Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Qupperneq 36
þegar stórfyrirtæki eiga í hlut, því heimilt er að
leggja á sektir sem nema allt að 10% af veltu.
Hæstu sektir sem framkvæmdastjóm Evrópubanda-
lagsins hefur lagt á vegna brota á samkeppnisregl-
um voru lagðar á sænskættuðu samsteypuna Tetra
Pak. Það mál er athyglisvert fyrir margra hluta sakir
og ætla ég því að skýra frá málavöxtum í stuttu
máli.
Tetra Pak er stærsti framleiðandi tækja og um-
búða til þess að pakka inn fljótandi matvælum, aðal-
lega mjólk og ávaxtasafa. A sumum sviðum er nán-
ast um einokun að ræða, t.d. hvað varðar umbúðir
um gerilsneydda vöru. Þar hefur Tetra Pak 95% af
markaðnum.
Helsti samkeppnisaðili Tetra Pak, norska fyrir-
tækið Elo Pak, kvartaði yfir háttalagi fyrirtækisins.
Að lokinni rannsókn komst framkvæmdastjóm Evr-
ópubandalagsins að þeirri niðurstöðu, að Tetra Pak
hefði gróflega brotið samkeppnisreglur EB.
Markaðsstefna fyrirtækisins hafði að markmiði
að skipta Evrópubandalaginu í marga aðskilda
markaði.
Samningar við viðskiptavini miðuðu beinlínis að
því að koma í veg fyrir samkeppni. T.d. mátti að-
eins nota umbúðir frá Tetra Pak í vélum frá Tetra, á-
kvæði vom um reglubundið eftirlit og viðhald vél-
anna og tiltekinn afsláttur veittur ef viðskiptavinur-
inn héldi sig bara við Tetra Pak.
Verðstefnan mismunaði viðskiptavinum þannig
að verð lækkaði eftir þörfum ef eitthvað bólaði á
samkeppni.
Samkeppni var hindmð með margvíslegum hætti,
meðal annars með því að kaupa fyrirtæki og vélbún-
að keppinauta og/eða ryðja tækni þeirra eða aðferð-
um af markaði.
Með ákvæðunum um að bara mætti nota umbúðir
frá Tetra Pak í vélum frá fyrirtækinu var komið í
veg fyrir að virk samkeppni gæti þróast og sömu-
leiðis tryggði fyrirtækið sér tekjur allan líftíma vél-
anna.
Með skiptingu markaðarins gat fyrirtækið haft
verðstefnu sem orsakaði allt að 100% mun á um-
búðaverði milli markaða og allt að 400% mun á
verði vélanna.
Þá notaði Tetra Pak einokunarstöðu sína á sviði
gerilsneyddra matvæla til þess að greiða niður tap á
öðrum sviðum, á mörkuðum þar sem fyrirtækið
mætti einhverri samkeppni. Þetta átti t.d. við á Italíu
þar sem Elo Pak var að reyna að ná fótfestu og hafði
sett upp verksmiðju. Þar var sannað að Tetra Pak
greiddi niður tap sem nam allt að 35% af kostnaði.
Framkvæmdastjómin skipaði fyrirtækinu að
breyta háttalagi sínu, svo það bryti ekki í bága við
samkeppnisreglur EB, og sektaði Tetra Pak jafn-
framt um hvorki meira né minna en 75 milljónir
ekna eða 5,7 milljarða íslenskra króna.
Þetta dæmi sýnir að vissara er að taka mark á
reglunum.
Áhættufjármagn og erlend fjárfesting í ís-
lensku atvinnulífi
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenskt
atvinnu- og viðskiptalíf er á margan hátt einangrað,
að minnsta kosti hvað varðar þátttöku erlendra að-
ila. Ef frá eru talin örfá fyrirtæki í orkufrekum iðn-
aði er vart hægt að tala um erlenda fjárfestingu hér á
landi. Þetta er að mörgu leyti okkur sjálfum að
kenna. Islensk löggjöf hefur verið þannig, að út-
lendingar hafa almennt ekki verið velkomnir að taka
þátt í atvinnurekstri. Þá höfum við einblínt um of á
orkufrekan stóriðnað. Verst er þó að við höfum lík-
lega misst af stóriðjutækifærum vegna annarlegra
sjónarmiða í æðstu stjóm ríkisins.
Hinu má þó ekki gleyma, að það er mikill mis-
skilningur að trúa því að hér hafi útlendingar beðið í
röðum með fulla vasa fjár til þess að fjárfesta á Is-
landi. Það verður því enginn straumur af útlending-
um hingað þó við afléttum hömlum. En einmitt þess
vegna er mikilvægt að við komum ekki í veg fyrir
að þeir fáu, sem hingað kunna að vilja koma, hrökk-
list frá vegna gamalla, úreltra vamarmúra eða girð-
inga.
Þessar girðingar verður að rjúfa og það gerist
m.a. með samningnum um EES.
Árið 1991 voru sett ný, heildstæð lög um erlend-
ar fjárfestingar á Islandi. Á þeim þarf að gera
nokkrar breytingar vegna EES-samningsins og ligg-
ur nú frumvarp þess efnis fyrir Alþingi. Þá voru í
lok síðasta árs samþykkt ný gjaldeyrislög og á Þor-
láksmessu var gefin út ný gjaldeyrisreglugerð. Allar
þessar breytingar gera ráð fyrir auknu frjálsræði og
auðveldari viðskiptum.
Samkvæmt EES-samningnum höfum við frest til
1. janúar 1996 til að ganga endanlega frá nauðsyn-
legum breytingum á lögum um fjárfestingar EES-
borgara í íslenskum atvinnurekstri og sömuleiðis
lögum um fasteignakaup þeirra. Þá höfum við frest
til 1. janúar 1995 til þess að létta af hömlum á
skammtímahreyfingum fjármagns.
EES-samningurinn gerir ráð fyrir því að fjárfest-
ingar erlendra aðila í atvinnurekstri hérlendis verði
almennt heimilar. Okkur tókst að vísu, með miklu
harðfylgi, að koma í veg fyrir að erlendum aðilum
36