Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 6
2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð Litla Borg ehf Aðalfundur Litlu Borgar ehf verður haldinn miðvikudginn 31. maí, 2017, kl. 20:00 að Lágmúla 4 , Reykjavík (Akóges salnum, 3ju hæð). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lögð fram tillaga um arðgreiðslu. 3. Tillaga um breytingu á 11. gr. samþykkta Litlu Borgar ehf. 4. Önnur mál. Sjá nánar á heimasíðu félagsins www.litlaborg.is Stjórn Litlu Borgar ehf Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910 jonogoskar.is Glæsileg útskriftargjöf Útskriftarhálsmen 2017 eru komin. Okkar hönnun og smíði. Gullrós Verð 21.000 kr. Silfurstjarna Verð 7.900 kr. Gullstjarna Verð 18.000 kr. Nýjir vinir bætast í hópinn Fæst í FK, Byko, A4, Lyfju, Elko, íslandspóst og um land allt. Safnaðu þeim öllum Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð BREtLaND Minnst 22 létust og yfir sex- tíu særðust í sjálfsmorðssprengju árás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörn- unnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásar- maðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líb- ískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin nagla- sprengja hafi verið notuð við ódæðis- verkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saf- fie Rose Roussos, átta ára, og John At kinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúm- lega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englands- drottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villi- mennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmála- menn víðsvegar um heiminn for- dæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju for- seta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðis- samfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gær- kvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra. johannoli@frettabladid.is 22.30 Salam Abedi sprengdi sig undir lok tón- leikanna. Árásarstaðurinn Victoria Station manchester arena 22. maí 2017 – manchester Sjálfsvígsárás 22 7. apríl 2017 – Stokkhólmur Vörubíl ekið á fólk 5 3. apríl 2017 – St. Pétursborg Sjálfsvígsárás í lestarkerfi 15 19. desember 2016 – Berlín Vörubíl ekið á fólk á jólamarkaði 12 26. júlí 2016 – Normandí Kaþólskur prestur myrtur 1 14. júlí 2016 – Nice Vörubíl ekið á fólk 77 12. júní 2016 – Orlando Skotárás á skemmtistað 50 26. mars 2016 – Brussel Þrjár sjálfsvígsárásir í borginni 32 13. nóvember 2015 – París Sprengju- og skotárásir 130 7. – 9. janúar 2015 – París Árásin á Charlie Hebdo 17 ✿ Árásarstaðurinn í gær ✿ Árásir í hinum vestræna heimi undanfarin ár Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. Árásarmaðurinn var ættaður frá Líbíu en hafði búið alla sína ævi í Manchester. Fólk kom saman í borginni til að minnast hinna látnu og biðja fyrir hinum særðu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E D -0 8 F 0 1 C E D -0 7 B 4 1 C E D -0 6 7 8 1 C E D -0 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.