríki. Ennfremur má líta á inntöku einstaklings í
fagfélag, sem viðurkennt er af ríkinu, sem löggild-
ingu með stjómsýsluathöfn að því tilskildu að slík
innganga veiti rétt til endurskoðunarstarfa í viðkom-
andi aðildarríki.
28