Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Side 40

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Side 40
voru niðurstöður þess kynntar á aðalfundi félagsins í nóvember. 5. Mat á varanlegum rekstrarfjármunum í árs- reikningum félaga. í októbermánuði barst félaginu erindi um mat fastafjármuna í ársreikningum félaga með tilliti til hugsanlegs ofmats þeirra. Nefndin tók mál þetta til umfjöllunar og tók saman upplýsingar um málið. Hún sendi síðan frá sér álitsgerð um málið í desem- ber sl. þar sem fram kom að álitsgerðin er byggð á athugun nefndarinnar og upplýsingum úr alþjóðleg- um reikningsskilastöðlum. 6. Reikningsskilaráð. í janúarmánuði sendi reikningsskilaráð nefndinni til umsagnar álitsgerð ráðsins um grundvallaratriði um reikningsskil. Óskað var eftir umsögn um álits- gerðina áður en reikningsskilaráðið tæki hana til formlegrar afgreiðslu. Haldnir voru nokkrir fundir um efnið og í framhaldi af þeim sendi nefndin frá sér umsögn í bréfi dags. 21. febrúar 1994. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í nóvem- ber sl. stóð nefndin fyrir könnun á viðhorfum fé- lagsmanna til þeirra leiðbeinandi reglna, sem reikn- ingsskilanefndin hefur gefið út í gegnum árin auk tveggja annarra atriða. Hér var verið að leita eftir á- liti félagsmanna á þörf fyrir umfjöllun nefndarinnar á þessum málum með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa frá því að drög þessi voru upphaflega sett fram. Könnunin leiddi í ljós að mestur áhugi var meðal félagsmanna á umfjöllun um lífeyrisskuld- bindingar og tekjuskattsskuldbindingar . Þar á eftir komu árshlutauppgjör og fjárstreymisyfirlit. Nefndin hefur í framhaldi af þessum niðurstöðum ákveðið að umfjöllun um lífeyrisskuldbindingar verði næsta verkefni hennar. Stefnt er að því að gefa út álitsgerð um efnið á þessu starfsári. Einnig hefur verið ákveðið að fjalla um framsetningu útflutnings- kostnaðar í reikningsskilum félaga, sérstaklega út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja. ÁLITSNEFND FLE Álitsnefnd FLE bárust mörg erindi á starfsárinu 1992-1993 og hélt nefndin alls 9 fundi. Á milli funda var mikil vinna unnin við samningu greinar- gerða o.fl. Umfangsmestu erindin bárust annars vegar frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og hins vegar frá stjórn FLE. Sú fasta venja virðist vera komin á að Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendi FLE til umsagnar öll frumvörp sem nefndin hefur til umfjöllunar og snerta með einhverjum hætti störf og hlutverk end- urskoðenda. Þetta er afar jákvætt og gefur félaginu möguleika á að hafa áhrif og koma að nauðsynleg- um athugasemdum og ábendingum um viðeigandi efni. Þau frumvörp sem nefndin fékk til umsagnar voru m.a. frumvarp til laga um viðskiptabanka og sparisjóði, frumvarp til laga um breytingu á hlutafé- lagalögum, frumvarp til laga um Seðlabanka Islands og frumvarp til laga um eftirlaunaréttindi launa- fólks. Stærst þessara mála var umfjöllun og gerð umsagnar um frumvarp til laga unt viðskiptabanka og sparisjóði. ítarleg greinargerð með margháttuð- um athugasemdum, ábendingum og breytingartil- lögum var send frá nefndinni 22. desember 1992, en frumvarpið var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi á vormánuðum 1993. Er skemmst frá því að segja að Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis féllst á all- flestar þeirra breytingar- og viðbótartillagna, sem Álitsnefndin sendi frá sér og vörðuðu endurskoðun og reikningsskil. í frumvarpinu voru margvísleg ákvæði sem að mati Álitsnefndar byggðust á mis- skilningi á hlutverki endurskoðenda og verka- og á- byrgðarskiptingu á milli þeirra og stjómenda. Ur þessum vanköntum tókst að bæta og má FLE vel við una, því úr varð ágætur lagabálkur um viskipta- banka og sparisjóði að því er endurskoðun og reikn- ingsskil varðar. Frá stjóm FLE bámst Álitsnefnd þrjú erindi til umsagnar. Mikil umfjöllun átti sér stað um tillögur og greinargerð stjórnar um breytingu á lögum um löggilta endurskoðendur, einkum að því er varðar svonefnt ytra agakerfi endurskoðenda. Þessar tillög- ur hafði stjórn FLE samið að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið. Álitsnefnd yfirfór tillögurnar og lagði til ýmsar breytingar, sem stjórnin tók tillit til að mestu leyti. Álitsnefnd fjallaði jafnframt ítarlega um tillögur stjórnar um breytingar á samskiptaregl- um FLE og breytingar á nokkrum greinum sam- þykkta félagsins. Tillögur um þessar breytingar á samskiptareglum og samþykktum voru síðan sam- þykktar á aðalfundi félagsins 1993. Tillögur stjómar um breytingu á lögum um löggilta endurskoðendur eru hins vegar enn til umfjöllunar í fjármálaráðu- neytinu. Fyrirheit hafa verið gefín um að frumvarp um efnið verði lagt fyrir yflrstandandi þingi. Álitsnefnd FLE er afar mikilvægur og reyndar óhjákvæmilegur vettvangur fyrir stjóm félagsins. Að mati undirritaðs hafa störf nefndarinnar á síð- ustu tveimur starfsárum ótvírætt staðfest gildi slíkr- ar nefndar og mikilvægi hennar fyrir félagsstarfið. ENDURSKOÐUNARNEFND FLE Helstu verkefni endurskoðunamefndar FLE á liðnu starfsári (1992/1993) voru eftirfarandi: 40

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.