Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 35

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 35
hafa lítil áhrif á samkeppnina. í sérstakri tilkynn- ingu sem framkvæmdastjóm EB hefur gefíð út er nánar skilgreint hvenær beita megi þessari „minni- háttarreglu" (mle de minimisbagatel). Það má gera ef markaðshlutdeild viðkomandi vöm er innan við 5% og samanlögð velta þeirra fyrirtækja, sem gert hafa samning sín á milli, er innan við 15 milljarða íslenskra króna. Mikilvægt er að skoða vandlega allar þær undan- þágur, sem EB hefur veitt frá samkeppnisreglum og eiga einnig við innan EES. Þegar samkeppnisreglur EES-samningsins eru skoðaðar, er einnig mikilvægt að hafa í huga, að þeir dómar, sem dómstóll EB hefur kveðið upp á þessu sviði, liggja til gmndvallar þegar reglumar eru túlkaðar. Þegar samningurinn hefur verið stað- festur af Alþingi og tekið gildi, munu samkeppnis- reglumar gilda um íslensk fyrirtæki þegar þau hafa áhrif á viðskipti milli EES-ríkja. Dæmi um samninga sem eru óheimilir Nefna má nokkur dæmi um hömlur, sem em and- stæðar samkeppnisreglum EES-samningsins. Sem dæmi má taka þýskan vélaframleiðanda sem gerir einkadreifísamninga við dreifanda á íslandi og annan í Danmörku. Vélaframleiðandinn mætti ekki setja í samningana ákvæði sem bannaði dreifendun- um svokallaða „óvirka“ sölu út fyrir „sín“ svæði. Á hinn bóginn mætti banna „virka“ sölu út fyrir svæði. Dæmi um óvirka sölu væri t.d. að íslenskt fyrirtæki pantaði varahluti í vél frá dreifandanum í Danmörku, án þess að danski dreifandinn hefði nokkuð frum- kvæði að sölunni. Ef danski aðilinn hefði á hinn bóginn birt heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu og boðið varahluti til sölu, væri hann að þrengja sér með virkum hætti inn á markaðssvæði íslendingsins. Einnig er það andstætt samkeppnisreglum ef framleiðandinn lofar að vemda einkadreifandann fyrir innflutningi og samkeppni frá öðmm svæðum. í EES-samningnum er að finna reglur um aðlög- unartíma þeirra samninga sem hafa verið gerðir fyr- ir gildistöku EES-samningsins. Fyrirtæki, sem innan sex mánaða frá því að EES-samningurinn tekur gildi, senda samkeppnisyfirvöldum tilkynningu um gildandi samninga sem fela í sér samkeppnishöml- ur, verða ekki sektuð vegna „brota“ á reglunum. Misnotkun ráðandi stöðu EES-samningurinn bannar fyrirtækjum misnotk- un á ráðandi stöðu. Fyrirtæki þarf þó ekki að hafa ráðandi stöðu á öllum EES-markaðnum til að geta talist brotlegt við samkeppnisreglumar. Ráðandi staða er í sjálfu sér ekki bönnuð, heldur misnotkun hennar. Þegar ráðandi staða er metin þarf að huga að landfræðilegri afmörkun og markaðshlutdeild. í framkvæmd hefur eitt ríki eða jafnvel hluti ríkis verið talinn verulegur hluti markaðar. Því er ekki ó- lfklegt að íslenski markaðurinn geti í sumum tilfell- um, þrátt fyrir smæð sína, verið talinn sérstakur landfræðilegur markaður. Hafa ber í huga að þessar reglur eiga ekki við ef háttsemin hefur ekki áhrif á viðskipti tveggja eða fleiri EES-ríkja. Fyrirtæki með ráðandi stöðu á markaði telst mis- nota þá stöðu sína ef það beitir henni til þess að setja óeðlilega skilmála um innkaup eða mismuna viðskiptavinum sínum þegar það veitir afslætti. Þegar ráðandi fyrirtæki setur öðru fyrirtæki skil- yrði um innkaup, t.d. að það verði að kaupa aðrar vörur samhliða þeirri vöm sem það sækist eftir, fel- ur það í sér misnotkun. Fyrirtækið nýtir sér aðstöðu sína til þess að selja vömr sem kaupandinn sækist ekki eftir. Markaðsráðandi fyrirtæki er óheimilt að veita af- slætti gegn því að kaupandinn hafi eingöngu eða að mestu leyti vömr þess á boðstólum. Bannið við þessum viðskiptaháttum byggir á því að með þeim er viðskiptavinum mismunað og jafnframt er nýjum seljendum gert erfitt að komast inn á markaðinn. Eftirlit með samkeppni Tvær stofnanir munu hafa eftirlit með samkeppn- isreglum EES-samningsins. Fyrir Evrópubandalagið verður það framkvæmdastjóm þess. Fyrir EFTA verður það sérstök stofnun, Eftirlitsstofnun EFTA (EFTA Surveillance Authority - ESA). Meðferð samkeppnismála í ESA verður með sama hætti og nú er innan framkvæmdastjómarinnar. Hvor stofnun um sig er einungis skipuð embættismönnum frá „- sinni“ hlið, en þær munu eiga náið samstarf til þess að tryggja að samkeppnisreglunum verði framfylgt með sama hætti innan EB og EFTA. Að brjóta reglurnar getur orðið dýrt spaug Ljóst er að samningurinn um EES leiðir til tals- verðra breytinga á samkeppnissviðinu. Fyrirtæki verða að skoða samninga, sem þau hafa gert við fyrirtæki í EES-ríkjum, t.d. dreifísamninga, til þess að ganga úr skugga um að þeir stangist ekki á við hinar nýju samkeppnisreglur. Þetta er ekki síst mik- ilvægt vegna þess að sektir vegna brota á sam- keppnisreglunum em mjög háar. Þær geta orðið tæpar 800 milljónir króna eða jafnvel enn hærri 35

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.