Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Page 29
4.3. Önnur atriði.
í tilskipuninni er einnig rætt um vinnubrögð end-
urskoðenda og er lögð megináhersla á heiðarleika
og óhæði. Jafnframt skulu aðildarríki tryggja að ein-
staklingar sem fengið hafa löggildingu sæti viðeig-
andi viðurlögum ef þeir endurskoða ekki samkvæmt
ákvæðum tilskipunarinnar.
5.Staða ársreikningagerðar og endurskoð-
enda í Evrópu.
5.1. Inngangur.
Við Islendingar líkt og aðrar þjóðir erum vanir að
horfa á bókhaldsmál og endurskoðun út frá eigin
forsendum og byggjum þar á menntun, hefð og ríkj-
andi sjónarmiðum. Til þess að víkka sjóndeildar-
hring okkar og öðlast betri skilning á þeim sjónar-
miðum sem fram koma í tilskipunum Evrópubanda-
lagsins um bókhaldsmál, er ekki úr vegi að huga að
þeim bakgrunni sem tilskipanimar eru sprottnar úr.
Þegar horft er til þess að gjörólík grundvallarviðhorf
ríkja í einstökum löndum til bókhalds, ársreikninga-
gerðar og endurskoðunar, fer ekki hjá því að niður-
staða sú sem birtist í tilskipununum sé mikið mála-
miðlunarverk. Einnig varpar þetta ljósi á mismun-
andi túlkun einstakra embættismanna og sýnir okkur
að mikil valdabarátta á sér stað um stefnumótun.
Síðast en ekki síst er unnt að horfa á þróun nokkurra
síðustu ára og spá fyrir um áframhaldið á gmndvelli
þess, því allar breytingar á sviði ársreikningagerðar,
bókhalds og endurskoðunar koma óhjákvæmilega til
með að hafa áhrif hér á landi eftir að EES samning-
urinn tekur gildi.
5.2. Ólíkur bakgrunnur.
Þegar ársreikningar í einstökum Evrópulöndum
eru skoðaðir, einkum nokkra áratugi aftur í tímann,
kemur í ljós að grundvallarmismunur er á gerð
þeirra og þeim meginsjónarmiðum sem þar liggja að
baki. Dæmi um þetta er sá grundvallarmunur hvort
ársreikningar eigi að gefa “glögga mynd”, hvort þeir
eigi að” fylgja lögum og fyrirmælum”, eða hvort
þeir eigi að “gefa glögga mynd að svo miklu leyti
sem reikningsskilavenjur gera það mögulegt.” Þegar
reynt er að finna skýringar á þeim mikla mun sem
fram kemur milli einstakra landa er einkum þrennt
sem kemur upp í hugann; hvaðan fjármagn fyrir-
tækjanna er komið, mismunandi lagagrunnur og
mismunandi áhrif skattalaga. Gagnlegt er að líta ör-
lítið nánar á hvert einstakt atriði.
5.2.1. Eigendur fjármagns.
Mjög mismunandi er hverjir leggja fyrirtækjum til
fjármagn í einstökum aðildarlöndum. Á Ítalíu og í
Frakklandi eru áhrif hins opinbera og einstakra
banka mjög mikil. I Þýskalandi eru bankamir á-
hrifamestir, þar sem þeir em allt í senn eigendur á-
hættufjár, lánveitendur og umboðsaðilar lítilla hlut-
hafa í almenningshlutafélögum. I Svíþjóð eru ein-
stakar fjölskyldur mjög ráðandi, en í Bretlandi og
Hollandi er eignarhald á fyrirtækjum mjög dreift,
hlutafar margir og fremur smáir og stöðug viðskipti
í gangi.
Afleiðing af þessu er sú að í löndum þar sem
eignarhald á fyrirtækjum er dreift, hafa hluthafarnir
ekki beinan aðgang að innri upplýsingum og þar
kemur fram krafan um upplýsingar, endurskoðun og
að ársreikningar veiti “glögga mynd” af stöðu fé-
lagsins og afkomu þess. I löndunum þar sem bank-
ar, fjölskyldur og hið opinbera eru ráðandi hafa ein-
stakir hluthafar beinan aðgang að innri upplýsingum
og því miðast ársreikningagerðin oftast við þarfir
hins opinbera t.d. skattlagningu, magntölur og aðrar
tölfræðilegar upplýsingar.
5.2.2. Mismunandi lagagrunnur.
Flest Evrópulönd byggja lagakerfi sitt á svonefnd-
um Rómarrétti, líkt og við íslendingar, þar sem regl-
ur eru að verulegu leyti byggðar á réttlæti og rétt-
sýni. Nákvæm skráning og fyrirmæli eru einkenni á
Rómarrétti og með því móti er leitast við að móta
almenna reglu til að fylgja í framtíðinni. Á Bret-
landseyjum og á Irlandi er stuðst við svonefndan
Enskan rétt, þar sem lagaútfærslan er að jafnaði ekki
eins nákvæm og hefur fremur að markmiði að veita
svör við einstökum tilvikum. Þessi mismunur á
Rómarrétti og Enskum rétti birtist í félagarétti,
þ.m.t. við bókhald, ársreikningagerð og endurskoð-
un. Réttarhefðin á meginlandinu hefur m.a. leitt til
þess að eðlilegt hefur þótt að binda reikningslykla í
lög og í framhaldi af því hefur ársreikningurinn ver-
ið sniðinn. Uppruna reikningslykilsins í Þýskalandi
má rekja til þess, að menn töldu nauðsynlegt að geta
borið saman magntölur eftir fyrirtækjum í sömu iðn-
grein á árunum fyrir heimstyrjöldina fyrri og var
fyrsti reikningslykillinn birtur 1911 og notaður í
styrjöldinni. Þörf Nasista til þess að fylgjast með
allri framleiðslu leiddi til þess að reikningslykillinn
var endurbættur og lögleiddur. í Frakklandi tók
ráðuneyti efnahagsmála upp bókhaldskerfi Þjóð-
verja og 1947 var fyrsti reikningslykillinn birtur.
Hann hefur síðan verið endurskoðaður og aukinn
1957 og 1982 í tengslum við fjórðu tilskipunina.
Bókhaldskerfið franska tekur í dag til reikningslykla
í mörgum útgáfum fyrir mismunandi atvinnugrein-
ar, til ársreikninga, til skilgreiningar á tímabilum og
til reglna við mat á verðgildi. Það sem er athyglis-
vert við þessa þróun er að núverandi ársreikninga-
gerð á rætur að rekja til innri upplýsingaþarfar og
kostnaðarverðsbókhalds, sem hentaði eigendum
29