Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 2 4 . M a Í 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag MarKaðurinn Forstjóri ölgerðar- innar útilokar aukinn innflutning á drykkjar­ vörum. Kristall er verðmæt­ asta vörumerkið. sKoðun Unnur Svavarsdóttir skrifar um ferðaþjónustu. 13 sport Tímabilið er undir hjá Man. United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 14 Menning Meistaraverk Kamm­ ersveitar Vínar og Berlínar. 22 lÍFið Flestir virðast hafa skoðun á komu Costco til Íslands. 28 plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 VERND FYRIR FÖT GEGN GULUM BLETTUMVERND FYRIR FÖT LOKSINS! Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á BRÚÐKAUPS- BLÖÐRUR OG SKRAUT ViðsKipti Kaupréttur vogunarsjóða og Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka í mars, á 22 prósenta hlut til viðbótar gildir til 19. september. Þetta segir í bréfi Kaup­ þings til seðlabankastjóra og fjármála­ ráðherra 14. febrúar. – hae / sjá Markaðinn Kaupréttur úti í september lÍFið Tónlistarmaður­ inn Erpur Eyvindar­ son hefur hreiðrað um sig í stórglæsi­ legu einbýlishúsi við Sæbólsbraut í Kópa­ vogi. – bb / sjá síðu 30 Erpur í 100 milljóna húsi HeilbrigðisMál Þrátt fyrir þróun íslensks heilbrigðiskerfis í átt að einkarekstri síðustu ár hefur skoðun Íslendinga á slíku þróast í þveröfuga átt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við HÍ. Frá aldamótum hefur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu aukist, en æ fleiri landsmenn vilja að heilbrigðisþjón­ usta sé alfarið rekin af hinu opinbera. „Það er hægt að draga þá ályktun að landsmenn hafi aðra sýn en stjórnvöld þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Rúnar. „Yfirgnæfandi meirihluti vill að hið opinbera leggi meira til heilbrigðisþjónustu og leggur ríkari áherslu en áður á opinberan rekstur. Hið gagnstæða hefur átt sér stað síð­ ustu ár.“ Árið 2006 sögðu 80,7 prósent lands­ manna að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús. Hlutfallið nú er 86 prósent. Sama þróun er uppi á teningnum þegar spurt er um heilsu­ gæslustöðvar og hjúkrunarheimili. Þegar einstaklingar voru spurðir hvort þeir vildu að hið opinbera verði meira fé til heilbrigðismála voru 91,9 prósent Íslendinga sammála, aukning um rúm tíu prósentustig frá 2006. Stuðningur við opinberan rekstur sjúkrahúsa var heldur minni meðal karla, hátekjufólks og stuðnings­ manna Sjálfstæðisflokks en annarra hópa. Ekki var marktækur munur á stuðningi við opinberan rekstur sjúkrahúsa eftir aldri, búsetu, mennt­ un eða starfsstétt. Könnunin var gerð frá 16. mars til 3. maí. Úrtakið var 1.733 einstaklingar 18 ára og eldri. Lagskipt tilviljunar­ úrtak úr netpanel Félagsvísindastofn­ unar. Alls svöruðu 1.120, eða 65 pró­ sent. sveinn@frettabladid.is Einkarekstur Íslendingum þvert um geð Andstaða landsmanna við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hefur aukist á síðustu árum, þvert á þróunina í heilbrigðismálum. Prófessor í heilsufélagsfræði segir yfirgnæfandi meirihluta vilja að hið opinbera leggi meira til heilbrigðisþjónustu en nú er gert. 100% 80% 60% 40% 20% ✿ Hvort á ríkið eða einkaaðilar að reka eftirfarandi? Sjúkrahús Heilsugæslust. Hjúkrunarheimili 12,7% 1,3% 78,7% 19,1% 2,2% 67,5% 29,4% 3,1% 86% n Fyrst og fremst hið opinbera n Jafnt einkaaðilar og hið opinbera n Fyrst og fremst einkaaðilar Fólk kom saman víðsvegar um Bretland í gær til að minnast þeirra sem létust í sjálfsvígsárásinni í Manchester í fyrradag. Minnst 22 létust, um sextíu eru særðir og fjölda er saknað. Árásarmað- urinn, Salman Abedi, hafði búið alla sína ævi í Manchester. Ógn vegna hryðjuverka var færð í hæsta viðbúnaðarstig af breskum yfirvöldum í kjölfar árásarinnar. - sjá síðu 6 Fréttablaðið/epa 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E C -D C 8 0 1 C E C -D B 4 4 1 C E C -D A 0 8 1 C E C -D 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.