Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 48

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 48
128 4. _Beinar varnaraðgerðir. Fáanleg eru eiturefni gegn flestum meindýrum og nokkrum sveppasjúk- dómum. Þau efni, sem má selja hér á landi, eru skráð í yfirliti, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gefur út og kallast "Yfirlit yfir plöntulyf, örgresisefni, stýriefni og útrýmingarefni, er flytja má til landsins, selja eða nota, sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 132/1971, og skrá yfir framleiðendur og umboðsmenn". Efnin eru skráð í 4 mis- munandi hættuflokkum: X, A, B og C. Menn þurfa sérstök eiturskírteini til að mega kaupa efni í hættuflokkum X og A, þó er undanþága enn í gildi, sem segir, að lögreglustjórum (eða sýslumönnum) sé heimilt að veita leyfi til kaupa á takmörkuðu magni af efnum í hættuflokki A, ef sérstakar ástæður mæla með. Þessi undanþága er þó ekki hugsuð til frambúðar. Ekki þarf sérstök leyfi til kaupa á efnum í hættuflokkum B og C. B-efni fást í Reykjavík hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna og úti á landi í ýmsum lyfja- búðum, en C-efnin fást í flestum verslunum. Miklar vonir eru nú bundnar við ýmsar lífrænar varnaraðgerðir og er verið að innfæra slíka aðferð í gróðurhúsum hér á landi gegn spunamaur. Ekki er ólíklegt, að slíkar aðferðir verði þróaðar fyrir einhverja af þeim skaðvöldum, sem hér eru utan dyra. IV. Kálmaókur■ Þar sem kálmaðkurinn virðist vera einn alvarlegasti plöntuskaðvaldur- inn hér á landi, þykir rétt að gera honum nánari skil. Kálmaðkurinn er lirfa litlu kálflugunnar (Delia (Chortophila) brassicae). Hennar var fyrst vart í Reykjavík um 1930 og hefur hún nú breiðst út um allt land. Hún lifir veturinn af sem púpa í jarðveginum eða í rófum og öðrum plöntu- hlutum, sem orðið hafa eftir. Um vorið eða fyrri hluta sumars koma fullorðnar flugur fram úr púpunum og byrja fljótlega að verpa eggjum, sem þær leggja neðst á stöngla plantna af krossblómaætt eða í jarðveginn upp við stönglana. Eggin eru hvít og ílöng, um 1 mm á lengd og 0,3 mm í þver- mál. Varptíminn er breytilegur eftir árferði, en samkvæmt athugunum, sem Ingólfur Davíðsson gerði á árunum 1937-1950 byrjaði varpið á tíma- bilinu 10. júní til 5. júlí, en mest var um egg 10-15 dögum eftir varp- byrjun. Lirfur klekjast út á 4-8 dögum og byrja strax að naga sig inn í plönturnar. Lirfustigið virðist samkvæmt erlendum heimildum vera nálægt 3 vikum, en hlýtur að vera mjög háð hitastigi. Reikna má með, að 2 kyn- slóðir geti komið fram og þegar maðkur sést í september mun hann senni- lega vera af 2. kynslóð. Lirfan púpar sig síöan og býr sig undir veturinn.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.