Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Page 37
yrði heimilt að fjárfesta í útgerð og fiskvinnslu.
Ekki eru menn á eitt sáttir um hversu skynsamleg sú
ráðstöfun var. En þannig þarf að búa um hnútana að
fjárfestingarbannið verði ekki svo þröngt túlkað, að
það leiði til þess að stór hluti atvinnulífsins verði
útilokaður frá erlendum fjárfestum, vegna beinna
eða óbeinna eignatengsla við útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki.
Við fáum ekkert á silfurfati, frekar en fyrri dag-
inn. Þótt við búum þannig um hnútana, að íslenskar
reglur hindri ekki erlenda aðila í að fjárfesta hér, er
ekki þar með sagt að þeir geri það. Þar getur margt
komið til.
Útlendingar þurfa að vita að ísland er til og að
þeim sé heimilt að fjárfesta hér. Þetta krefst þess að
landið sé markvisst markaðssett sem heppilegur
staður til fjárfestinga og að gengið sé þannig frá
málum að erlendir aðilar fái hér, helst á einum stað,
góðar og skilmerkilegar upplýsingar. Á þessu er
verulegur brestur í dag, svo ekki sé meira sagt.
Þá er óskynsamlegt að ætla að láta einhverjar sér-
reglur gilda um útlenda fjárfestingu, s.s. skattaaf-
slætti og önnur fríðindi. Miklu frekar verður að sjá
til þess að almenn starfs- og samkeppnisskilyrði séu
í góðu lagi.
Að síðustu ber svo að nefna nauðsyn þess að
treysta íslenskan verðbréfamarkað svo hann geti
borið talsverð umsvif; erlendir fjárfestar verða að
geta treyst því, að þeir lokist ekki inni á íslandi með
þá fjármuni sem þeir leggja í atvinnulífið.
Góðir fundarmenn.
Heimurinn er sífellt að breytast. Þjóðskipulög
hafa riðlast og tekið á sig nýja mynd. Lýðræðisöfl
hafa leyst einræði af hólmi og frelsi komið í stað
hafta. Islendingar hafa markað stefnu sína í við-
skiptum með alþjóðasamningum um fríverslun.
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er af
svipuðum toga. Hann er samningur um aukið frelsi
til athafna á okkar langmikilvægasta viðskipta-
svæði. Hann opnar dyr alþjóðlegra samskipta upp á
gátt. Síðan er það undir okkur sjálfum komið hvort
við göngum um þær dyr og hvaða árangri við náum.