Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Qupperneq 5
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ.
SIÐFERÐI í VIÐSKIPTUM
Síðustu misserin hefur mjög íjölgað þeim fyrir-
tækjum og einstaklingum, sem telja sig fómarlömb
vafasamra eða jafrivel siðlausra viðskiptahátta. Þar
sem handsalið eitt var áður talið fullgilt til frágangs
samninga þurfi nú helst fullgildar tryggingar og
þekkingu á starfsferli og starfsháttum væntanlegra
viðskiptamanna. Traustið sé á undanhaldi; við-
skiptasiðferði fari versnandi.
Efnahagserfiðleikar undangenginna ára hafa eðli-
lega sett mark sitt á atvinnulíf og afkomu fyrirtækja.
Til marks um það em nær 1400 gjaldþrota fyrirtæki,
sem tekin hafa verið til skipta síðustu 4 ár, þar af
flest á síðasta ári eða 447.
Engin athugun mun hafa farið fram á því, hver
hafi verið heildarfjárhæð tapaðra krafna í þessum
gjaldþrotum. Þaðan af síður em tiltækar upplýsingar
um tjón annarra fyrirtækja vegna tapaðra krafna. Á
hinn bóginn liggur fyrir mat á útlánatapi bankanna
vegna greiðsluþrots viðskiptamanna. Þetta mat end-
urspeglast i framlögum bankanna á afskriftareikning
útlána. Á árinu 1992 vom framlög á afskriftareikn-
inga bankanna nær 6,8 milljarðar og ætla má, að á
árinu 1993 ætli bankamir a.m.k. 5 milljarða til við-
bótar til afskrifta útlána.
Mat bankanna á afskriftaþörf endurspeglar ekki
endilega raunveruleg tap á viðkomandi ári, svo ó-
varlegt er að byggja mat á öðmm stærðum á þessum
gmnni. Þó er fróðlegt að líta til þess, hvemig tjón af
gjaldþroti eins stærsta verslunarfyrirtækis landsins
nýverið skiptist á lánastofnanir og viðskiptamenn.
Þar lýstu birgjamir, þeir sem lagt höfðu fyrirtækinu
til vömr og þjónustu, 750 milljóna kr. laöfum en
heildarfjárhæð lýstra krafna var um 1200 milljónir.
Lánastofnanir munu meta tjón sitt á um 300 milljón-
ir, eða innan við helming þess sem birgjamir töp-
uðu. Auðvitað verður engin regla leidd af þessu ein-
angraða dæmi og þótt hlutföllin séu ugglaust mjög á
annan veg í öðmm atvinnugreinum, þá gefur það til-
tekna hugmynd um aðstæður almennra kröfuhafa.
Tilgátan styrkist enn þegar til þess er litið, að við-
skiptabankar fyrirtækja hafa langtum betri aðstöðu
til að fylgjast með aðstæðum skuldunautanna en al-
mennir kröfuhafar. Lánastofnanir hafa eðlilega nán-
ar gætur á ársreikningum, uppgjömm og áætlunum,
sem almennum kröfuhafar eiga almennt ekki kost á
að fylgjast með. Þvi má að öðm jöfnu ætla að lána-
stofnunum sé mun hægara að sjá fyrir vandamál og
tryggja hagsmuni sína.
Þótt þannig sé engin leið að áætla með vissu
heildarumfang tapaðra krafna í viðskiptalífinu, þá er
ljóst að þær nema þó nokkmm milljörðum kr. á ári
og sumir ætla þær geti numið allt frá 0,5% til 1,5%
af heildarveltu í atvinnurekstri þessi árin. Þar við
bætist tjón bankanna, því viðskiptavinir þeirra bera
það í formi hærri vaxta en ella myndi vera. Loks er
ótalið, að fyrirtækin em sjálf látin leggja í sjóð til að
bæta starfsmönnum gjaldþrota fyrirtækja tjón þeirra
vegna vangreiðslu launa og lífeyrissjóðsiðgjalda í
allt að 3 mánuði fyrir þrot og aðra þrjá þar á eftir.
Þennan kostnað bera aðrir atvinnurekendur með sér-
stökum launaskatti, 0,2% af öllum launum eða nær
400 milljónum á ári. Tjón af völdum gjaldþrota er
því vemlegur og vaxandi liður í rekstrarkostnaði
fyrirtækja, sem knýr á um aðhald og aðgerðir til að
spoma gegn þessari þróun.
Er viðskiptasiðferði víkjandi?
Vaxandi umfang tapaðra viðskiptakrafna kann að
vera til marks um það að lög og reglur samfélagsins,
skráðar sem óskráðar, veiti ekki það öryggi, sem
viðskiptalífinu er svo mikilvægt. Bæði kunna regl-
umar sjálfar að vera ófullkomnar og framkvæmd
þeirra að vera ábótavant. Markaðslögmálin leyfa í
raun allt, sem ekki er með einum eða öðmm hætti
5