Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Page 33
Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar og form. Félags ísl. iðnrekenda
STARFSUMHVERFI OG SAMKEPPNISSTAÐA
ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA
Inngangur
Þann 17. þessa mánaðar var EES-samningurinn
loks undirritaður í endanlegri gerð. Þrátt fyrir það er
enn óvissa um hvenær hann tekur gildi. I ljósi
reynslunnar er ólrklegt að það verði 1. júlí næst-
komandi, en á hinn bóginn má reikna með að það
verði einhvem tíma á síðari hluta ársins.
Hvað sem því líður, er ljóst, að við Islendingar
höfum ákveðið að vera með. Við viljum vera með
vegna þess að við teljum það okkur til hagsbóta.
Samningurinn um EES einkennist af því að hann
setur þátttakendum tilteknar leikreglur, en tryggir
ekki á nokkum hátt að þeir nái árangri. Því má líkja
við að taka þátt í starfi íþróttafélags. Maður gengur í
félagið, fær aðstöðu til æfinga og keppni og gengst
um leið undir reglur félagsins. Hvaða árangur næst í
íþróttinni er eingöngu undir manni sjálfum komið.
Þátttaka í íþróttafélaginu tryggir hvorki árangur né
afrek. Þar ræður eigin ástundun, eljusemi og þraut-
seigja. Þessu er ekki ólíkt farið með Evrópska efna-
hagssvæðið.
Samningurinn setur leikreglumar sem fara þarf
eftir, en aðildarríkin, stjómvöld og atvinnufyrirtæk-
in verða sjálf að ná árangri. Þetta er mergurinn
málsins, sem við þurfum að átta okkur á.
Starfsumhverfið og samkeppnin
Með veru okkar í EES felst ákveðin skuldbinding
um að Island ætli sér að vera fullgildur þátttakandi í
alþjóðlegum viðskiptum, aukinni alþjóðavæðingu
og verkaskiptingu. Við höfum ákveðið að hér gildi
að mestu sömu leikreglur og annars staðar í Vestur
Evrópu.
I því felst að íslensk fyrirtæki taka með sama eða
svipuðum hætti þátt í hinu „fjórþætta frelsi" og fyr-
irtæki innan Evrópubandalagsins. Þar er átt við
frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og vinnuafls.
Með EES opnum við íslenska markaðinn á svið-
um sem áður nutu mikillar vemdar. Þar ber helst að
nefna þjónustu- og fjármagnsgreinar. Þar má búast
við aukinni samkeppni erlendis frá og um leið auk-
inni alþjóðavæðingu. Með sama hætti veitir samn-
ingurinn okkur aðgang að öðmm ríkjum innan EES.
EES-samningurinn gengur út á að ryðja hindmn-
um úr vegi frjálsra viðskipta og setur sameiginlegar
reglur sem auðvelda viðskipti. Þrátt fyrir að sumir
kunni að halda hið gagnstæða, segir EES-samning-
urinn lítið sem ekkert um starfsskilyrðin að öðra
leyti. Hann segir ekkert um hvernig eigi að skatt-
leggja fyrirtæki. Hann segir ekkert um hversu hár
virðisaukaskattur eigi að vera og hann segir ekkert
um hverjir vextir skuli vera. Samningurinn kveður
heldur ekki á um umsvif hins opinbera, erlendar
skuldir eða greiðslubyrði erlendra lána.
Allt eru þetta þættir sem verða meira og minna á
valdi okkar sjálfra. Gagnið af EES-samningi verður
ekki mikið ef við stjómum þeim ekki með viðun-
andi hætti.
Eins og áður sagði, felst í aðildinni að EES sú á-
kvörðun íslenskra stjómvalda að ísland ætli að vera
fullgildur þátttakandi í alþjóðlegum viðskiptum.
Það gerist með því að við tökum upp sömu leikregl-
ur í viðskiptum, opnum markaði og veitum erlend-
um aðilum sömu réttindi hér og okkur sjálfum. Af
þessum sökum hljóta íslensk stjómvöld að gera sér
fulla grein fyrir því að íslenskt atvinnulíf verður að
búa við sömu starfsskilyrði og hinir erlendu keppi-
nautar.
33