Ráðunautafundur - 12.02.1979, Blaðsíða 15

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Blaðsíða 15
95 IV. Eldisvatn. A þessu sviði er tvímælalaust veikasti hlekkurinn í fisk- eldiskeðjunni hér á landi. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á jarðvarma á Tslandi með tilliti til upphitunar bæja og byggðarlaga, en að kalla engar er varða fiskeldi. Athugun sem Arni Isaksson gerði í þessu sambandi fyrir nokkrum árum er að vísu gagnleg, en hrekkur af eðlilegum ástæðum allt of skammt. Einkum hefur láðst að hafa í huga, að fyrir lax- eldisstöðvar er auk volgs vatns eða gufu nauðsynlegt að hafa til umráða kalt lindarvatn, bakteríufrítt eða ördautt. Ung laxaseiði þola ekki vatn sem tekið er ur ám eða vötnum, þar sem silungur, lax eða hornsíli hafast við. Bleikjuseiði þola hins vegar mun betur notkun slíks vatns. Kalt vatn er nauðsyn- legt til að tempra hæfilega hita á klakvatni, og það er bráðnauð- synlegt í sambandi við silfrun og undirbúning laxgönguseiða. Þá má með breytilegu vatnshitastigi hafa áhrif á vaxtarhraða og fóðurgjöf. Flestar af eldisstöðvum okkar líða önn fyrir það, að þær skortir vel nothæft kalt vatn, og hefur þetta bæði valdið tjóni á ungseiðum og torveldað eða komið í veg fyrir framleiðslu nothæfra eða gjaldgengra laxgönguseiða. Það er að vísu ekkert launungarmál, að hár á landi er víða mikið af heitu eða volgu vatni, og víða fyrirfinnst kalt lindar- vatn. En nákvæmlega hvar slíkar vatnstegundir koma fyrir, í hvaða magni, hvort vatnsmagnið breytist með árstfðum, hvernig efnamagn þess og eiginleikar til fiskeldis eru, öll þessi atriði eru lítt könnuð. Utlendingar sem hafa haft spurnir af hinni óvenjulegu aðstöðu hár á landi til fiskeldis, að því er varðar vatn, hráefni í fiskafóður og heilbrigði fslenskra laxa- og silungsstofna, hafa hár stundum viðkomu fyrir forvitnis sakir og með fiskeldis-fjárfestingar í huga. En þeir verða lítils vísari, þó að þeir sáu fræddir á því að víða fyrirfinnist heitt og kalt vatn. Þegar spurt er nánar um smáatriði, verður okkur svarafátt. Það sem gera þarf er einfaldlega skipulögð og ítarleg könnun á lindarvatni, volgu og köldu, einkum á þeim stöðum þar sem fiskeldismöguleikar virðast álitlegastir. En það eru að sjálfsögðu ekki aðeins eiginleikar eldisvatns , volgs og kalds, sem eru mikilvægir, þetta á engu síður við um vatns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.