Ráðunautafundur - 12.02.1979, Blaðsíða 48

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Blaðsíða 48
128 4. _Beinar varnaraðgerðir. Fáanleg eru eiturefni gegn flestum meindýrum og nokkrum sveppasjúk- dómum. Þau efni, sem má selja hér á landi, eru skráð í yfirliti, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gefur út og kallast "Yfirlit yfir plöntulyf, örgresisefni, stýriefni og útrýmingarefni, er flytja má til landsins, selja eða nota, sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 132/1971, og skrá yfir framleiðendur og umboðsmenn". Efnin eru skráð í 4 mis- munandi hættuflokkum: X, A, B og C. Menn þurfa sérstök eiturskírteini til að mega kaupa efni í hættuflokkum X og A, þó er undanþága enn í gildi, sem segir, að lögreglustjórum (eða sýslumönnum) sé heimilt að veita leyfi til kaupa á takmörkuðu magni af efnum í hættuflokki A, ef sérstakar ástæður mæla með. Þessi undanþága er þó ekki hugsuð til frambúðar. Ekki þarf sérstök leyfi til kaupa á efnum í hættuflokkum B og C. B-efni fást í Reykjavík hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna og úti á landi í ýmsum lyfja- búðum, en C-efnin fást í flestum verslunum. Miklar vonir eru nú bundnar við ýmsar lífrænar varnaraðgerðir og er verið að innfæra slíka aðferð í gróðurhúsum hér á landi gegn spunamaur. Ekki er ólíklegt, að slíkar aðferðir verði þróaðar fyrir einhverja af þeim skaðvöldum, sem hér eru utan dyra. IV. Kálmaókur■ Þar sem kálmaðkurinn virðist vera einn alvarlegasti plöntuskaðvaldur- inn hér á landi, þykir rétt að gera honum nánari skil. Kálmaðkurinn er lirfa litlu kálflugunnar (Delia (Chortophila) brassicae). Hennar var fyrst vart í Reykjavík um 1930 og hefur hún nú breiðst út um allt land. Hún lifir veturinn af sem púpa í jarðveginum eða í rófum og öðrum plöntu- hlutum, sem orðið hafa eftir. Um vorið eða fyrri hluta sumars koma fullorðnar flugur fram úr púpunum og byrja fljótlega að verpa eggjum, sem þær leggja neðst á stöngla plantna af krossblómaætt eða í jarðveginn upp við stönglana. Eggin eru hvít og ílöng, um 1 mm á lengd og 0,3 mm í þver- mál. Varptíminn er breytilegur eftir árferði, en samkvæmt athugunum, sem Ingólfur Davíðsson gerði á árunum 1937-1950 byrjaði varpið á tíma- bilinu 10. júní til 5. júlí, en mest var um egg 10-15 dögum eftir varp- byrjun. Lirfur klekjast út á 4-8 dögum og byrja strax að naga sig inn í plönturnar. Lirfustigið virðist samkvæmt erlendum heimildum vera nálægt 3 vikum, en hlýtur að vera mjög háð hitastigi. Reikna má með, að 2 kyn- slóðir geti komið fram og þegar maðkur sést í september mun hann senni- lega vera af 2. kynslóð. Lirfan púpar sig síöan og býr sig undir veturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.